Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.
Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 19.00 2016 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík
Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.
Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Vegan grill í Hellisgerði í Hafnarfirði, regluleg Pálínuboð, Veganúar, bíósýning á Cowspiracy í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.
Meðfylgjandi þessu fundarboði er lítið spjald sem við hvetjum þig til að dreifa til þeirra veitingastaða með vegan valkosti sem þú velur að heimsækja.
Dagskrá fundar:
Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: graenmetisaetur@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.
Stjórn Samtaka grænmetisæta skipa í dag: