Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Greinar

Hvernig minnka grænmetisætur kolefnissporið?

Samtök Grænmetisæta á Íslandi var nýlega boðið að sitja fundi um umhverfisstefnu hjá Vinstri grænum og Pírötum og Valgerður Árnadóttir framkvæmdastjóri samdi að því tilefni ör-erindi um loftslagsmál og grænmetisrækt sem má sjá hér:

Hvernig grænmetisætur minnka kolefnissporið

Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta.
Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun, eins og kemur fram í hinni sláandi heimildarmynd Cowspiracy: The Sus­tainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Þetta er óhugnalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

En eins og staðan er núna þá mengar grænmetisæta á bíl minna en kjötæta á hjóli.

Með aukinni vitund um þetta stærsta umhverfisvandamál samtímans höfum við séð samfélag grænkera (grænmetisætur og veganistar) aukast svo um munar og búumst við að okkar hópur muni fara stigvaxandi með aukinni vitund og fræðslu.

Það hefur ekki verið formlega kannað hversu mikið grænkera lífstíll hefur aukist á Íslandi en ef rýnt eru í tölur frá BNA og Svíþjóð má sjá að í BNA hafa grænkerar aukist um 600% á síðustu 3 árum eða úr 1% landsmanna í 6% sem gera um 19 milljón manns í BNA í dag ásamt því að töluvert fleiri hafa minnkað neyslu dýraafurða til muna. Svíþjóð er leiðandi í veganisma á Norðurlöndum og þar eru 8-10% landsmanna grænkerar (tölur sveiflast lítt milli kannana).

Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á nýju ári 2018 gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum.
Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni þá neyta Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra Evrópuþjóða í þessum málum og þar viljum við sjá úrbætur.

Ísland getur verið sjálfbært í grænmetisrækt

Hrein orka, hreint vatn og lífræn ræktun gerir íslenskt grænmeti að því besta sem völ er á og hafa nú þegar náðst samningar um útflutning á ma. agúrku til Danmerkur á sama tíma og við erum að flytja inn 80% af okkar grænmeti.

Það er einlæg ósk okkar í samtökunum að ný ríkisstjórn hvetji til nýsköpunar í landbúnaði og styrki bændur til frekari grænmetis- , ávaxta- og kornræktunar (hafra og hamps). Ef grænmetisbændur fengju til að mynda kílówattið af rafmagni á sama verði og álverin fá þá væru þeir í mun betri málum og gætu ræktað allan ársins hring en eins og er þá loka flestir yfir svartasta skammdegið því það er of dýrt að nota einungis lampa í gróðurhúsum þegar ljós er af skornum skammti. Það er krafa neytenda á kaupmenn að hafa íslenskt grænmeti á boðstólnum allan ársins hring en þeir geta illa verið við þeirri kröfu og flytja inn mestallt grænmeti yfir vetrartímann en á sama tíma er offramboð og förgun á dýraafurðum.

Nýtni megavatts af rafmagni til grænmetisræktunar er 5-10 störf á móti 0,5 starf í álframleiðslu svo reikningsdæmið er ekki flókið, fyrir utan að grænmetisrækt mengar ekki.

Fæðuöryggi

Fæðuöryggi er skilgreint sem réttur allra til að hafa aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum og þeim grundvallarrétti allra að þurfa ekki að sæta hungri.

Ræktun grænmetis er ekki einungis betra fyrir umhverfið heldur er það nauðsynlegt ef tryggja á fæðuöryggi okkar. Veikleikar Íslands hvað fæðuöryggi varðar er að hér er 80% af öllu grænmeti innflutt, við erum á afskekktri eyju berskjölduð fyrir náttúruhamförum, styrjöldum og kreppum sem gætu hamlað innflutning og ætti þetta mál því að vera í forgangi.
Nú þegar er framleitt nægt magn og umfram það af dýraafurðum eins og kjöti, fiski og mjólkurafurðum og löngu orðið tímabært að efla grænmetisiðnaðinn en einungis eru 100 ár síðan við liðum skort sem skapaði heilsufarsvandamál til langs tíma.

Miðað við hversu lengi hefur verið vitað að við uppfyllum ekki þessar kröfur þá er ótrúlegt að ekki sé búið að bæta úr því og að nýjir búvörusamningar sem samþykktir voru á þingi í fyrra geri ekki ráð fyrir að tryggja fæðuöryggi okkar.

 

Heimildir:

Efling græmetisræktar á Íslandi http://www.matis.is/media/matis/utgafa/16-12-Lokaskyrsla-Efling-graenmetisraektar-a-Islandi.pdf

Gylfi Árnason http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1369545/

Fjölbreytt fæða til frambúðar- Hörður Ágústsson https://skemman.is/handle/1946/3189

Cowspiracy The sustainability secret http://www.cowspiracy.com/

Hulda B. Waage: Góð fyrirmynd fyrir dæturnar

12079444_1107599889252177_4549210841774630889_n

Hulda B. Waage er móðir og íþróttakona sem starfar sem matráður hjá Íslandsbanka á Akureyri. Hún er í meistaraflokki kraftlyftingafélags Akureyrar og er sannfærð um að mataræðið sé stór partur af góðum árangri.

 

Hvernig kom til að þú gerðist vegan?

Mér þótti ekki kjöt gott til að byrja með. Fann svo bók heima hjá mér sem heitir Grænt og Gott sem mamma mín keypti einhverntíman. Skoðaði hana vel og vandlega og uppgötvaði eiginlega þá að það væri rosa sniðugt að vera vegan. Svo fór ég í rannsóknarvinnu og sá það svart á hvítu hversu mikilvægur málstaðurinn er. Ekki bara fyrir mína eigin heilsu, heldur umhverfið og auðvitað dýrin.

 

Hvað hefur þú verið vegan lengi?

Ég tók upp veganisma á unglingsárunum. Ég get þó ekki státað mig af því að hafa verið vegan síðan þá. Það er merkilegt hversu heilaþvegin við erum.

Ég tók upp veganisma á unglingsárunum. Ég get þó ekki státað mig af því að hafa verið vegan síðan þá. Það er merkilegt hversu heilaþvegin við erum.

Að okkur þyki eðlilegt að myrða dýr. Ég tók upp fyrri sið fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa horft á Earthlings og munað hversu ástríðufull ég var á mínum yngri árum og hversu miklu máli þetta skipti mig.

 

Hvenær fórst þú að stunda kraftlyftingar?

Ég hef alltaf verið sterklega byggð. Var í jazzballet og upplifði mig alltaf margfalt þykkari en hinar stelpurnar og átti erfitt með að fóta mig þar af þeim sökum. Ég fór þó bara í líkamsrækt eftir að ég átti eldri dóttur mína, seinna í einkaþjálfun í þeim tilgangi að verða mjó. Svo var ég eiginlega bara plötuð í þetta af þjálfaranum. Ég hef verið föst í þessu síðan þá.

 

Hvernig hreyfir þú þig?

Ég fer eftir sérstakri lyftingaáætlun sem er sérsmíðuð fyrir mig af þjálfaranum mínum og eiginmanni. Áætlunin er byggð í kringum greinarnar þrjár; hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Auk þessara týpísku lyftingaæfinga tek ég æfingar sem við köllum GPP sem stendur fyrir General Physical Preparedness það getur t.d. verið þrekhringur eða HIIT æfingar.

 

Screenshot 2015-11-17 21.49.36Hve oft hreyfir þú þig?

Yfirleitt eru það tvær æfingar á dag þrisvar í viku og 1 æfing á dag þrisvar í viku. Það gera þá 9 æfingar á viku. Þær eru misþungar og yfirleitt standa þær ekki lengur en í 90 mínútur hver þó það komi nú fyrir að þær dragist á langinn.

 

Hvernig er þá venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna yfirleitt rétt fyrir sjö á morgnanna með dóttur minni. Ég geri nesti fyrir hana í leikskólann. Klæði okkur og fæ mér stundum morgunhressingu áður en við löbbum af stað í leikskólann. Þegar ég hef skilað henni af mér fer ég á æfingu. Labba svo heim og fer í sturtu áður en ég mæti í vinnu. Rétt fyrir 10 er ég mætt í vinnuna. Þar elda ég, ber fram mat og geng frá og er yfirleitt búin rétt um tvöleytið. Þá tek ég strætó á æfingu. Eftir æfingu sæki ég dóttur mína á leikskólann og við förum saman í æfingaaðstöðuna þar sem ég þjálfa. Eftir að hafa þjálfað fer ég heim og sinni venjulegum heimilisverkum, sinni dóttur minni, elda kvöldmat. Kem svo stelpunni í háttinn. Eftir það eru það heimilisstörf eða hvíld fyrir mig. Ég fer svo yfirleitt að sofa um tíu leytið alveg búin á því.

 

Þú minnist á að dóttur þín komi með á æfingu. Hefur hún mikinn áhuga á því sem mamma hennar er að gera?

Hún er ekki nema 18 mánaða gömul. Hún virðist samt sem áður vera mjög áhugasöm. Hún t.d. tekur stundum ketilbjöllur og lyftir þeim eins og maður gerir í réttstöðulyftu. Hún er líka mjög hrifin af magnesíumdallinum og er dugleg að púðra hendurnar. Mér sýnist á henni að hún ætli að verða lík foreldrum sínum í þessum efnum. Við stefnum að fyrsta heimsmeistaratitli um tvítugt fyrir hana.

Mér sýnist á henni að hún ætli að verða lík foreldrum sínum í þessum efnum. Við stefnum að fyrsta heimsmeistaratitli um tvítugt fyrir hana.

 

Hvað borðar þú yfir daginn?

Ég er með mataráætlun sem ég ætti að fara eftir hvern dag. Þetta er mjög erfið spurning þar sem ég er svo ódugleg að fara eftir áætluninni minni og er ofboðslega mikill nautnaseggur. Yfirleitt fæ ég mér bara vatn yfir morguninn og á morgunæfingunni. Ef ég vakna svöng þá fæ ég mér ávöxt eða geri mér smoothie úr appelsínusafa og spínati og einhverju gourmet. Þegar ég kem í vinnuna fæ ég mér salat eða ávexti. Þegar ég er með grænmetisrétti í vinnunni fæ ég mér svoleiðis, ef ekki þá geri ég mér smoothie eða fæ mér salat og hnetur.Áður en ég fer úr vinnunni og fyrir æfingu fæ ég mér yfirleitt banana eða einhvern annan ávöxt til að grípa með mér.

Áður en ég fer úr vinnunni og fyrir æfingu fæ ég mér yfirleitt banana eða einhvern annan ávöxt til að grípa með mér.

Þegar ég er búin að æfa fæ ég mér einhverja hressingu og oftast er það ávöxtur sem verður fyrir valinu. Svo fæ ég mér yfirleitt stóran kvöldmat. Uppáhalds eins og er er svartbaunapasta og tofu.

Svo uppistaðan í mínu matarræði er smoothies (allskonar en yfirleitt grænir), ávextir og þá aðallega vatnsmelónur, bananar, mangó og vínber, salöt (sem samanstanda þá af einhverskonar blaðsalati eða káli og gróðurhúsagrænmeti eins og papriku og agúrkum), baunapasta og tofu.

 

Hvað fær nautnaseggurinn sér þegar hún fer út fyrir matarplanið?

Haha, nautnaseggurinn er sérlega hrifinn af súkkulaði svo það laumast ansi oft með. Ég held að það sé ekkert slæmt við það að borða svolítið af súkkulaði enda veitir það manni ómælanlega hamingju. Ég held að það sé líka nokkuð augljóst ef maður skoðar instagrammið mitt að pítsa laumast ansi oft inn.

 

Screenshot 2015-11-17 21.50.47Hvernig hefur veganisminn haft áhrif á þjálfunina?

Munurinn sem ég finn eftir að ég breytti úr því að borða fisk, mjólkurafurðir og egg auk grænmetis og ávaxta yfir í veganisma er að ég finn minna fyrir bólgum og eymslum í vöðvum og liðum, ég virðist vera fjótari að jafna mig eftir æfingar auk þess sem mér finnst ég vera léttari á mér.

 

Hvernig viðbrögð færð þú þegar þú segist vera vegan lyftingakona?

Ég er ekki viss. Ég held að fólk reyni að sýna sem minnst viðbrögð. Fólk á það til að fara í vörn (sem er svo óþarft), gera grín (sem er alltaf jafn ófyndið) eða segja eitthvað eins og „ég var einu sinni vegan í mánuð“ og því fylgir þá yfirleitt eitthvað eins og  „ég fékk próteinskort“.  Mér finnst bæði það að vera vegan og vera í lyftingum vera orðið frekar mainstream þó ég viti ekki um aðra kraftlyftingakonu á Íslandi sem er vegan. Það hlýtur þó að breytast. Ég trúi ekki öðru.

 

Hver er algengasta spurningin sem þú færð?

Ég hugsa að „Hvar færðu prótein?“ og „Hvað áttu í hnébeygju?“ séu algengastar fyrir utan „Hvað er í matinn?“ spurninguna sem dynur á mér mörgum sinnum á dag.

 

Ok… Hvað áttu í hnébeygju?

Í búnaði á æfingu á ég best tölurnar:
Hnébeygja 190kg
Bekkpressa 127,5kg
Réttstaða 185kg

Ég held þó að 165kg, 107,5kg og 180kg séu mínar bestu mótatölur. Ég hef þó enn nægan tíma til að æfa mig í að keppa.

 

Og… Hvaðan færð þú prótein?

Það er ekki erfitt að fá prótein. Venjulegur einstaklingur þarf ekki nema 0,8g af próteini á hvert kíló sem hann vegur. Einstaklingur sem hreyfir sig mikið nýtir ekki nema að hámarki 1,8g af próteini á hvert kíló sem hann vegur.

Í einum banana (sem vegur 100g) eru 1,8g af próteini.

Svarið er því ég fæ prótein úr öllu sem ég borða og drekk nema úr vatni. Mín helsta próteinuppspretta er þó svartbaunapasta sem hefur 45g af próteini í hverjum 100g. Ég versla mitt svartbaunapasta í Nettó.

 

Screenshot 2015-11-17 21.48.54Getur maður byggt vöðva á vegan fæði?

Það er mjög auðvelt að byggja upp vöðva á hollu mataræði svo lengi sem maður er duglegur að æfa. Ef mataræði er lélegt hvort sem það er vegan eða ekki og ef maður er ekki duglegur að æfa þá gerist ekkert hjá manni.

Það er mjög auðvelt að byggja upp vöðva á hollu mataræði svo lengi sem maður er duglegur að æfa. Ef mataræði er lélegt hvort sem það er vegan eða ekki og ef maður er ekki duglegur að æfa þá gerist ekkert hjá manni. Maður þarf af leggja hart að sér ef maður ætlar að vera góður í íþróttum og líta vel út.

 

Hvað hvetur þig áfram í veganismanum og íþróttinni?

Mig langar ofboðslega mikið til að vera góð fyrirmynd fyrir dætur mínar. Ég veit líka hvers ég er megnuð og ég á þá ósk að sanna mig fyrir öðrum.

 

Hefur það ekki komið neinum á óvart að þú borðir ekki dýraafurðir til að ná þeim árangri sem þú hefur náð?

Ég veit það ekki. Jú, að einhverju leyti örugglega. Fólk sem hefur kannski ekki mikla þekkingu á hvað er hollt og hvað er óhollt verður stundum hissa á því að ég sé eins og ég er án þess að súpa lýsi, drekka mjólk og borða slátur. Ég er samt sannfærð um að mataræði mitt sé stór partur af árangri mínum.

 

11283_896528870377548_6751861990535836740_nFramtíðarplön í íþróttinni?

Það sem er sérlega heppilegt við kraftlyftingar er hversu langlífur maður getur verið í íþróttinni. Meiðsli eru sjaldgæf og þess vegna ef maður er duglegur að fara vel með sig getur maður keppt þar til maður er orðinn alveg eldgamall. Eins og er stefni ég á að taka gott Bikarmót 21. nóvember. Svo eru fullt af mótum eftir það mót. Ég held áfram að æfa og keppa og sé hvert það leiðir mig.

 

Einhver góð ráð til þeirra sem vilja lyfta og borða vegan?

Mitt ráð til þeirra sem vilja lyfta er að vera með góðan og öruggan þjálfara og þeir sem vilja fara vegan leiðina í lífinu að lyfta að borða vel af hollum mat og forðast að detta í of miklar prótein pælingar. Svo lengi sem maður borðar nóg og borðar hollt ætti prótein ekki að vera nokkurt vandamál.

 

Hægt er að fylgjast með Huldu á Instagram:

http://www.instagram.com/huldabwaage/

Gestgjafinn og grænmetisætan

Það er gaman að bjóða í mat, og ennþá skemmtilegra þegar tilefnið er stórt á borð við fermingu, brúðkaup eða skírn. Með framförum í næringar og læknisfræði og bættu úrvali matvöru eru fleiri en áður sem kjósa að neyta ekki ákveðinna fæðutegunda. Fyrir þessu kunna að liggja ýmsar ástæður, til dæmis fæðuóþol eða einfaldlega val.

Flest viljum við koma til móts við gestina okkar og sýna þessum óskum virðingu, því að það er gaman að vera góður gestgjafi. Hann er sterkur, þráðurinn sem tengir okkur við kynslóðirnar á undan, sem töldu heiður hússins að veði ef gesturinn gat ekki eða vildi ekki borða það sem var á boðstólum. Svo að ég tali ekki um þá skömm sem fylgdi ef maturinn kláraðist.

Sumir sælkerar fyllast kvíða þegar von er á grænmetisætu eða vegan í mat eða veislu. Eða gleyma því jafnvel að viðkomandi sé til.

Sumir sælkerar fyllast kvíða þegar von er á grænmetisætu eða vegan í mat eða veislu. Eða gleyma því jafnvel að viðkomandi sé til. Vona jafnvel að þessi gestur geti látið sig hafa dýraafurðir í þetta eina skipti. Kannski getur hann, hán eða hún bara borðað meðlætið. Má bjóða upp á ost?

Í grunninn er þetta spurning um ábyrgð og hvar hún liggur. Gestgjafinn tekur ábyrgð á boðinu, svo langt sem sú ábyrgð nær. Hann sér til þess að boðið komist á réttan stað og gesturinn viti hvert hann á að fara, hvenær hann á að mæta og jafnvel hvers konar klæðnaður sé við hæfi, eða þema. Þetta gengur yfirleitt vandræðalaust fyrir sig, og ef gestur mætir pínulítið seinn, eða ekki í rétta þemanu, er það látið óáreitt. Svona á betri bæjum að minnsta kosti. Sumir gestgjafar, og undirrituð meðtalin, spyrja gjarnan gestina um fæðuóþol eða hvort að þau hafi aðrar óskir í sambandi við matinn. Þetta er auðvelt að gera þegar um lítið matarboð er að ræða, til dæmis heimboð í kvöldverð <10 manns. Einnig er ágætt fyrir vegan/grænmetisætur að temja sér einfaldlega að láta gestgjafann bara vita um leið og tekið er á móti boðinu. Ef veislan er stærri, til dæmis hundrað manna brúðkaupsveisla eða ferming, þá vandast málið.

Gesturinn ber ábyrgð á sjálfum sér, með öllu sem fylgir því að vera góður gestur. Ef gestur hefur fengið boð í stóra matarveislu þá er sjálfsagt að hann láti sjálfur vita ef hann borðar ekki það sem flestir skilgreina sem hefðbundinn veislumat. Yfirleitt er hægt að notast við símanúmerið á boðskortinu í þessum erindum.

Ef gestur hefur fengið boð í stóra matarveislu þá er sjálfsagt að hann láti sjálfur vita ef hann borðar ekki það sem flestir skilgreina sem hefðbundinn veislumat. Yfirleitt er hægt að notast við símanúmerið á boðskortinu í þessum erindum.

Þetta er ekki dónaskapur eða tilætlunarsemi, heldur mjög eðlilegur hluti af því að vera mannlegur. Gesturinn getur líka kosið að spara sér umstangið og koma með eigin mat. Þetta er sniðugt að gera ef boðið er upp á hlaðborð, til dæmis í fermingum, en ekki matseðil þar sem gestgjafi hefur borgað fyrir hvern disk (árshátíðir hafa oft þennan háttinn á). Ef boðið er upp á matseðil, þá er sjálfsögð kurteisi að láta vita. Ef um er að ræða veisluþjónustu sem framreiðir fyrir hvern og einn, þá hefur veisluþjónustan yfirleitt þann háttinn á að spyrja gestgjafann hvort að einhverjir í hópnum séu grænmetisætur eða vegan. Ef gestgjafinn hefur ekki fengið upplýsingar um það þá endar ábyrgð hans þar.

Þetta er alls ekki flókið, en er flækt mörgum sinnum á ári úti um allt land, þar sem bæði gestgjafar og gestir sitja uppi með fullkomlega tilhæfulaust samviskubit vegna þess að ábyrgðin var ekki nógu skýr.

Að lokum, nokkur atriði fyrir gestgjafa grænkerans:

1. Grænmetisætan eða vegan er ekki komin í boðið til þess að dæma kjötæturnar.

2. Ef þú ert í vafa, spurðu bara hvort að grænmetisætan eða vegan borðar þetta eða hitt (t.d. er ostur í lagi?). Það er ekki dónaskapur.

3. Fæstar grænmetisætur eða vegan eru alltaf (24/7) til í að tala um kosti þess að vera grænmetisæta eða vegan, eða í stuði fyrir fyrirlestur upp úr grein sem þú last á netinu um vítamínskort hjá grænkerum. Viðkomandi spyr þig að sama skapi ekki í sífellu hversvegna þú ákveður að borða kjöt. Ég get ekki talað fyrir allar grænmetisætur en ég er sjálf orðin dálítið þreytt á því að þurfa að bæði ræða og “verja” það að vera grænmetisæta í boðum sem ég sæki.

Ég vona að þessi listi komi einhverjum að gagni og ég óska þér og þínum grænu vinum góðrar skemmtunar í veislunni!

Eva Bjarnadóttir

Skrifað af: Nínu Salvarar

Nína Salvarar er ástríðukokkur, kvikmyndagerðarkona, rithöfundur og sagnfræðinemi. Hún er búsett í Reykjavík með sambýlismanni og dóttur.

Að breyta um mataræði og njóta þess í leiðinni.

Finndu góðan stuðning

Facebook hóparnir Íslenskar grænmetisætur og Vegan Ísland eru mjög virkir. Þar er hægt að finna félagskap, svör og aðstoð nánast samdægurs. Nú þegar erum við orðin yfir þrjú þúsund manns. Hópurinn heldur reglulega hlaðborð eða Pálínuboð þar sem allir mæta með vegan rétt og við skiptumst á uppskriftum og ráðum. Vertu endilega með okkur í góðum félagskap.

Taktu þér tíma

Þeir sem eru vanir grænmetisfæði, eða hafa mjög sterka sannfæringu hafa sumir skipt um mataræði á einum degi. En sennilega hentar flestum að taka sér góðan tíma. Það tekur einfaldlega tíma að breyta um rótgrónar venjur. Galdurinn er að læra að útbúa einfaldan, fljótlegan mat sem er svo góður að þú vilt helst ekki snúa til baka. Og umfram allt að vera þolinmóður við sjálfan sig.

Inn með það góða

Snjallt hugarfar er að einbeita sér að því góða sem við bætum inní mataræðið. Bættu inn góðum mat af krafti og tímanum verður minna pláss fyrir það sem gerir þér ekki gott. Að einblína á bannlista er ekki vonlegt til árangurs.

Út með það slæma

Hvað með að velja aðeins eitt dýr og taka það af matseðlinum? Hitt kemur síðar. Til dæmis sleppa kjúklingnum eða svínakjötinu og bíða aðeins með restina. Hver og einn velur það sem þeim hentar og tekur þetta á sínum hraða. Ef við erum að borða hollan og góðan mat alla daga finnum við að lokum lítið fyrir þessu.

Mundu að bragðskynið breytist

Þetta gæti hljómað eins og undarleg vísindi, en bragðskynið breytist þegar við breytum um mataræði. Það sem okkur fannst einu sinni gott verður það ekki endilega eftir ár eða svo. Því meira sem þú borðar af nýja fæðinu því meira kanntu að meta það. Þeir sem hafa skipt úr nýmjólk yfir í léttmólk þekkja þetta. Fyrst er vatnsbragð að léttmjólkinni en með tímanum finnum við lítinn mun og nýmjólkin fer að taka á sig rjómabragð. Breyttir bragðlaukar kæra fólk.

Morgunáskorun

Gott ráð er að breyta einni máltíð í einu og byrja til dæmis á morgunmatnum. Fyrsta skrefið gæti verið að kaupa plöntumjólk í stað kúamjólkur útí kaffið og á morgunkornið eða finna sér gott vegan álegg á brauð. Annað skrefið getur verið að læra að útbúa góða hafragrauta og smoothies. Þriðja að prufa að bæta inn einum ávexti á morgnana, eða að smakka það handhæga ávaxtamauk sem er í boði.

Lærðu að elda

Á netinu er mikið af góðum ráðleggingum varðandi grænmetisfæði og flestir mæla með því að læra að elda.

Á netinu er mikið af góðum ráðleggingum varðandi grænmetisfæði og flestir mæla með því að læra að elda. Úrvalið af tilbúnum grænmetisréttum er að aukast en þeir eru ekki allir hollir. Ef þú vilt bera sjálfur ábyrgð á þínu mataræði og heilsu er nauðsynlegt að læra að elda. Vegan matur getur verið ítalskur, mexíkanskur, indverskur, tælenskur, japanskur eða hvaða af hvaða matarhefð sem er. Við lofum að þú munt ekki sjá eftir því að skoða þennan heim betur. Þarna fá bragðlaukarnir að dansa.

Millimál

Snarl og millimál getur verið brauð, hrökkbrauð, ávextir og ber. Súpur, grænmeti með hummus, hnetur, ávaxtamauk , smoothies og poppkorn. Sumum finnst hæfilegt að borða 1-3 ávexti á dag og þeir henta mjög vel sem millimál eða eftirréttur.

Kvöldmatur

Kvöldmatur getur verið burrito, lasagna, pastaréttur, hamborgari, vegan pylsur, pottréttir, salöt, súpur og fleira. Flestar uppskriftir eru vegan vænar. Sumum reynist vel að halda áfram að elda uppáhalds uppskriftirnar sínar en finna leiðir til að elda þær án dýraafurða. Síðan er mikilvægt að bæta þessu góða inní mataaræðið þar til það slæma hefur minna vægi og á endanum hverfur. Grænmetisfæði er stundum ólíkt þessu hefðbundna fæði sem við þekkjum hvað varðar skipulag. Kvöldmatur þarf ekki endilega að vera þrískiptur (prótein, kolvetni og salat). Hann má í rauninni vera hvað sem er. Baunir, ávextir, ber, grænmeti, korn, hnetur og fræ. Það sem skiptir máli er að mataræðið sé fjölbreytt í heild sinni. Ágætt er að setja sér raunhæf markmið eins og að elda nýja uppskrift einu sinni í viku, eða tvisvar í viku. Og áður en þú veist af ertu kominn með nýtt uppskriftasafn og nýjar venjur.

Baunaáskorun

Baunir eru mikilvægur próteingjafi og koma fyrir í mörgum grænmetisuppskriftum. Svo við mælum með hetjulegri baunaáskorun. Baunir fást í dósum í flestum matvöruverslunum, sem dæmi nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartbaunir, cannelini baunir og linsubaunir. Baunir má nota í hamborgara, pottrétti, burritos, súpur, hummus og salöt. Baunir úr dós duga vel en ef þig langar í meiri gæði má nota þurrkaðar lífrænar baunir sem þurfa að liggja í bleyti yfir nótt.

Baunir úr dós duga vel en ef þig langar í meiri gæði má nota þurrkaðar lífrænar baunir sem þurfa að liggja í bleyti yfir nótt.

Kjötsöknuður

Tófu og Seitan eru einnig góðir próteingjafar og sniðugir fyrir þá sem sakna kjöts. Bæði Hagkaup og Góð heilsa á Njálsgötu 1 í Reykjavík selur gervikjöt, soyahakk og vegan pizzur svo þig þarf ekki að skorta skinku, pepperoni eða pylsur á þessu nýja mataræði. Úrvalið er alltaf að aukast.

Kornáskorun

Korn getur verið stór þáttur í grænmetisfæði fæði líka. Dæmi um korn eru hafrar, heil hrísgrón, bulghur, kúskús, kjúklingabaunamjöl, bygg, quinoa og maís. Svo keyptu endilega pakka af korni sem þú hefur ekki prófað áður og fylgdu leiðbeiningunum.

Að fara í matarboð

Ágætt ráð er að mæta ekki mjög svangur í veislur og einbeita sér meira af samræðunum heldur en matnum. Samkomur eru til þess að kynnast fólki og njóta félagskapar, ekki til að borða yfir sig og sytja útí horni. Sumir grænkerar borða kjöt og fisk í matarboðum og það er auðvitað í fínu lagi. Hver og einn þarf að gera þetta upp við sig. Gott ráð er að hringja á undan sér og spyrja útí matseðilinn. Þá er hægt að bjóðast til að koma með góðan grænmetisrétt sem allir geta smakkað á. Einnig er hægt að grípa með sér tilbúna máltíð úr matvörubúð eða veitingahúsi og fá að hita upp á staðnum. Enginn ætti að þurfa að borða kjöt og dýrafurðir fyrir aðra.

Að fara á veitingahús

Flest veitingahús bjóða uppá grænmetisrétti eða vegan valkosti eins og salöt og kartöflur. Ef ekki er oftast hægt að panta rétti af matseðlinum en biðja þjóninn að sleppa dýraafurðunum. Svo má líka kynna sér matseðilinn fyrirfram eða hringja á undan sér og biðja um sérfæði. Flestar veisluþjónustur eru snillingar í grænmetisfæði, en það er auðvitað misjafnt. Þar sem eru pizzur í boði má biðja um ostalausa pizzu með hvítlauksolíu. Sumir hafa vanið sig á að mæta með plöntuost og biðja þjóninn að nota það á pizzuna. Ef pizzan er útbúin á staðnum ætti það ekki að vera vandamál. Munið svo að allar fyrirspurnir og beiðnir ganga betur með brosi og góðu skapi.

Grænmetisveitingahús

Eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að breyta mataræðinu er að fara reglulega á grænmetisveitingahúsin. Flest þeirra bjóða uppá hálfan skammt svo að það þarf ekki að vera dýrt að prufa hitt og þetta. Þetta er gullið tækifæri til að komast að því hvað þér líkar og hvað þig langar að prufa að elda heima. Þá er sniðugt að leggja nafnið á réttinum á minnið, eða helstu innihaldsefnin og leita að svipaðri uppskrift á netinu. Oftast eru þetta hefðbundnir indverskir eða asískir réttir, sem eru ekki eins flóknir og þeir líta út fyrir að vera.

Daðraðu við heilsubúðirnar

Þar fæst allt sem þig vantar í grænmetisuppskriftirnar og meira til. Einnig sælgæti, snyrtivörur og fleira sem auðvelt er að týna sér í. Líttu inn og skoðaðu þig um. Bæði Hagkaup og Góð heilsa á Njálsgötu 1 í Reykjavík selur gervikjöt og vegan pizzur svo þig þarf ekki að skorta skinku, pepperoni eða pylsur á þessu nýja mataræði. Úrvalið er alltaf að aukast.

Eldhúslistir æfina á enda

Að gerbylta eldhúsinu og læra nýjar eldunaraðferðir tekur tíma svo mikilvægt er að vera góður við sjálfan sig og fyrirgefa öll litlu mistökin. Þau eru einmitt það besta í ferlinu. Hver lítill lærdómur eða mistök færir okkur skrefi nær betri heilsu. Bæði fyrir okkur og fjölskylduna. Þegar maður eldar nýja uppskrift er fullkomnlega eðlilegt að sóða út allt eldhúsið og taka sér langan tíma. En smám saman kemst hver uppskrift í vana og maður finnur nýjar leiðir til að elda eins og dansari.

Dóra Matthíasdóttir – www.vegandora.com

Eldhúsáhöld

Það er misskilningur að grænkeraeldhús þurfi sérstakan útbúnað. Góðir hnífar, flysjarar og bretti eru í rauninni grunnútbúnaður grænmetisætunnar.

Þessi áhöld eru vinsæl í eldhúsinu

Matvinnsluvél til að saxa eða mauka harða matvöru eins og grænmeti og hnetur

Blandari til að mauka mjúka matvöru, útbúa þeytinga, drykki og sósur

Töfrasproti til að mauka súpur í potti

Lítil vigt

3 misstórir pottar

Góð panna

Skurðarbretti

Góðir hnífar, þar af stór beittur grænmetishnífur

Hnífabrýni

Grænmetisflysjarar (mikilvægt að eiga fleiri en einn)

Stórt sigti fyrir pasta og núðlur

Lítið sigti til að skola baunir

Eldföst mót

Ofnskúffa til að baka rótargrænmeti

Brauðform til að baka brauð og móta hnetusteik

Bollakökuform fyrir þá sem elska bakstur

Glerkrukkur og plastbox til að geyma matvæli

Pottasleikja, sleif og spaði

1 L mælikanna

Amerískt bollamál fyrir amerísku uppskriftirnar

Desilítramál

Mæliskeiðar

Fyrir lengra komna

Hrísgrjónapottur

Hraðsuðupottur

Öflugur blandari eins og Vitamix eða Nutribullet

Hrærivél

Tófúpressa

Fyrir hráfæðið

Öflugur blandari eins og Vitamix

Safapressa

Matvinnsluvél

Pólitísk yfirlýsing en ekki sérþarfir

Salóme R. Gunnarsdóttir tók ákvörðun um að hætta að borða kjöt árið 2008 og fjórum árum síðar hafði hún sagt skilið við allar dýraafurðir. Fyrstu jólin kom fjölskyldan henni á óvart með þriggja rétta vegan veislu. Hún lítur ekki á mataræði sitt sem sérþarfir, heldur sem pólitíska yfirlýsingu gegn framleiðsluháttum á dýraafurðum.

salome-vidtalsmynd

Salóme R. Gunnarsdóttir

Leikkona
Vegan í 3 ár
Uppáhalds grænkeramatur: Sushi

Hvers vegna valdir þú að hætta að borða kjöt, og á endanum allar dýraafurðir?

Ég mótmæli þeirri hugmynd um að maðurinn sé sjálfskipaður konungur heimsins og að við getum átt þræla í búrum sem eru framleiðslutæki, svo við getum fengið okkur eitthvað sérstakt ofan á brauð.

Af siðferðislegum og pólitískum ástæðum. Mér tókst einhverntímann að svara þessu ágætlega í blaðaviðtali: Ég gat ekki slitið hugmyndina um dýrið frá matnum og mér þóttu framleiðsluhættirnir á dýraafurðum ekki boðlegir. Ég mótmæli þeirri hugmynd um að maðurinn sé sjálfskipaður konungur heimsins og að við getum átt þræla í búrum sem eru framleiðslutæki, svo við getum fengið okkur eitthvað sérstakt ofan á brauð.

Hvernig breyttir þú um mataræði?

Síðustu augnablikin áður en ég hrinti breytingunum í framkvæmd voru alltaf langerfiðust. Óttinn við breytingarnar. En um leið og skrefið var tekið varð þetta auðveldara. Þá bara einfaldlega borðaði ég ekki viðkomandi matvöru lengur. Það varð bara að staðreynd sem ég vissi um sjálfa mig og ég hætti að líta á þær afurðir sem valkost. Fyrst hætti ég rauðu kjöti, svo hvarf kjúklingurinn skömmu síðar. Þremur árum seinna sagði ég skilið við fiskinn og tæpu ári síðar var ég orðin vegan. Í öllum tilfellum hafði ég borið hugmyndina um komandi breytingu undir belti í langan tíma, og í öllum tilfellum reyndi ég hvað ég gat að loka á siðferðisáttavitann sem sagði mér að ég gæti ekki tekið þegjandi þátt í þessu lengur.

Sumarið 2012 hitti ég í fyrsta skiptið manneskju sem var vegan, nokkuð sem ég hafði verið að velta fyrir mér í tæpt ár, og tók þá samdægurs ákvörðun um að láta af því verða. Viku síðar sagði ég skilið við dýraafurðir…

Sumarið 2012 hitti ég í fyrsta skiptið manneskju sem var vegan, nokkuð sem ég hafði verið að velta fyrir mér í tæpt ár, og tók þá samdægurs ákvörðun um að láta af því verða. Viku síðar sagði ég skilið við dýraafurðir, en gerði undantekningar á veganismanum í foreldrahúsum næsta mánuðinn til að gefa þeim tíma til að átta sig á breytingunni.

Fyrstu mánuðirnir voru mjög spennandi og krefjandi, fullir af uppgötvunum og áskorunum, en svo varð þetta smám saman einfaldara og sjálfvirkara. Ég komst undir eins að því að hugmyndin um lífið án osts var miklu verri en raunverulegt líf án osts. Og allt í einu var ég orðin góður kokkur!

 

Hvernig þykir þér aðgengi að mat sem hentar þér vera í verslunum og á veitingastöðum?

Ég stunda nægjusemi. Ég ætlast ekki til þess að heimurinn krjúpi fyrir mínu sérfæði, vegna þess að ég lít ekki á minn veganisma sem sérþarfir, heldur pólitíska yfirlýsingu. Þar af leiðandi lít ég ekki á mig sem fórnarlamb skilningsvana kjötætusamfélags þegar það er ekkert í boði fyrir mig á matseðlinum.

Ég fagna auðvitað þeim breytingum sem hafa orðið síðustu þrjú árin. Árið 2012 fannst mér enginn vita hvað það þýddi að vera vegan, en í dag virðist mér nánast þriðji hver veitingastaður hafa vegan valkost á matseðli. Hinsvegar snýst málið að mínu mati ekki um aukið framboð og fleiri valkosti, heldur breytt framboð, aukna nægjusemi og meðvitund um afleiðingar gjörða okkar.

Hvernig eru samskiptin við fjölskylduna varðandi mataræði þitt?

….fyrstu jólin komu þau hjónin mér á óvart með þriggja rétta vegan veislu fyrir alla fjölskylduna. Ég er mjög lánsöm.

Þau tóku þessu af miklum skilningi og áhuga. Bróðir minn prófaði meira að segja að vera vegan í mánuð og fyrstu jólin komu þau hjónin mér á óvart með þriggja rétta vegan veislu fyrir alla fjölskylduna. Ég er mjög lánsöm.

Eru allir á heimilinu þínu grænmetisætur?

Nei, allt kjötætur nema mamma sem er pescetarian. Og svo er stelpan sem ég bý með líka pescetarian.

Því er gjarnan haldið fram að grænmetisfæði sé hollara en hefðbundið mataræði, er það rétt að þínu mati?

Það er ofureinföldun að mínu mati. Ég gæti lifað á franskbrauði, frönskum kartöflum og sykurleðju. Það er ekkert mál að næra sig illa þó maður sé hættur að borða kjöt. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Ættu allir að vera grænmetisætur?

Í okkar samfélagi hafa dýrin hins vegar verið fjarlægð úr náttúrunni og sett í verksmiðjur þar sem við sköpum líf eftir líf eftir líf, meðvitaðar verur, og höldum þeim föngnum. Ævilöng afplánun.

Nei. Mongólskir hirðingjar, afrískir sléttubúar og eskimóar eru allt fyrirtaksdæmi um manneskjur sem lifa í jafnvægi við náttúruna og borða kjöt til að halda sér og sínum á lífi og við heilsu.

Í okkar samfélagi hafa dýrin hins vegar verið fjarlægð úr náttúrunni og sett í verksmiðjur þar sem við sköpum líf eftir líf eftir líf, meðvitaðar verur, og höldum þeim föngnum. Ævilöng afplánun. Sum í þrælabúðum, önnur í útrýmingarbúðum. Þetta gerum við ekki til að lifa af og halda heilsu. Þetta gerum við til að fá okkur samloku með skinku og osti, þegar ótal aðrir valkostir eru í boði.

Þykir þér þörf á að bæta stöðu grænmetisæta á Íslandi?

Ég vil heldur að við breytum öll afstöðu okkar til heimsins. Við skulum ekki bara vera enn einn hagsmunahópurinn sem berst fyrir því að við fáum okkar skerf. Reynum frekar að verða eitthvað stærra, fallegra og konunglegra en sjálfsþjónandi nautnaseggir.

Eva Bjarnadóttir

Skrifað af: Evu Bjarnadóttir

Eva Bjarnadóttir er stjórnmálafræðingur, aðfluttur Vesturbæingur og grænmetisæta sem hefur áhuga á matar- og heilsumenningu og áhrifum hennar á umhverfi okkar.

 

Hvað er hráfæði?

Til eru margar mismunandi skilgreiningar á hráfæði.

Flestir sem hafa gert hráfæði að lífsstíl borða eingöngu hráa fæðu úr jurtaríkinu. Þó eru einnig til afbrigði þar sem menn velja að borða hráar dýraafurðir í bland, eins og t.d. mjólkurvörur, egg, hunang og blómafrjókorn (e. bee pollen).

Í meginatriðum gengur hráfæði þó útá að matreiða hráefni eins og grænmeti, ávexti, hnetur, fræ, korn og sjávargróður án þess að hita upp fyrir 47°C. Þetta er gert til þess að varðveita ensímin, vítamínin og steinefnin sem eru í matnum.

Þeir sem aðhyllast hráfæði vilja meina að hluti af ensímunum (sérstaklega jurtaensímin) lifi af súra umhverfið í maganum og geti því komið að gagni við meltingu matarins áfram. Ensími eyðileggjast við 47°C og þess vegna er lögð áhersla á að hita matinn ekki upp fyrir það hitastig. Þá er hugsunin sú að ensímin sem eru til staðar í matnum hjálpi líkamanum við meltinguna. Í raun melti maturinn sig að hluta til sjálfur og minnki þar með álagið á líkamann sem hafi þá meiri orku til þess að sinna viðhaldi og uppbyggingu.

Margir velja að framreiða hluta af matnum sínum á þennan hátt, borða t.d. 70% hráfæði og 30% eldað. Það er mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum best. Skynsamlegt er fyrir þá sem hafa hug á því að prófa 100% hráfæði að kynna sér ráðlagða dagsskammta af næringarefnum, því þegar gerðar eru stórar breytingar á mataræði, sama í hvaða átt þær eru, þá er gott að vita hvað maður er að gera. Flestir vita að gamla mýtan um að við þurfum kjöt til þess að fá prótein stenst náttúrulega ekki, en það er samt gott að vita hvaðan próteinin okkar koma, hvort sem við fáum þau úr hnetum, fræjum, möndlum og spírum, eða baunum og korni eða mjólkurvörum.

Lifandi fæði

Lifandi fæði er hugtak sem menn rugla oft saman við hráfæði, en er ekki það sama. Dr. Ann Wigmore er oft kölluð móðir lifandi fæðis. Hún lagði áherslu á (eins og í hráfæði) að fæðan væri ekki hituð upp fyrir 47 °C til að varðveita ensímin. Hún vildi meina að við þyrftum að hjálpa kroppnum að melta matinn og mælti því með að hráefnið væri sett í blandara, eða væri sýrt eða gerjað. Hún notaði mikið rejuvelac, sem á íslensku er kallaður kornsafi, til að aðstoða meltinguna. Kornsafinn er bruggaður með spíruðu korni og inniheldur mikið af ensímum. Þá lagði hún einnig áherslu á að hnetur og fræ væru lagðar í bleyti fyrir notkun og jafnvel látnar spíra til þess að aflétta dvalahömlunum og lífga fræið við. Þá virkjast ensímin og geta auðveldað kroppnum að vinna næringuna úr fræinu.

Dr. Ann var mikill frumkvöðull á sviði óhefðbundinna lækninga. Hún var áhugasöm um ódýrar leiðir til þess að tryggja næga næringu. Hún einbeitti sér að því að láta rannsaka þá þætti sem hún taldi að hefðu mikil áhrif á heilsuna. Eitt af því voru spírur. Þær voru henni hugleiknar sökum þess hversu mikla næringu er hægt að fá úr litlu hráefni. Hún vann með færum vísindamönnum að rannsóknarverkefnum um spírur. Þau komust m.a. að því að næringin allt að tífaldaðist í fræinu/korninu/bauninni við spírun. Hún lagði líka ríka áherslu á að nota alltaf fyrsta flokks hráefni og hafa fræ/korn/baunir lífrænt ræktuð.

Textinn er fenginn frá Sólveigu Eiríksdóttur

Frá femínisma til dýravelferðar

Fyrir níu árum síðan tók Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ákvörðun um að gerast grænmetisæta. Hún segir að sér hafi ekki reynst erfitt að hætta að borða kjöt og fisk, en hún hafi hins vegar þurft að læra að elda upp á nýtt. Steinunn er nú í meistaranámi í New York, en helsti munurinn á því að vera grænmetisæta í stórborg er að þar í borg er alltaf gert ráð fyrir grænmetisætum.

SteinunnGG-withinfo

Hvers vegna gerðistu grænmetisæta?

Ég var kynnt fyrir bókinni The Sexual Politics of Meat eftir Carol Adams og þá var ekki aftur snúið.

Ég var kynnt fyrir bókinni The Sexual Politics of Meat eftir Carol Adams og þá var ekki aftur snúið. Í bókinni eru réttindi dýra sett í samhengi við femínisma þar sem lögð er áhersla á forréttindi. Mannfólk er í forréttindastöðu gagnvart dýrum sem það þarf að gera sér grein fyrir og ákveða hvernig það ætlar að fara með. Líkt og forréttindi karla, ófatlaðra, hvítra, gagnkynhneigðra o.s.frv. Þegar ég hafði gert mér grein fyrir þessu fannst mér ég ekki geta tekið lengur þátt í kúgun dýra, sérstaklega þar sem sú kúgun væri hluti af stærra kerfi undirokunar og misréttis.

Hvernig breyttir þú um mataræði? Reyndist þér það auðvelt eða erfitt?

Það var ekkert erfitt að hætta að borða kjöt og fisk, sérstaklega af því mig langaði ekkert lengur til þess. En maður þarf að læra ýmislegt nýtt. Ég gat ekki bara eldað hakk og spagettí eða kjötbollur og kál, eins og ég hafði lært að gera heima hjá mér. Til að byrja með var ég voða mikið að borða frosnar pizzur með ábættu áleggi eða alls konar drasl steikt á pönnu. Síðan þá hef ég tekið mig aðeins á og lært að elda alls konar nýtt, sem er mjög bragðgott og pínu hollara.

Hvernig þykir þér úrvalið verslunum vera fyrir grænmetisætur?

Heima versla ég nú almennt í Bónus og það hefur gefist vel. Þegar ég fór að sinna innkaupum fyrir athvarf sem ég vann í fyrir tveimur árum fór ég í fyrsta skipti að versla kjöt eftir að ég flutti að heiman og áttaði mig þá á hvers konar fjárhæðir ég væri búin að spara í gegnum árin með því að sleppa kjöti. Bara verð á áleggi, hakki og kjúklingi komu mér mjög á óvart! Síðan þá hef ég stundum leyft mér að kaupa oftar vörur sem mér finnst dýrar eins og mangó, chia fræ eða eitthvað álíka.

Bara verð á áleggi, hakki og kjúklingi komu mér mjög á óvart! Síðan þá hef ég stundum leyft mér að kaupa oftar vörur sem mér finnst dýrar eins og mangó, chia fræ eða eitthvað álíka.

En hvað með veitingastaði?

Matur til að grípa með sér á hraðferð er alltaf vesen á Íslandi. Hinar týpísku bensínstöðva samlokur eru bara allar með kjúklingi eða hangikjöti! Mér hefur alltaf þótt þetta svolítið vesen af því ég er mjög mikið á ferðinni, alltaf á síðustu stundu en má alls ekki við því að sleppa úr máltíð. Það væri alveg gaman að sjá fleiri samlokur með hummus og salati, eða falafel boltum, eða grilluðu grænmeti, eða avókadó og öllu hinu góða úr jurtaríkinu. Eitthvað djúsí og gott!

Hvernig hafa samskiptin við fjölskylduna gengið varðandi mataræði þitt?

Móðurbróðir minn hefur verið grænmetisæta í þrjá áratugi þannig að þetta er ekkert nýtt í minni fjölskyldu. Þegar ég er í mat hjá foreldrum mínum er annað hvort grænmetismatur eða ég elda eitthvað aukalega.

Sambýlismaður minn er ekki grænmetisæta en heima eldum við bara grænmetismat. Hann er mjög ánægður með þetta fyrirkomulag og segist borða mun fjölbreyttari mat í dag en áður.

Hefur þú rekist á einhverjar góðar hugmyndir í New York sem mætti kynna á Íslandi?

Í svona fjölmenningarsamfélagi eins og hér er alltaf gert ráð fyrir grænmetisætum alls staðar. Þannig að ef maður mætir á fundi, fer í hópferðalög, í kokteilboð, eða annað þar sem hópur fólks kemur saman, er alltaf gert ráð fyrir grænmetisætum. Heima á Íslandi mætti stundum gera ráð fyrir meiri margbreytileika mannlífsins.

Heima á Íslandi mætti stundum gera ráð fyrir meiri margbreytileika mannlífsins.

Því er gjarnan haldið fram að grænmetisfæði sé hollara en hefðbundið mataræði, er það rétt að þínu mati?

Það fer algjörlega eftir því hvað maður velur að borða! Það er ekkert mál að borða pizzur, franskar, kók og súkkulaði í öll mál. Hins vegar þegar maður tekur kjöt, fisk og jafnvel mjólkurvörur út úr mataræðinu, þá þarf að bæta upp slatta af hitaeiningum sem er hægt að gera með grænu salati, og öðru grænmeti, ásamt ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum og stórauka þannig neyslu á hollum mat.

Ættu allir að vera grænmetisætur?

Allir ættu að íhuga að minnka neyslu á kjöti og mjólkurvörum. Það er algjör óþarfi að borða kjöt í mötuneytinu í hádeginu og svo aftur heima á kvöldin. Það fer óheyrilegt ræktarland og vatn í það eitt að rækta dýrafóður fyrir sláturdýr í heiminum í dag. Þannig að fyrir þau sem vilja draga úr þjáningu dýra og taka þátt í að bæta umhverfið, er kjötlaus máltíð góð leið til þess.

 

Týpískur grænkeradagur:

Morgunmatur : Hafragrautur með möndlumjólk, kanilsykri og rúsínum + kaffi

Hádegi: Hér í New York er alls staðar hægt að kaupa bakka með grænmetissushi þannig að það verður mjög oft fyrir valinu.

Snarl: Beygla með avókadó eða ristað brauð með hummus.

Kvöldmatur: Raw-lasagna úr Heilsuréttabókinni hennar Sollu, rosa gott!

Eva Bjarnadóttir

Skrifað af: Evu Bjarnadóttir

Eva Bjarnadóttir er stjórnmálafræðingur, aðfluttur Vesturbæingur og grænmetisæta sem hefur áhuga á matar- og heilsumenningu og áhrifum hennar á umhverfi okkar.

Gagnleg öpp í snjallsímann

Hér höfum við tekið saman nokkur frí smáforrit (á ensku) sem þægilegt er að hafa tiltæk í símanum og geta gripið í á ferðinni.

 

21-Day Vegan Kickstart (iPhone)

image06image02

Frábært 21 daga matarplan fyrir byrjendur í vegan fæði. Uppskriftir og leiðbeiningar fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat ásamt snarli fyrir hvern dag í 21 daga. Auðveldar nýjum grænmetisætum lífið með góðum hugmyndum.

 

 

Happy Cow (iPhone, Android, Windows)

image07image08

Happy Cow appið sparar grænmetisætum sporin á ferðalagi um önnur lönd. Appið veitir aðgang að umfangsmiklum gagnagrunni af veitingastöðum og verslunum sem henta grænmetisætum og vegan víðast hvar um heiminn. Hvort sem þú ert í nýrri borg, að undirbúa ferðalag eða vilt einfaldlega prófa eitthvað nýtt þá þetta app ómissandi leiðarvísir.

 

 

E Food Additives (iPhone*)

image01image05

Flettu upp E-efnum fljótt og örugglega með þessu appi. Greinargóðar upplýsingar um hvert þeirra og merkingar eftir uppruna (planta, baktería, dýr, steinefni, fiskur o.s.frv). Efnin eru litaflokkuð eftir því hversu hættuleg þau erutalin vera og hægt er að fletta upp eftir heiti, E-númeri eða litamerkingu. (Sjá frekari upplýsingar um e-efni).

 

*Sambærilegt app fyrir Android síma er E-Inspect Food additives.

 

 

Cruelty-Free (iPhone, Android)

image09

Nú gæti ekki verið auðveldara eða fljótlegra að komast að því hvaða vörur eru ekki prófaðar á dýrum (e. cruelty-free). Bæði er hægt að fletta upp í listanum eftir vöru eða framleiðanda og fá upplýsingar. Athugið þó að “cruelty-free” þýðir ekki endilega að varan innihaldi engar dýraafurðir. (Sjá nánar um snyrtivörur).

 

 

Is It Vegan? (iPhone, Android)

image04image10

Með þessu appi er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá að vita hvort varan sé vegan. Einnig er í boði að leita handvirkt að vöru eða innihaldsefni og fá upplýsingar. Hentugt út í búð þegar maður vill skjót svör og þekkir ekki til efna á borð við ergocalciferol, xylitol eða carminic acid.

 

 

Animal-Free (iPhone, Android)

image00image03

Sams konar app og Is It Vegan? en Animal-Free er gott almennt uppflettirit fyrir hvers kyns innihaldsefni. Hentar hverjum þeim sem vill taka meðvitaðri ákvarðanir um mataræði og innkaup.

 

Prótein spurningin

Matarræðið mitt er mikilvægur hluti af mínu lífi. Þrátt fyrir það þá kynni mig ekki sem grænmetisætu eða byrja að ræða það af fyrra bragði. Það verður samt oft þannig að það ber á góma. Fólk hefur sínar skoðanir og athugasemdir en í langflestum tilvikum er fólk aðallega forvitið. Er þetta ekki erfitt? Hvað borðar þú þá? Máttu borða A, B eða C? Hvað með restina af fjölskyldunni? Hvernig færðu nóg prótein?

Prótein spurningin er eitthvað sem grænmetisætur þurfa oft að svara. Almenningi hefur ítrekað verið sagt að prótein sé mikilvægasta næringarefnið. Það sporni við hungri, byggi upp vöðva og það sé lykillinn að því að grennast. Tískusveiflur í megrunarheiminum eins og Atkins, hellisbúa fæði og önnur lág kolvetna/há prótein matarræði leggja áherslu á hátt hlutfall próteina í mat. Það er ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af “vesalings” grænmetisætunum og börnunum þeirra.

Hvað þurfum við mikið prótein?

 

Það þýðir að staðal 70 kg Jóninn þarf um 56 grömm á dag og staðal Gunnan þarf um 46 grömm á dag.

Vísindamenn hafa ekki alveg getað neglt það niður nákvæmlega. Opinberar tölur um próteinþörf fullorðinna eru 0.8gr á hvert kíló líkamsþyngdar. Það þýðir að staðal 70 kg Jóninn þarf um 56 grömm á dag og staðal Gunnan þarf um 46 grömm á dag. Þetta eru ríflegar tölur sem eiga að dekka alla.

Aðrir segja að við þurfum ennþá minna, að markmiðið eigi að vera að fá sjö-10% af orkunni sem við borðum, sem prótein. Nú rifjum við upp smá stærðfræði og næringarfræði: Hvert gramm af próteini gefur fjórar kcal af orku svo að sá sem borðar um 1800 kcal á dag ætti að miða við að fá á milli 30 og 45 gr af próteini daglega. Konur með barn á brjósti og þungaðar konur þurfa líklega örlítið meira sem og þeir/þær sem stunda mjög strangar líkamsæfingar.

Langflestir borða miklu meira prótein en þetta. Nýlegar tölur frá Bandaríkjunum sýna að karlmenn þar borði nærri 100 grömmum á dag og konur um 68 grömm á dag. Prótein skortur sem sjúkdómur þekkist ekki meðal fólks sem nærist eðlilega og umtal um þessa miklu próteinþörf virðist vera að mestu uppsprottin frá fyrirtækjum sem vilja selja okkur prótein drykki og aðrar prótein bættar vörur.

Fæstir skipuleggja matseðilinn út frá ráðlögðum dagskömmtum af öllum nauðsynlegum næringarefnum. Til að vera alveg viss um að vera að fá nóg af próteini er auðvelt að lesa um næringargildi á umbúðum matvæla eða á netinu. Hafið í huga að hvert gramm af próteini gefur fjórar kcal svo að tvö til þrjú grömm af próteinum fyrir hverjar 100 kcal af orku eru alveg nóg til að uppfylla þessi sjö til 10%.

Hvaðan fá grænmetisætur prótein?

Þegar minnst er á prótein er algengt að komi í hugann mynd af stórri nautasteik. Naut eru stór og sterk og vöðvar þeirra uppfullir af próteinum svo þau hljóta að vera að borða eitthvað svakalega hollt. Þau borða aðallega gras.

 

Það eru nefnilega prótein í öllu grænmeti. Um það bil 7% hitaeininga í venjulegum hvítum kartöflum er prótein, sama hlutfall í vatnsmelónu og í hvítum hrísgrjónum

Það eru nefnilega prótein í öllu grænmeti. Um það bil 7% hitaeininga í venjulegum hvítum kartöflum er prótein, sama hlutfall í vatnsmelónu og í hvítum hrísgrjónum. Í baunum 23% og spínati 30%. Algengar prótein afurðir fyrir grænmetisætur eru til dæmis tófú sem er 41% prótein, tempeh 33% og hveiti glútein (seitan) 81% prótein (allar tölur fengnar af vefsíðunni http://nutritiondata.self.com)

. Af þessu má sjá að það er leikur einn að uppfylla próteinþörfina á grænmetisfæði einu saman. Ef þú borðar nóg til að vera ekki svangur/svöng þá er ekki hægt að fá of lítið af próteinum hvort sem þú ert grænmetisæta eða alæta! Þeir sem þurfa fleiri grömm af próteinum á dag, eins og þungaðar konur og atvinnu íþróttafólk, ná því með því að borða meira af mat og þurfa ekki að stóla á prótein sjeika eða prótein stangir.

Er prótein það sama og prótein?

Byggingarefni próteina eru svokallaðar amínósýrur. Mannslíkaminn notar 20 mismunandi amínósýrur sem hann raðar saman til að búa til prótein. Sumar þeirra verðum við að fá úr fæðunni en hinar getur líkaminn búið til sjálfur. Prótein gjöfum er stundum skipt í “fullkomin” og “ófullkomin” prótein. Fullkomin prótein eru þau sem hafa allar tegundir amínósýra sem við þurfum og ófullkomin eru þau sem upp á vantar eina eða fleiri amínósýru. Þau prótein sem eru líkust okkar eigin, eru prótein úr mannakjöti. Þar á eftir koma prótein úr dýraafurðum og ólíkustu próteinin koma úr plöntuafurðum (grænmeti, ávöxtum, baunum, hnetum og korni). Sem betur fer er líkaminn það vel hannaður að við þurfum ekki að borða nágrannann til að halda lífi. Hann getur auðveldlega sett saman þau prótein sem þörf er á úr þeim amínósýrum sem eru í fæðunni hverju sinni í bland við það sem hann hefur endurunnið. Sú mýta að það þyrfti að borða í sömu máltíðinni fæðutegundir, t.d. korn og baunir sem bæta hvor aðra upp í amínósýrum hefur verið afsönnuð fyrir löngu.

Er eitthvað að því að borða of mikið prótein?

 

Við grænmetisæturnar á þessum bæ þökkum umhyggjuna en við erum alveg í góðum málum. Okkar prótein koma umvafin trefjum, andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. En þín?

Ef þú velur próteinin þín vel og ferð ekki offörum, þá er líklega hættulítið að borða meira en 10% prótein. Plöntuprótein eru mun öruggari en dýraprótein. Það er aukið álag á nýrun að þurfa að skilja út niðurbrotsefni dýrapróteina svo þeir sem hafa takmarkaða nýrnastarfsemi þurfa að passa sig. Neysla á dýrapróteinum (kjöt og mjólk) hefur líka verið tengd við beinþynningu og ýmsar tegundir krabbameina, sérstaklega ristils, brjósta og blöðruhálskirtils. Plöntuprótein í háum skömmtum hafa ekki sýnt sömu neikvæðu áhrifin. Dýrapróteinin virðast auka framleiðslu á efni sem kallast IGF-1, Insulin Growth Factor-1 sem hvetur vöxt. Einföldun á flókinni kenningu er sú að þegar líkaminn hefur of mikið af byggingarefni á lager leggst hann í óæskilegar framkvæmdir eins og að mynda æxli. Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa sér til um þetta ættu að leita að efni um IGF-1 á netinu.

Við grænmetisæturnar á þessum bæ þökkum umhyggjuna en við erum alveg í góðum málum. Okkar prótein koma umvafin trefjum, andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. En þín?

PS. Nei þetta er ekkert erfitt lengur. Við borðum allskonar grænmeti, ávexti, korn, hnetur og baunir. Ég MÁ borða það sem mig langar í og fjölskyldan er öll samstíga heima í að sneiða hjá dýraafurðum en við erum sum sveigjanleg með mjólkuvörur utan heimilis.

Katrín Sigurðardóttir