Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Viðburðir

Kynningarfundur Veganúar 2018

Komdu á kynningarfund Veganúar 2018.
Allt sem þú þarft að vita til að prófa vegan lífstílinn í janúar.

Hvar?
Bíó Paradís
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Hvenær?

Miðvikudaginn 3. janúar
klukkan 20:00 – 21:30

Allar nánari upplýsingar er að finna á viðburðarsíðu fundarins á facebook:
https://www.facebook.com/events/521335051592754/?active_tab=about

Veganuary Iceland kick-off meeting, all you need to know to participate in January 2018.

 

Aðalfundur 2017

Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 20. september 2017 – klukkan 20.00 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík

 Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.

Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Veganúar 2017, Pálínuboð, bíósýning á What the Health í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar og reikningar
  2. Kosning um lagabreytingar
  3. Kosning um hvatningarverðlaun samtakanna
  4. Kosning stjórnar
  5. Önnur mál

Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: samtok@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.

Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi – 2016

13950543_10153972334398198_1292086199_oSamtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14,Thorsplani í Hafnarfirði. Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar.

Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos .

Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar

Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi atburðarsíðu á facebook: Vegan Festival

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Cowspiracy í Bíó Paradís – 16.janúar

Cowspiracy: The Sustainability Secret
Sýning: 16.janúar, Bíó Paradís
Sýningartími: 20:00
Nánari upplýsingar: http://on.fb.me/1OZDh3u

Aðgangur er gjaldfrjáls en Samtökin taka við frjálsum framlögum sem aðgangseyri 🙂

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni Cowspiracy þann 16.janúar næstkomandi í tilefni af árlega átakinu Veganúar. Markmið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Cowspiracy: The Sustainability Secret er byltingarkennd heimildarmynd sem fylgir óhræddum kvikmyndagerðamanni þar sem hann flettir ofan af skaðvænlegasta iðnaði í heiminum í dag og rannsakar af hverju helstu umhverfisverndarsamtök heimsins hræðast að tala um hann. Þessi blygðunarlausa en jafnframt skemmtilega heimildarmynd afhjúpar hin gríðarlegu umhverfisáhrif sem verksmiðjubúskapur hefur á jörðina.

Dýraframleiðsla er stærsta orsök skógar- og regnskógaeyðingar, veldur mestri vatnssóun í heimi og er ábyrg fyrir meiri losun gróðurhúsalofttegunda heldur en allar samgöngur í heiminum samanlagt. Jafnframt stuðlar hún að útrýmingu dýrategunda, eyðileggingu búsvæða, jarðvegseyðingu, dauða svæða sjávar og telja mætti upp nánast hvaða umhverfisskaðvald sem er. Samt sem áður fær dýraframleiðsla að starfa áfram nánast afskiptalaus.

Af því það er takmarkaður fjöldi sæta í boði er nauðsynlegt að skrá sig hér:
http://bit.ly/1nfs16D

p10935874_p_v8_aaTitill: Cowspiracy: The Sustainability Secret
Tegund: Heimildarmynd
Leikstjórn: Kip Andersen, Keegan Kuhn
Lengd: Um 90 mín.
Framleiðendur: AUM Films, First Spark Media
Vefsíða: www.cowspiracy.com

Veganúar 2016!

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinni árlegu Veganúar áskorun í annað sinn í samstarfi við alþjóðlegu Veganuary hreyfinguna. Um er að ræða átak sem hófst í Englandi í janúar 2014 og hefur náð til þátttakenda í fjölmörgum löndum. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Vefsíða Veganúar á Íslandi er www.veganuar.is en þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og tengil á skáningu í áskorunina. Á næstu dögum bætist við mikið stuðningsefni, m.a. yfirlit yfir margs konar vegan vörur í íslenskum verslunum, tenglar á íslenskar vegan uppskriftarsíður og matarplön sem áhugasamir geta nýtt sér án endurgjalds.

Ókeypis fræðslufundur verður haldinn á Sólon í Bankastræti mánudaginn 4. janúar klukkan 19.00. Þar verður farið yfir hvernig hægt er að fara í gegnum þennan vegan mánuð á auðveldan og ljúffengan hátt og ýmis góð ráð gefin. Skráning á fræðslufundinn fer fram á Facebook og tengil má finna á www.veganuar.is

Einnig er vakin athygli á Snapchat Veganúar þar sem bæði reynt vegan fólk og nýgræðingar munu láta ljós sitt skína á hverjum degi allan janúarmánuð. Notandanafn: veganuar

Fleiri viðburðir eru í bígerð og verður tilkynnt um þá von bráðar.

Samtökin hvetja fjölmiðla til að gera Veganúar góð skil og gefa vegan uppskriftum og málefni veganisma sérstakan gaum í janúar. Jafnframt eru matsölustaðir, verslanir og framleiðendur hvattir til að styðja átakið með bættum merkingum og framboði vegan valkosta.

fréttablaðið 30.desember 2016

 

Grillveisla í Hellisgerði.

Samtök grænmetisæta á Íslandi efna til grillveislu laugardaginn 15. ágúst. Veislan fer fram í Hellisgerði í Hafnarfirði og hefst klukkan 14.00. Grillveislan er opin öllum og stoppar strætóleið 1 rétt hjá svæðinu.

Hægt verður að fá vegan pylsur með öllu ásamt lífrænu gosi á 500kr og gæða sér á hnetu- og ávaxtanarti í boði Sólgætis.

Gestir eru beðnir að taka með sér reiðufé þar sem enginn posi verður á staðnum. Hraðbankar eru hins vegar í stuttri göngufjarlægð frá garðinum, í Landsbankanum Fjarðargötu og Íslandsbanka Strandgötu.

Pylsurnar verða frá vörumerkinu Veggyness sem ást & bygg flytur inn. Þær verða í grófu Nettó pylsubrauði og auk annars meðlætis verður hægt að fá sér Naturata remúlaði sem Yggdrasill heildsala flytur inn. Lífræna gosið verður Whole Earth gos frá Heilsa.

 

Veganúar: Vegan í janúar

Markmið Veganúar er að draga úr þjáningu dýra með því að hvetja fólk, frá öllum heimshornum, til að gerast vegan í einn mánuð. Veganúar er núna kominn til Íslands og höfum við í Samtökum grænmetisæta á íslandi sett upp síðu til hvatningar og fræðslu þeim sem vilja taka þátt.

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.

Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.

Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

Smelltu á myndina hér að neðan til þess að skoða Veganúar síðu samtakana!

Screen Shot 2015-01-12 at 21.38.34

 

 

 

Vegan Pálínuboð á þrettándanum!

Eftir vel heppnuð pálínuboð síðustu 2 ár hefur er komið að vegan pálínuboði á þrettándanum! Tilvalið að hittast á nýju ári og byrja árið vel í góðum félagsskap!

Eins og áður kemur hver og einn með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða meðlæti virkar vel, ef ykkur vantar hugmyndir ekki hika við að spyrja okkur ráða! Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN til að hann henti sem flestum. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burt séð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald.

Við munum hafa aðgang að bökunarofni og gashellum til að hita upp matinn.

Hittingurinn verður að Friðarshúsinu, Njálsgötu 87.

Hægt er að skrá sig í viðburðinn á facebook hér: Vegan Pálínuboð á þrettándanum

Kort:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map

Dear english speaking vegetarians and vegans!

We’re hosting a vegan potluck and would like you to join us. Each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It’s vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it doesn’t have to be complicated and we’re hoping to see a variety of courses. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

 

Facebook event page: Vegan Potluck in Reykjavík

Map to the location:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map