Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Cowspiracy í Bíó Paradís – 16.janúar

Cowspiracy: The Sustainability Secret
Sýning: 16.janúar, Bíó Paradís
Sýningartími: 20:00
Nánari upplýsingar: http://on.fb.me/1OZDh3u

Aðgangur er gjaldfrjáls en Samtökin taka við frjálsum framlögum sem aðgangseyri 🙂

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni Cowspiracy þann 16.janúar næstkomandi í tilefni af árlega átakinu Veganúar. Markmið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Cowspiracy: The Sustainability Secret er byltingarkennd heimildarmynd sem fylgir óhræddum kvikmyndagerðamanni þar sem hann flettir ofan af skaðvænlegasta iðnaði í heiminum í dag og rannsakar af hverju helstu umhverfisverndarsamtök heimsins hræðast að tala um hann. Þessi blygðunarlausa en jafnframt skemmtilega heimildarmynd afhjúpar hin gríðarlegu umhverfisáhrif sem verksmiðjubúskapur hefur á jörðina.

Dýraframleiðsla er stærsta orsök skógar- og regnskógaeyðingar, veldur mestri vatnssóun í heimi og er ábyrg fyrir meiri losun gróðurhúsalofttegunda heldur en allar samgöngur í heiminum samanlagt. Jafnframt stuðlar hún að útrýmingu dýrategunda, eyðileggingu búsvæða, jarðvegseyðingu, dauða svæða sjávar og telja mætti upp nánast hvaða umhverfisskaðvald sem er. Samt sem áður fær dýraframleiðsla að starfa áfram nánast afskiptalaus.

Af því það er takmarkaður fjöldi sæta í boði er nauðsynlegt að skrá sig hér:
http://bit.ly/1nfs16D

p10935874_p_v8_aaTitill: Cowspiracy: The Sustainability Secret
Tegund: Heimildarmynd
Leikstjórn: Kip Andersen, Keegan Kuhn
Lengd: Um 90 mín.
Framleiðendur: AUM Films, First Spark Media
Vefsíða: www.cowspiracy.com