Samtök grænmetisæta á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Aðalfundur samtaka grænmetisæta á Íslandi

 

Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 19.00 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík

 Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.

Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Vegan grill í Hellisgerði í Hafnarfirði, regluleg Pálínuboð, Veganúar, bíósýning á Cowspiracy í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.

Meðfylgjandi þessu fundarboði er lítið spjald sem við hvetjum þig til að dreifa til þeirra veitingastaða með vegan valkosti sem þú velur að heimsækja.

Dagskrá fundar:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Kosning um lagabreytingar (sjá viðauka)
 3. Kosning um hvatnignarverðlaun samtakanna
 4. Kosning stjórnar
 5. Önnur mál

Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: graenmetisaetur@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.

Stjórn Samtaka grænmetisæta skipa í dag:

 • Sigvaldi Ástríðarson – formaður
 • Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir – Upplýsingafulltrúi
 • Sara Ingvarsdóttir – Gjaldkeri
 • Anna Lilja Karlsdóttir – Meðstjórnandi
 • Arna Sigrún Haraldsdóttir – Meðstjórnandi
 • Lowana Veal – Meðstjórnandi
 • Magnús Reyr Agnarsson – Meðstjórnandi
 • Ragnar Freyr Pálsson – Meðstjórnandi

 

Vel heppnað Vegan festival í Hafnarfirði!

Takk fyrir frábæran dag í gær, kæru vinir!

Við viljum þakka ómetanlegan stuðning tónlistarmannanna sóley !og Bróðir BIG, allra sjálfboðaliðanna okkar og ekki síður eftirfarandi fyrirtækja sem gerðu okkur mögulegt að hrinda festivalinu í framkvæmd: Gló, Krónan,Heilsa sem útvegaði Whole Earth Foods gosdrykkina, Klaki – kolsýrt vatn,Oumph!, ást & bygg – umboðsaðila Veggyness pylsanna, Ræstivörur – umboðsaðila Vegware einnota borðbúnaðarins sem er gerður úr plöntum og brotnar 100% niður í náttúrunni, Securitas og Hafnarfjarðarbær.

Vegan festival 2017 verður ennþá stærra 🙂

13892376_10155384615024988_5316402753013412954_n 13902652_10155384615194988_7998255806554632425_n

 

Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi – 2016

13950543_10153972334398198_1292086199_oSamtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14,Thorsplani í Hafnarfirði. Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar.

Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos .

Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar

Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi atburðarsíðu á facebook: Vegan Festival

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Vegan Ostur hjá Pizzunni.

“Pítsustaður­inn Pizz­an setti veg­an-ost­inn á mat­seðil hjá sér eft­ir að hafa fengið áskor­an­ir frá veg­an-sam­fé­lag­inu hér á landi og viðtök­urn­ar hafa verið góðar að sögn Hákons Atla Bjarka­son­ar, rekstr­ar­stjóra. Stefnt sé að því að halda þessu áfram: „Við ætl­um að sjá hvort birg­inn geti annað okk­ur. Það gæti komið smá pása,“ seg­ir Há­kon.”

Fréttinn á mbl í heild sinni:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/01/29/for_hreinlega_allt_a_hlidina/

Cowspiracy í Bíó Paradís – 16.janúar

Cowspiracy: The Sustainability Secret
Sýning: 16.janúar, Bíó Paradís
Sýningartími: 20:00
Nánari upplýsingar: http://on.fb.me/1OZDh3u

Aðgangur er gjaldfrjáls en Samtökin taka við frjálsum framlögum sem aðgangseyri 🙂

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni Cowspiracy þann 16.janúar næstkomandi í tilefni af árlega átakinu Veganúar. Markmið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Cowspiracy: The Sustainability Secret er byltingarkennd heimildarmynd sem fylgir óhræddum kvikmyndagerðamanni þar sem hann flettir ofan af skaðvænlegasta iðnaði í heiminum í dag og rannsakar af hverju helstu umhverfisverndarsamtök heimsins hræðast að tala um hann. Þessi blygðunarlausa en jafnframt skemmtilega heimildarmynd afhjúpar hin gríðarlegu umhverfisáhrif sem verksmiðjubúskapur hefur á jörðina.

Dýraframleiðsla er stærsta orsök skógar- og regnskógaeyðingar, veldur mestri vatnssóun í heimi og er ábyrg fyrir meiri losun gróðurhúsalofttegunda heldur en allar samgöngur í heiminum samanlagt. Jafnframt stuðlar hún að útrýmingu dýrategunda, eyðileggingu búsvæða, jarðvegseyðingu, dauða svæða sjávar og telja mætti upp nánast hvaða umhverfisskaðvald sem er. Samt sem áður fær dýraframleiðsla að starfa áfram nánast afskiptalaus.

Af því það er takmarkaður fjöldi sæta í boði er nauðsynlegt að skrá sig hér:
http://bit.ly/1nfs16D

p10935874_p_v8_aaTitill: Cowspiracy: The Sustainability Secret
Tegund: Heimildarmynd
Leikstjórn: Kip Andersen, Keegan Kuhn
Lengd: Um 90 mín.
Framleiðendur: AUM Films, First Spark Media
Vefsíða: www.cowspiracy.com

Veganúar 2016!

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinni árlegu Veganúar áskorun í annað sinn í samstarfi við alþjóðlegu Veganuary hreyfinguna. Um er að ræða átak sem hófst í Englandi í janúar 2014 og hefur náð til þátttakenda í fjölmörgum löndum. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Vefsíða Veganúar á Íslandi er www.veganuar.is en þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og tengil á skáningu í áskorunina. Á næstu dögum bætist við mikið stuðningsefni, m.a. yfirlit yfir margs konar vegan vörur í íslenskum verslunum, tenglar á íslenskar vegan uppskriftarsíður og matarplön sem áhugasamir geta nýtt sér án endurgjalds.

Ókeypis fræðslufundur verður haldinn á Sólon í Bankastræti mánudaginn 4. janúar klukkan 19.00. Þar verður farið yfir hvernig hægt er að fara í gegnum þennan vegan mánuð á auðveldan og ljúffengan hátt og ýmis góð ráð gefin. Skráning á fræðslufundinn fer fram á Facebook og tengil má finna á www.veganuar.is

Einnig er vakin athygli á Snapchat Veganúar þar sem bæði reynt vegan fólk og nýgræðingar munu láta ljós sitt skína á hverjum degi allan janúarmánuð. Notandanafn: veganuar

Fleiri viðburðir eru í bígerð og verður tilkynnt um þá von bráðar.

Samtökin hvetja fjölmiðla til að gera Veganúar góð skil og gefa vegan uppskriftum og málefni veganisma sérstakan gaum í janúar. Jafnframt eru matsölustaðir, verslanir og framleiðendur hvattir til að styðja átakið með bættum merkingum og framboði vegan valkosta.

fréttablaðið 30.desember 2016

 

Rannsókn mistúlkuð – veganismi kálar ekki náttúrunni

Frétt um skaðleg áhrif grænmetisfæðis á umhverfið hefur birst á mörgum fréttamiðlum í dag og því vilja Samtök grænmetisæta á Íslandi koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu:

Umræddar fréttir fjalla um rannsókn á vegum Carnegie Mellon University sem á að hafa sýnt fram á að grænmetisfæði hafi skaðlegri áhrif á umhverfið en hefðbundið bandarískt mataræði. Þegar nánar er rýnt í rannsóknina kemur í ljós að sú ályktun er röng. Sá samanburður sem rannsakendur gera skoðar muninn á mismunandi samsetningu mataræðis samsettu úr bæði jurta- og dýraafurðum út frá vatnsnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda á bak við hverja hitaeiningu. Hreint grænmetisfæði er hvergi mælt í rannsókninni en við samanburðinn eru skoðaðar þær tegundir grænmetis sem fæstar hitaeiningar hafa á móti þeim dýraafurðum sem hafa flestar hitaeiningar. Ef gengið er t.d. út frá því að manneskja sem hættir að borða beikon bæti þær hitaeiningar allar upp með neyslu á káli en slíkt væri með öllu óraunhæft. Í 100 grömmum af steiktu beikoni eru 513 hitaeiningar en aðeins 12 hitaeiningar eru í 100 grömmum af jöklasalati. Ef miðað er við forsendur rannsóknarinnar þyrfti að borða 43 kíló af salati fyrir hver 100 grömm af beikoni sem yrði sleppt.

Ef miðað er við forsendur rannsóknarinnar þyrfti að borða 43 kíló af salati fyrir hver 100 grömm af beikoni sem yrði sleppt.

604500438_8931070402_oVissulega er hægt að fallast á að ræktun slíks magns af káli geti hugsanlega krafist meiri vatnsnotkunar en framleiðsla 100 gramma af beikoni, en samanburðurinn er með öllu fráleitur. Að auki gerir samanburðurinn ráð fyrir aukinni neyslu mjólkurafurða og sjávarfangs sem að meðaltali hafa meiri mengandi áhrif en jurtafæði. Í samtali við Huffington Post segja rannsakendur að niðurstöðurnar séu ekki þær að grænmetisfæði sé meiri mengunarvaldur en dýraafurðir, heldur þær að SUMT grænmeti kosti meiri auðlindir en SUMT kjöt ef mælt er hitaeiningu fyrir hitaeiningu.

Það er fullljóst að enginn neytir orkusnauðs grænmetis sem aðalorkugjafa máltíða heldur er það fyrst og fremst meðlæti sem neytt er í litlu magni með orkuríkari fæðu á borð við baunir, korn, hnetur og fræ. Orkusnautt grænmeti hefur þó þann kost að bæta trefjum, vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og fjölda plöntunæringarefnum við máltíðina.

Framleiðsla dýra og afurða þeirra er óumdeilanlega einn versti mengunarvaldur heimsins og hafa Sameinuðu þjóðirnar t.a.m. gefið út skýrslu um mikilvægi þess að mannkynið dragi verulega úr neyslu dýraafurða til að sporna við áhrifum mengunar. Það er auðséð fyrir hvern þann sem skoðar málið að sú aðferðafræði að nota dýrin sem millilið fyrir orku og næringu er afskaplega kostnaðarsöm leið til að sjá mannkyninu fyrir mat. Einn nautgripur borðar og drekkur á hverjum degi margfalt meiri vökva og orku en ein manneskja gæti nokkurn tímann gert. Ef sama ræktarland og er notað til að fóðra gripinn væri nýtt til að rækta jurtafæði til manneldis næðist fram umtalsvert betri nýting vatns og lands. Dýrið þarf svo að lifa í einhverja mánuði eða ár áður en það og/eða afurðir þess eru nýttar til matar, en alla þess stuttu ævi skilar það frá sér gríðarlegum úrgangi – m.a. metangasi – sem veldur þannig mikilli mengun til viðbótar.

Gylta á íslensku svínabúi.

Gylta á íslensku svínabúi.

Þar sem framleiðsludýr til manneldis eru jurtaætur er það einfaldlega reikningsdæmi sem ekki gengur upp að halda því fram að jurtafæði sem maður neytir beint af akrinum sé meiri mengunarvaldur en ef sama hráefni væri unnið í gegnum líkama dýrs, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð áður en dýrinu er slátrað til neyslu.

Loks má benda á að í inngangi þeirrar rannsóknar sem hin villandi frétt byggir á er bent á að rannsóknir hafi sýnt fram á að í Evrópu dragi neysla jurtafæðis verulega úr umhverfismengun, en það staðfestir yfirgnæfandi meirihluti þeirra vönduðu rannsókna sem gerðar hafa verið.
Samtök grænmetisæta á Íslandi hvetja fjölmiðla til vandaðs fréttaflutnings um umhverfisáhrif matvælaiðnaðarins og benda áhugasömum lesendum á hina metnaðarfullu heimildarmynd, Cowspiracy, sem fjallar ítarlega um málið.

Sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum

Samtök grænmetisæta á Íslandi fagna því framtaki ríkisstjórnar Íslands að blása til sóknar í loftslagsmálum. Nauðsynlegt er fyrir komandi kynslóðir að hið opinbera jafnt sem fyrirtæki og einstaklingar taki tafarlaust höndum saman til að draga úr mengun og vinni gegn áhrifum hennar. Allir þættir sóknaráætlunar sem kynntir voru í dag, 25. nóvember 2015, eru mikilvæg og verðug verkefni. Samtökin vilja hins vegar vekja athygli á því að í áætlunina vantar einn stærsta áhrifaþáttinn í losun gróðurhúsalofttegunda.

Þekkt er að framleiðsla dýra og afurða þeirra er stærsti skaðvaldur heimsins er kemur að umhverfismengun. Allt frá ræktun dýranna til framleiðslu afurða þeirra hefur í för með sér meiri losun gróðurhúsalofttegunda en nokkur annar iðnaður. Allar samgöngur heimsins á sjó, lofti og jörðu niðri gefa frá sér minna magn þessa efna en landbúnaðurinn. Víða hefur verið vakin athygli á mikilvægi þess að stýra neyslu einstaklinga meira í átt að jurtafæði og draga úr neyslu kjöts og annarra dýraafurða, m.a. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2010. Því má ljóst vera að til viðbótar við þau verkefni sem þegar hafa verið kynnt er áríðandi og nauðsynlegt að ríkisstjórn Íslands hugi að aðgerðum til að styðja við aukna framleiðslu og neyslu á grænmeti og öðru jurtafæði, svo sem ávöxtum, baunum, hnetum, fræjum og korni.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2012 um útstreymi lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum (nánari upplýsingar) nam losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá öllum samgöngum og annarri eldsneytisbrennslu 870.000 tonnum en samanlögð losun landbúnaðar og fiskveiða var rúmum 33% meiri eða 1.168.000 tonn. Að auki olli losun þurrkaðs lands eða framræst mólendi tvöfalt meiri losun en öll önnur losun hér á landi, en mestur hluti þessa er vegna túngerðar fyrir landbúnað. (RÚV, Kastljós, miðvikudaginn 18. nóvember).

Samtök grænmetisæta á Íslandi hvetja almenna neytendur til að styðja markmið um umhverfisvernd með því að draga úr neyslu dýraafurða og auka hlutfall fæðu úr jurtaríkinu. Ennfremur hvetja samtökin til þess hið opinbera láti gera áreiðanlega og nákvæma útreikninga sem sýni óyggjandi samanburð á mismunandi valkostum í fæðuvali á Íslandi. Nauðsynlegt er fyrir hinn almenna neytanda að geta borið saman kolefnisfótspor dýra- og jurtaafurða, bæði innlendrar framleiðslu og innfluttrar.

Umfjöllun um dýraníð í fjölmiðlum

Samtök grænmetisæta á Íslandi fagnar nýlegri umfjöllun um dýraníð á íslenskum svína-, kjúklinga- og nautgripabúum. Mörgum sárnar að sjá áverkana sem dýrin hafa hlotið vegna slæmrar aðstöðu þeirra og heyrast háværar raddir um að fá að vita á hvaða búum verstu tilvikin voru.

Besta leiðin til að forðast að styðja við þetta dýraníð er að velja þann kost að borða ekki dýr og afurðir þeirra. Vert er að nefna að á öllum svínabúum sem skoðuð voru fundust gyltur með legusár!

Þakka ber sérstaklega fréttastofu RÚV fyrir eftirfarandi fréttir.

Þrengsli, for og bleyta á nautgripabúum.

Brunasár á kjúklingum.

Sprenging í ábendingum um illa meðferð á dýrum

„Velferð dýra er fórnað“

Allt að önnur hver gylta með legusár

Þrengsti básinn innan við 50 cm breiður

Íslensk svín á alltof þröngum básum