Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Veganúar: Vegan í janúar

Markmið Veganúar er að draga úr þjáningu dýra með því að hvetja fólk, frá öllum heimshornum, til að gerast vegan í einn mánuð. Veganúar er núna kominn til Íslands og höfum við í Samtökum grænmetisæta á íslandi sett upp síðu til hvatningar og fræðslu þeim sem vilja taka þátt.

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.

Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.

Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

Smelltu á myndina hér að neðan til þess að skoða Veganúar síðu samtakana!

Screen Shot 2015-01-12 at 21.38.34

 

 

 

Vegan Pálínuboð á þrettándanum!

Eftir vel heppnuð pálínuboð síðustu 2 ár hefur er komið að vegan pálínuboði á þrettándanum! Tilvalið að hittast á nýju ári og byrja árið vel í góðum félagsskap!

Eins og áður kemur hver og einn með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða meðlæti virkar vel, ef ykkur vantar hugmyndir ekki hika við að spyrja okkur ráða! Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN til að hann henti sem flestum. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burt séð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald.

Við munum hafa aðgang að bökunarofni og gashellum til að hita upp matinn.

Hittingurinn verður að Friðarshúsinu, Njálsgötu 87.

Hægt er að skrá sig í viðburðinn á facebook hér: Vegan Pálínuboð á þrettándanum

Kort:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map

Dear english speaking vegetarians and vegans!

We’re hosting a vegan potluck and would like you to join us. Each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It’s vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it doesn’t have to be complicated and we’re hoping to see a variety of courses. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

 

Facebook event page: Vegan Potluck in Reykjavík

Map to the location:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map

 

Gló fær viðurkenningu samtakana

Sara, Sigvaldi og Sæunn afhentu Sollu og Ella á Gló þessa flottu hvatningarviðurkenningu Samtakanna. Viðurkenninguna hlutu þau fyrir frábært úrval af grænmetis- og veganréttum og það mikla brautryðjendastarf sem staðurinn hefur áorkað síðustu árin.

Á öllum þremur veitingastöðum Gló er á hverjum degi hægt að ganga að ljúffengum og næringarríkum grænmetis- og hráfæðiréttum og hinum víðfrægu himnesku eftirréttum sem svíkja engan.

glovidurkenning

Bulsur verðlaunaðar

Hinar rammíslensku, ljúffengu og vegan Bulsur hlutu hvatningarviðurkenningu samtaka grænmetisæta á íslandi ásamt Ísbúðinni Valdísi og Gló.

Viðurkenningarskjal Bulsa er á leið til frumkvöðulsins hinum megin á landinu, sem þakkar hjartanlega fyrir sig og sendir samtökunum þessa fallegu orðsendingu:

Aðstandendur Bulsunnar eru djúpt snortnir yfir þessari viðurkenningu. Það er ánægjulegt að vita að varan hafi hitt í mark hjá þeim hópi sem hún átti að ná til. Ef þið eruð ánægð með vöruna þá er takmarkinu náð og við erum sátt. En það er engin ástæða til að hætta hér. Þvet á móti! Þessi viðurkenning er þvílík hvatning fyrir okkur til að halda áfram að þjóna okkar kúnnahópi og gera meira og betur. Að lokum viljum við hvetja samtökin áfram í sínu góða starfi og vonum að við getum átt í góðu samstarfi áfram.

bulsur2

Valdís fær viðurkenningu samtakana

Sara Ingvarsdóttir og Sæunn I. Marinósdóttir afhentu í dag hvatningarviðurkenningu Samtakanna til ísgerðarmeistaranna hjá Valdísi.

Viðurkenninguna hlaut Valdís fyrir vöruþróun og framboð á ljúffengum vegan ís. Í tilefni dagsins voru hvorki fleiri né færri en fimm vegan tegundir í borðinu, hver annarri girnilegri!

Við óskum Valdísi innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hvað fleira þau hrista fram úr erminni í framtíðinni

valdis-vidurkenningIMG_0498

Aðalfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi

Samtök grænmetisæta á Íslandi eru eins árs gömul um þessar mundir og héldu aðalfund sinn laugardaginn 24. maí í Lifandi markaði Borgartúni.

Kosið var um veitingu hvatningarviðurkenninga samtakanna fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruframboð fyrir grænmetisætur. Samþykkt var að Bulsur, Ísbúðin Valdís og Gló fái afhent viðurkenningarskjöl samtakanna þetta árið. Bulsur fyrir vel heppnaða vöruþróun og markaðssetningu á grænmetispylsum án allra dýraafurða, Ísbúðin Valdís fyrir stöðugt framboð af vegan ístegundum og Gló fyrir sífellda vöruþróun og framboð grænmetis- og veganrétta.

Sigvaldi Ástríðarson var endurkjörinn formaður, Lísabet Guðmundsdóttir nýr gjaldkeri, Helga María Ragnarsdóttir ritari, Lowana Veal meðstjórnandi, Sara Ingvarsdóttir meðstjórnandi og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir meðstjórnandi. Áherslur samtakanna næsta starfsárið verða áframhaldandi fræðsla og kynning á málefnum grænmetisæta og fjölgun viðburða á vegum samtakanna.

Facebook síðu samtakanna má finna á www.facebook.com/Graenmetisaetur og nánari upplýsingar veita Sigvaldi Ástríðarson í síma 696-54444 eða Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir í síma 863-5497.