Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Gagnleg öpp í snjallsímann

Hér höfum við tekið saman nokkur frí smáforrit (á ensku) sem þægilegt er að hafa tiltæk í símanum og geta gripið í á ferðinni.

 

21-Day Vegan Kickstart (iPhone)

image06image02

Frábært 21 daga matarplan fyrir byrjendur í vegan fæði. Uppskriftir og leiðbeiningar fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat ásamt snarli fyrir hvern dag í 21 daga. Auðveldar nýjum grænmetisætum lífið með góðum hugmyndum.

 

 

Happy Cow (iPhone, Android, Windows)

image07image08

Happy Cow appið sparar grænmetisætum sporin á ferðalagi um önnur lönd. Appið veitir aðgang að umfangsmiklum gagnagrunni af veitingastöðum og verslunum sem henta grænmetisætum og vegan víðast hvar um heiminn. Hvort sem þú ert í nýrri borg, að undirbúa ferðalag eða vilt einfaldlega prófa eitthvað nýtt þá þetta app ómissandi leiðarvísir.

 

 

E Food Additives (iPhone*)

image01image05

Flettu upp E-efnum fljótt og örugglega með þessu appi. Greinargóðar upplýsingar um hvert þeirra og merkingar eftir uppruna (planta, baktería, dýr, steinefni, fiskur o.s.frv). Efnin eru litaflokkuð eftir því hversu hættuleg þau erutalin vera og hægt er að fletta upp eftir heiti, E-númeri eða litamerkingu. (Sjá frekari upplýsingar um e-efni).

 

*Sambærilegt app fyrir Android síma er E-Inspect Food additives.

 

 

Cruelty-Free (iPhone, Android)

image09

Nú gæti ekki verið auðveldara eða fljótlegra að komast að því hvaða vörur eru ekki prófaðar á dýrum (e. cruelty-free). Bæði er hægt að fletta upp í listanum eftir vöru eða framleiðanda og fá upplýsingar. Athugið þó að “cruelty-free” þýðir ekki endilega að varan innihaldi engar dýraafurðir. (Sjá nánar um snyrtivörur).

 

 

Is It Vegan? (iPhone, Android)

image04image10

Með þessu appi er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá að vita hvort varan sé vegan. Einnig er í boði að leita handvirkt að vöru eða innihaldsefni og fá upplýsingar. Hentugt út í búð þegar maður vill skjót svör og þekkir ekki til efna á borð við ergocalciferol, xylitol eða carminic acid.

 

 

Animal-Free (iPhone, Android)

image00image03

Sams konar app og Is It Vegan? en Animal-Free er gott almennt uppflettirit fyrir hvers kyns innihaldsefni. Hentar hverjum þeim sem vill taka meðvitaðri ákvarðanir um mataræði og innkaup.