Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Gló fær viðurkenningu samtakana

Sara, Sigvaldi og Sæunn afhentu Sollu og Ella á Gló þessa flottu hvatningarviðurkenningu Samtakanna. Viðurkenninguna hlutu þau fyrir frábært úrval af grænmetis- og veganréttum og það mikla brautryðjendastarf sem staðurinn hefur áorkað síðustu árin.

Á öllum þremur veitingastöðum Gló er á hverjum degi hægt að ganga að ljúffengum og næringarríkum grænmetis- og hráfæðiréttum og hinum víðfrægu himnesku eftirréttum sem svíkja engan.

glovidurkenning