Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Grænmetissulta með matarlími

Samtök grænmetisæta fagna allri nýsköpun sem snýr að auknu framboði grænmetisfæðis og það er mikið gleðiefni að meira að segja kjötframleiðendur séu farnir að huga að þessum hratt vaxandi hópi neytenda.

Grænmetissulta hefur verið sett á markað sem valkostur við hefðbundinn þorramat og að gefnu tilefni vilja samtökin benda á að varan inniheldur matarlím. Umrædd vara hentar því ekki grænmetisætum og vegan þar sem matarlím (öðru nafni gelatín) er unnið úr sinum og beinum og öðrum líkamsleifum spendýra.

IMG_3689