Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Grillveisla í Hellisgerði.

Samtök grænmetisæta á Íslandi efna til grillveislu laugardaginn 15. ágúst. Veislan fer fram í Hellisgerði í Hafnarfirði og hefst klukkan 14.00. Grillveislan er opin öllum og stoppar strætóleið 1 rétt hjá svæðinu.

Hægt verður að fá vegan pylsur með öllu ásamt lífrænu gosi á 500kr og gæða sér á hnetu- og ávaxtanarti í boði Sólgætis.

Gestir eru beðnir að taka með sér reiðufé þar sem enginn posi verður á staðnum. Hraðbankar eru hins vegar í stuttri göngufjarlægð frá garðinum, í Landsbankanum Fjarðargötu og Íslandsbanka Strandgötu.

Pylsurnar verða frá vörumerkinu Veggyness sem ást & bygg flytur inn. Þær verða í grófu Nettó pylsubrauði og auk annars meðlætis verður hægt að fá sér Naturata remúlaði sem Yggdrasill heildsala flytur inn. Lífræna gosið verður Whole Earth gos frá Heilsa.