Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Baunir

Baunir hafa leikið stórt hlutverk í matarmenningu margra þjóða í gegnum aldirnar. Baunir eru tiltölulega ódýr próteingjafi og draga auðveldlega í sig bragð. Svo eru þær trefjaríkar, seðjandi og góðar undir tönn. Baunir henta vel í pottrétti og súpur og gera góð salöt matarmeiri. Baunir eru góðar meðal annars í buff, í pottrétti, salöt, súpur, álegg, kæfur, baunasalöt, til að láta spíra, sem meðlæti eða marineraðar til dæmis í olíu og hvítlauk.

 

Baunir eru góðar meðal annars í buff, í pottrétti, salöt, súpur, álegg, kæfur, baunasalöt, til að láta spíra, sem meðlæti eða marineraðar til dæmis í olíu og hvítlauk.

SGI_Logo_Single Að sjóða baunir:

Algengt er að fólk sé smeykt við baunir, haldi að það sé mikið vesen að matreiða þær, en í raun er það lítið mál þegar við höfum kynnst þeim. Hægt er að fá ýmsar baunategundir niðursoðnar í dós, en hér eru leiðbeiningar um það hvernig við sjóðum þær sjálf:

  1. Skolið baunirnar í sigti. Leggið þær svo í bleyti (1 hluti baunir og 4 hlutar vatn) í um 15 klst.
  2. Til að draga úr vindgangi má setja 1 strimil af stórþara (Kombu) útí útbleytivatnið, eða 1 tsk af matarsóda pr. 1 kg baunir.
  3. Kombu strimillinn er eingöngu notaður í útbleytivatnið, hann er síðan þerraður og hægt er að nota hann aftur og aftur.
  4. Skolið baunirnar og skiptið um vatn áður en þær eru soðnar.
  5. Vatnsmagn við suðu: Látið vatnið rétt fljóta yfir baunirnar (um 2 cm).

    (Ef þið hafið ekki lagt baunirnar í bleyti fyrir suðu þá þarf meira vatn, 1 hluta baunir á móti 2 hlutum af vatni. Þá lengist suðutíminn einnig).

  6. Baunirnar eru tilbúnar þegar þær merjast auðveldlega milli tveggja fingra (sjá suðutíma fyrir algengar baunir hér fyrir neðan).
  7. Slökkvið undir baununum, saltið og látið standa í 10 mínútur.

Hægt er að frysta allar baunir, soðnar eða útbleyttar. Þess vegna er upplagt að sjóða umfram magn og eiga passlega skammta í frystinum til að grípa í.

SGI_Logo_Single Algengar baunir

aduki baunir – suðutími 1 ½ klst

augnbaunir – suðutími 1 klst

kjúklingabaunir – suðutími 1 ½ klst

nýrnabaunir – suðutími 1 ½ klst

linsur brúnar – suðutími 40 mín

linsur grænar – suðutími 25 mín

linsur rauðar – suðutími 20 – 25 mín

sojabaunir – suðutími 4-6 klst

Ath – suðutíminn er miðaður við að þið sjóðið baunirnar við lægsta hita sem viðheldur suðunni.

 

SGI_Logo_Single Vindgangs “eyðir”

Fennel og cuminduft minnka vindgang, snjallt er að setja smá edik eða matarsóda útí suðuvatnið. Einnig að fleyta af froðuna sem myndast við suðuna. Leggið alltaf í bleyti, skolið og skiptið um vatn áður en soðið er. Sumir nudda hýðið af baununum eða fjarlægja það á annan hátt eftir suðu.