Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Mjólkurvörur á Íslandi

Upplýsingar fyrir grænmetisætur um mjólkurvörur á íslandi og hvort að þær henti grænmetisætum.

Vegan fólk forðast allar vörur sem unnar eru úr kúamjólk, sjá nánari upplýsingar um jurtamjólk

Mjólk/rjómi

Allar tegundir af mjólk og rjóma (Nýmjólk, Léttmjólk, AB mjólk og Rjómi) sem framleiddar eru á Íslandi eru í lagi fyrir venjulegar grænmetisætur, en ekki í lagi fyrir vegan.

– Sumir jurtarjómar sem seldir eru hérlendis henta ekki vegan grænmetisæum sökum þess að í þeim eru mjólkurprótein.

– Nokkrar tegundir af jurtarjóma fást hér á landi sem henta vegan. Sem dæmi fæst hér möndlu-, hrísgrjóna- og sojarjómi.

Ostur

Íslenskir ostar frá Mjólkursamölunni (MS) eru almennt ekki í lagi fyrir grænmetisætur því í þeim er notaður ostahleypir en ostahleypir inniheldur efni úr slátruðum dýrum (kálfamagar).

Ostur frá Skaftholti (fæst í Bændur í Bænum í Nethyl) er með ostahleypi úr míkróbum og er þess vegna í lagi. Bíobú notar hleypi úr jurtaríkinu, „organic vegetarian liquid rennet” í Búlands-havarti sem þeir framleiða.

Sumir rjómaostar frá MS innihalda gelatín (sem er matarlím unnið úr slátruðum dýrum) og eru þess vegna ekki í lagi.

Sumir rjómaostar frá Ostahúsinu eru hentugir fyrir grænmetisætur, (samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu), en einnig eru til tegundir sem innihalda efni úr slátruðum dýrum.

– Til eru nokkrar tegundir af erlendum jurtaostum hér á landi sem henta vegan.

Til eru nokkrar tegundir af erlendum jurtaostum hér á landi sem henta vegan.

– Efnisheiti sem ber að forðast í erlendum ostum: Casein, Caseinate, Sodium Caseinate, Lipase, Pepsin.

Jógúrt/Skyr

Hrein jógúrt (frá MS), Óskajógúrt, Skólajógúrt, Húsavíkurjógúrt og skyr.is eru í lagi fyrir venjulegar grænmetisætur, en ekki fyrir vegan.

Heimilisjógúrt er ekki í lagi vegna þess að í því er gelatín (matarlím sem inniheldur efni úr slátruðum dýrum).

KEA skyr eru með ostahleypi (sem inniheldur efni úr slátruðum dýrum)

– Þegar þetta er skrifað eru ekki til jurtajógúrt á Íslandi, en til eru jurtaeftirréttir (úr soja, baunum og grjónum) sem fást í svipuðum pakkningum.

Erlendar vörur

Flestir breskir ostar (jafnvel 90% þeirra) innihalda ostahleypi úr jurtaríkinu eða míkróbum. Hagkaup (í Kringlunni) og Melabúðin eru með gott úrval af ostum sem henta grænmetisætum (en ekki vegan) . Ostar frá Snowdonia, Ilchester Grandma Singletons, Lye Cross Farm, Sage Derby (Grandma Singletons), Old Winchester, Parmesan, Babybel, Port Salut frá Bel Group, Landana geitaostar og Philadelphia (rjómaostur) henta hefðbundnum grænmetisætum, en ekki vegan fólki.

– Sjá Excel skjal fyrir meiri upplýsingar, sem þó eru ekki tæmandi.

Jurtamjólk

Auðvelt er að skipta úr kúamjólk fyrir flestar tegundir af jurtamjólk.

Auðvelt er að skipta úr kúamjólk fyrir flestar tegundir af jurtamjólk. Hér að neðan má sjá lista yfir algengustu tegundir af jurtamjólk sem hægt er að fá hér á landi.

 • Möndlumjólk

  – Próteinrík mjólk sem inniheldur E-vítamín. Hægt að fá hana bragðbætta með vanillu- og súkkulagði bragði. Hún hentar vel í allan bakstur og eldamennsku sem hreinn staðgengill fyrir kúamjólk. Hún er næringarrík og góð og hentar sérstaklega vel útá morgunkorn, í kaffið og til drykkjar.

 • Hrísgrjónamjólk

  – Hrísgrjónamólk er oftast bæði þynnri og sætari en önnur mjólk, hentar því síður til baksturs eða sósugerðar. Góð með morgunmat og í hræringa (smoothies).

 • Hafra eða heslihnetu mjólk

  – Þykk og kornótt, hentar vel í smákökur og annan bakstur, virkar einnig vel flestan bakstur.

 • Sojamjólk

  – Sojamólkin er ein vinsælasta og mesta notaða jurtamjólkin um allan heim. Hentar vel í alla matargerð og er til í mörgum útgáfum (ósæt, með sætu og allskonar bragðefnum). Fjölhæfasta jurtamjólkin.

 • Kasjúmjólk

  – Vinsæl mjólk til að búa til heima hjá sér en er (þegar þetta er skrifað) ekki til sölu í verslunum. Hún er einföld og þægileg og hægt er að leika sér með að bragðbæta með mismunandi bragðefnum. Hægt er að nota kasjúmjólk til osta-, ís-, sósu- og hrákökugerðar. Hún hentar vel í hráfæðismatargerð.

 • Hampmjólk

  – Oftast bæði þunn og sæt. Góð útá morgunkorn og í hræringa (smoothies).

 • Kókosmjólk

  – Mjög þykk með rjómakenndri áferð, frábær í súpur, sósur, ís og almenna matargerð.

Listi yfir algengar mjólkurvörur á Íslandi og hvort þær henti grænmetisætum eða vegan fólki:

Download (XLSX, 13KB)