Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Ný stjórn og viðurkenningar samtaka grænmetisæta

Á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag var farið yfir verkefni og árangur síðasta árs og ýmis mál rædd. Kosið var um hvatningarviðurkenningar samtakanna í ár og ný stjórn kjörin.

Tveir einstaklingar hljóta hvatningarviðurkenningu sem afhentar verða á næstunni. Það eru Linnea Hellström fyrir brautryðjendastarf í vegan matargerð á íslenskum veitingastöðum og Ragnar Freyr fyrir vefsíðuna Vegan Guide to Iceland.

Passion bakarí og Nettó fá einnig viðurkenningar fyrir vöruþróun og stóraukið vöruval fyrir grænmetisætur.

Ný stjórn samtakanna er skipuð eftirfarandi:

Sigvaldi Ástríðarson var endurkjörinn formaður

Hrafnhildur Vera Rodgers ritari

Sara Ingvarsdóttir gjaldkeri

Sæunn I. Marinósdóttir upplýsingafulltrúi

Anna Lilja Karlsdóttir meðstjórnandi

Arna Sigrún Haraldsdóttir meðstjórnandi

Íris Auður Jónsdóttir meðstjórnandi

Lowana Veal meðstjórnandi

Magnús Reyr Agnarsson meðstjórnandi

Ragnar Freyr Pálsson meðstjórnandi

Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Helga María Ragnarsdóttir og Lísabet Guðmundsdóttir. Við þökkum þeim vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.