Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Ný sýn á hollustugildi matar

>Hver sem „matarhneigð“ þín er ætla ég að álykta að úr því þú ert að lesa þessar línur hafir þú áhuga á að bæta hollustugildi mataræðis þíns og stuðla að bættri heilsu til langs tíma. Þar sem við verðum fyrir stöðugum flaumi misvísandi upplýsinga, andvígra rannsóknarniðurstaðna og nýrra sannleika í lífsstíls- og næringarmálum getur oft verið flókið að átta sig á því hvað er raunverulega rétt.

Dr. Joel Fuhrman er bandarískur læknir sem nýtir næringu og mataræði til að lækna sjúklinga sína af ýmsum kvillum og hefur náð stórkostlegum árangri í lækningum sínum. Að mínu mati er hann afar vanmetinn snillingur sem Íslendingar hafa lítið orðið varir við en hugmyndir hans eru mun þekktari vestanhafs. Hann hefur mjög einfalda en áhrifaríka nálgun en hann lítur svo á að matur sé upphaf og endir alls sem varðar heilsu okkar, að matur geti ýmist valdið sjúkdómum eða læknað þá.

Í stuttu máli felast kenningar hans í því að lykillinn að bestri mögulegri heilsu felist í því að neyta fullnægjandi magns af næringarefnum – vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og fjölda annarra plöntuefn – án þess að neyta of margra hitaeininga. Þessi næringarefni tryggi rétta virkni ónæmiskerfisins, tryggi eiturefnalosun líkamans og styðji viðgerðir á frumum sem verndi okkur gegn langvarandi sjúkdómum. Næringarhyggjan snýst um að velja matartegundir sem innihalda hátt hlutfall næringarefna á hverja hitaeiningu og viðhalda næringarlegri fjölbreytni. Í einfölduðu formi notar hann útreikninginn H = N/C (Heilsa = Næringarefni / Hitaeiningar (Calories)). Út út formúlunni kemur númeraður stuðull á bilinu 0 – 1000 þar sem hærra skor þýðir hærri næringarþéttni og þ.a.l. hollari matvara.

Þekktasta bók hans, og sú sem hefur stuðlað að útbreiðslu næringarhyggjunnar heitir Eat to Live, en einnig gefur Fuhrman út næringarstuðlatöflur í þar til gerðri handbók „The Nutritarian Handbook“ sem nýlega hefur verið uppfærð í samræmi við nýjustu mælingar.

Það besta við næringarhyggjuna er að hægt er að aðlaga hana að hvaða öðrum lífsstíl sem er, hvort sem hann er lágfitu, lágkolvetna eða hvað sem nöfnum tjáir að nefna, því einfalt er að velja þær matartegundir sem skora hæst innan „leyfilegra“ matartegunda hvers lífsstíls og auka hlutfall þeirra í daglegu mataræði.

Hér að neðan má sjá Fuhrman sjálfan útskýra hugmyndir sínar fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræði hans í heild sinni, og neðst í þessum pistli eru listi yfir næringarskor ýmissa matvæla. Bækur hans og handbók með næringarstuðlum má svo kaupa á Amazon eða á síðu hans, www.drfuhrman.com

 

 

Grænkál 1000
Vætukarsi 1000
Swiss/Red Chard 895
Bok Choy 865
Spínat 707
Klettasalat 604
Romaine salat 510
Rósakál 490
Gulrætur 458
Hvítkál 434
Spergilkál 340
Blómkál 315
Paprika 265
Aspargus 205
Sveppir 238
Tómatar 186
Jarðarber 182
Sætar kartöflur 181
Kúrbítur 164
Ætiþistlar 145
Bláber 132
Iceberg kál 127
Vínber 119
Granatepli 119
Hunangsmelóna 118
Laukur 109
Hörfræ 103
Appelsínur 98
Sojabaunir ferskar (edamame) 98
Agúrkur 87
Tófú 82
Sesamfræ 74
Linsubaunir 72
Ferskjur 65
Sólblómafræ 64
Nýrnabaunir 64
Grænar baunir 63
Kirsuber 55
Ananas 54
Epli 53
Mangó 53
Hnetusmjör 51
Maís 45
Pistasíuhnetur 37
Haframjöl 36
Rækjur 36
Lax 34
Egg 31
Léttmjólk 31
Valhnetur 30
Bananar 30
Heilhveitibrauð 30
Möndlur 28
Avocado 28
Hýðishrísgrjón 28
Kartöflur 28
Léttjógúrt hrein 28
Kasjúhnetur 27
Kjúklingabringur 24
Nautahakk 15% fita 21
Fetaostur 20
Fransbrauð 17
Hveitipasta 16
Franskar kartöflur 12
Cheddar ostur 11
Eplasafi 11
Ólífuolía 10
Vanilluís 9
Tortilluflögur 7
Kóladrykkir 1

Höfundur: Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir

Áður birt á innihald.is