Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Reynslusaga grænmetisætu: Jónína Leósdóttir

eftir Jónínu Leósdóttir

Mér er efst í huga sú bylting sem hefur orðið í framboði á grænmeti/grænmetisréttum á Íslandi síðan ég hætti að borða kjöt og fisk upp úr 1980. (Hætti smám saman að kaupa/matreiða kjöt, á nokkrum árum, og fékk síðan fiskiofnæmi.)

Mér er efst í huga sú bylting sem hefur orðið í framboði á grænmeti/grænmetisréttum á Íslandi síðan ég hætti að borða kjöt og fisk upp úr 1980.

 

Þetta var ansi dapurt fyrstu árin eða jafnvel áratugina … ég man eftir að hafa fengið disk með niðurskornum tómat og agúrkusneiðum á jólahlaðborði með vinnufélögum mínum. Og þegar ég hringdi á undan mér á veitingastaði, þar sem ég hugðist borða, voru matreiðslumenn oft fremur ruddalegir. Sömuleiðis kom grænmetisrétturinn minn oft löðrandi í sósu með kjötkrafti og annað í þeim dúr. (Það getur enn verið erfitt að fá fólk til að skilja að grænmetissúpa eða grænmetisrísottó með kjötkrafti hentar ekki grænmetisætu.)

 

En smám saman gjörbreyttist þetta og ég fór ítrekað að lenda í því að kjötætur urðu grænar af öfund þegar þær sáu hvað ég fékk spennandi mat (t.d. á árshátíðum og við önnur tækifæri þegar stór hópur borðaði saman). Og viðhorf matreiðslumanna snerist algjörlega við – þeir urðu einstaklega jákvæðir og áhugasamir.

 

Svipuð breyting hefur orðið á úrvali á grænmeti og ávöxtum í íslenskum verslunum. Hreinlega bylting. En vissulega er verðið oft svimandi hátt, vörurnar komnar langt að í flugi og sjaldnast einhverjar dagsetningar sjáanlegar á umbúðum.
Svo hika verslanir ekki við að stilla upp ónýtum matvælum í grænmetis- og ávaxtadeildum. Það held ég að myndi ekki gerast með kjöt og fisk.

 

Sonur minn ólst upp sem grænmetisæta (fæddur 1981) og eldra fólk hafði miklar áhyggjur af því að hann myndi ekki vaxa eðlilega. Hann er 185 sm, svo þær áhyggjur voru óþarfar.

Sonur minn ólst upp sem grænmetisæta (fæddur 1981) og eldra fólk hafði miklar áhyggjur af því að hann myndi ekki vaxa eðlilega. Hann er 185 sm, svo þær áhyggjur voru óþarfar.

 

Sumsé, vegna þess hvað mín grænmetisætusaga nær langt aftur í fornöld eru þessir jákvæðu hlutir mér efst í huga.
Já, og nýyrðið GRÆNKERI. Það er frábært.
Hlýjar kveðjur,
Jónína Leósdóttir