Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Aðalfundur

Aðalfundur 2017

Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 20. september 2017 – klukkan 20.00 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík

 Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.

Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Veganúar 2017, Pálínuboð, bíósýning á What the Health í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.

Dagskrá fundar:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Kosning um lagabreytingar
 3. Kosning um hvatningarverðlaun samtakanna
 4. Kosning stjórnar
 5. Önnur mál

Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: samtok@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.

Aðalfundur samtaka grænmetisæta á Íslandi 2016

 

Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 19.00 2016 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík

 Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.

Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Vegan grill í Hellisgerði í Hafnarfirði, regluleg Pálínuboð, Veganúar, bíósýning á Cowspiracy í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.

Meðfylgjandi þessu fundarboði er lítið spjald sem við hvetjum þig til að dreifa til þeirra veitingastaða með vegan valkosti sem þú velur að heimsækja.

Dagskrá fundar:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Kosning um lagabreytingar (sjá viðauka)
 3. Kosning um hvatnignarverðlaun samtakanna
 4. Kosning stjórnar
 5. Önnur mál

Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: graenmetisaetur@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.

Stjórn Samtaka grænmetisæta skipa í dag:

 • Sigvaldi Ástríðarson – formaður
 • Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir – Upplýsingafulltrúi
 • Sara Ingvarsdóttir – Gjaldkeri
 • Anna Lilja Karlsdóttir – Meðstjórnandi
 • Arna Sigrún Haraldsdóttir – Meðstjórnandi
 • Lowana Veal – Meðstjórnandi
 • Magnús Reyr Agnarsson – Meðstjórnandi
 • Ragnar Freyr Pálsson – Meðstjórnandi

 

Ný stjórn og viðurkenningar samtaka grænmetisæta

Á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag var farið yfir verkefni og árangur síðasta árs og ýmis mál rædd. Kosið var um hvatningarviðurkenningar samtakanna í ár og ný stjórn kjörin.

Tveir einstaklingar hljóta hvatningarviðurkenningu sem afhentar verða á næstunni. Það eru Linnea Hellström fyrir brautryðjendastarf í vegan matargerð á íslenskum veitingastöðum og Ragnar Freyr fyrir vefsíðuna Vegan Guide to Iceland.

Passion bakarí og Nettó fá einnig viðurkenningar fyrir vöruþróun og stóraukið vöruval fyrir grænmetisætur.

Ný stjórn samtakanna er skipuð eftirfarandi:

Sigvaldi Ástríðarson var endurkjörinn formaður

Hrafnhildur Vera Rodgers ritari

Sara Ingvarsdóttir gjaldkeri

Sæunn I. Marinósdóttir upplýsingafulltrúi

Anna Lilja Karlsdóttir meðstjórnandi

Arna Sigrún Haraldsdóttir meðstjórnandi

Íris Auður Jónsdóttir meðstjórnandi

Lowana Veal meðstjórnandi

Magnús Reyr Agnarsson meðstjórnandi

Ragnar Freyr Pálsson meðstjórnandi

Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Helga María Ragnarsdóttir og Lísabet Guðmundsdóttir. Við þökkum þeim vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.

Aðalfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi

Samtök grænmetisæta á Íslandi eru eins árs gömul um þessar mundir og héldu aðalfund sinn laugardaginn 24. maí í Lifandi markaði Borgartúni.

Kosið var um veitingu hvatningarviðurkenninga samtakanna fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruframboð fyrir grænmetisætur. Samþykkt var að Bulsur, Ísbúðin Valdís og Gló fái afhent viðurkenningarskjöl samtakanna þetta árið. Bulsur fyrir vel heppnaða vöruþróun og markaðssetningu á grænmetispylsum án allra dýraafurða, Ísbúðin Valdís fyrir stöðugt framboð af vegan ístegundum og Gló fyrir sífellda vöruþróun og framboð grænmetis- og veganrétta.

Sigvaldi Ástríðarson var endurkjörinn formaður, Lísabet Guðmundsdóttir nýr gjaldkeri, Helga María Ragnarsdóttir ritari, Lowana Veal meðstjórnandi, Sara Ingvarsdóttir meðstjórnandi og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir meðstjórnandi. Áherslur samtakanna næsta starfsárið verða áframhaldandi fræðsla og kynning á málefnum grænmetisæta og fjölgun viðburða á vegum samtakanna.

Facebook síðu samtakanna má finna á www.facebook.com/Graenmetisaetur og nánari upplýsingar veita Sigvaldi Ástríðarson í síma 696-54444 eða Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir í síma 863-5497.