Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

festival

Vel heppnað Vegan festival í Hafnarfirði!

Takk fyrir frábæran dag í gær, kæru vinir!

Við viljum þakka ómetanlegan stuðning tónlistarmannanna sóley !og Bróðir BIG, allra sjálfboðaliðanna okkar og ekki síður eftirfarandi fyrirtækja sem gerðu okkur mögulegt að hrinda festivalinu í framkvæmd: Gló, Krónan,Heilsa sem útvegaði Whole Earth Foods gosdrykkina, Klaki – kolsýrt vatn,Oumph!, ást & bygg – umboðsaðila Veggyness pylsanna, Ræstivörur – umboðsaðila Vegware einnota borðbúnaðarins sem er gerður úr plöntum og brotnar 100% niður í náttúrunni, Securitas og Hafnarfjarðarbær.

Vegan festival 2017 verður ennþá stærra 🙂

13892376_10155384615024988_5316402753013412954_n 13902652_10155384615194988_7998255806554632425_n

 

Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi – 2016

13950543_10153972334398198_1292086199_oSamtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14,Thorsplani í Hafnarfirði. Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar.

Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos .

Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar

Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi atburðarsíðu á facebook: Vegan Festival