Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Grænmetisætur

Hvernig minnka grænmetisætur kolefnissporið?

Samtök Grænmetisæta á Íslandi var nýlega boðið að sitja fundi um umhverfisstefnu hjá Vinstri grænum og Pírötum og Valgerður Árnadóttir framkvæmdastjóri samdi að því tilefni ör-erindi um loftslagsmál og grænmetisrækt sem má sjá hér:

Hvernig grænmetisætur minnka kolefnissporið

Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta.
Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun, eins og kemur fram í hinni sláandi heimildarmynd Cowspiracy: The Sus­tainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Þetta er óhugnalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

En eins og staðan er núna þá mengar grænmetisæta á bíl minna en kjötæta á hjóli.

Með aukinni vitund um þetta stærsta umhverfisvandamál samtímans höfum við séð samfélag grænkera (grænmetisætur og veganistar) aukast svo um munar og búumst við að okkar hópur muni fara stigvaxandi með aukinni vitund og fræðslu.

Það hefur ekki verið formlega kannað hversu mikið grænkera lífstíll hefur aukist á Íslandi en ef rýnt eru í tölur frá BNA og Svíþjóð má sjá að í BNA hafa grænkerar aukist um 600% á síðustu 3 árum eða úr 1% landsmanna í 6% sem gera um 19 milljón manns í BNA í dag ásamt því að töluvert fleiri hafa minnkað neyslu dýraafurða til muna. Svíþjóð er leiðandi í veganisma á Norðurlöndum og þar eru 8-10% landsmanna grænkerar (tölur sveiflast lítt milli kannana).

Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á nýju ári 2018 gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum.
Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni þá neyta Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra Evrópuþjóða í þessum málum og þar viljum við sjá úrbætur.

Ísland getur verið sjálfbært í grænmetisrækt

Hrein orka, hreint vatn og lífræn ræktun gerir íslenskt grænmeti að því besta sem völ er á og hafa nú þegar náðst samningar um útflutning á ma. agúrku til Danmerkur á sama tíma og við erum að flytja inn 80% af okkar grænmeti.

Það er einlæg ósk okkar í samtökunum að ný ríkisstjórn hvetji til nýsköpunar í landbúnaði og styrki bændur til frekari grænmetis- , ávaxta- og kornræktunar (hafra og hamps). Ef grænmetisbændur fengju til að mynda kílówattið af rafmagni á sama verði og álverin fá þá væru þeir í mun betri málum og gætu ræktað allan ársins hring en eins og er þá loka flestir yfir svartasta skammdegið því það er of dýrt að nota einungis lampa í gróðurhúsum þegar ljós er af skornum skammti. Það er krafa neytenda á kaupmenn að hafa íslenskt grænmeti á boðstólnum allan ársins hring en þeir geta illa verið við þeirri kröfu og flytja inn mestallt grænmeti yfir vetrartímann en á sama tíma er offramboð og förgun á dýraafurðum.

Nýtni megavatts af rafmagni til grænmetisræktunar er 5-10 störf á móti 0,5 starf í álframleiðslu svo reikningsdæmið er ekki flókið, fyrir utan að grænmetisrækt mengar ekki.

Fæðuöryggi

Fæðuöryggi er skilgreint sem réttur allra til að hafa aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum og þeim grundvallarrétti allra að þurfa ekki að sæta hungri.

Ræktun grænmetis er ekki einungis betra fyrir umhverfið heldur er það nauðsynlegt ef tryggja á fæðuöryggi okkar. Veikleikar Íslands hvað fæðuöryggi varðar er að hér er 80% af öllu grænmeti innflutt, við erum á afskekktri eyju berskjölduð fyrir náttúruhamförum, styrjöldum og kreppum sem gætu hamlað innflutning og ætti þetta mál því að vera í forgangi.
Nú þegar er framleitt nægt magn og umfram það af dýraafurðum eins og kjöti, fiski og mjólkurafurðum og löngu orðið tímabært að efla grænmetisiðnaðinn en einungis eru 100 ár síðan við liðum skort sem skapaði heilsufarsvandamál til langs tíma.

Miðað við hversu lengi hefur verið vitað að við uppfyllum ekki þessar kröfur þá er ótrúlegt að ekki sé búið að bæta úr því og að nýjir búvörusamningar sem samþykktir voru á þingi í fyrra geri ekki ráð fyrir að tryggja fæðuöryggi okkar.

 

Heimildir:

Efling græmetisræktar á Íslandi http://www.matis.is/media/matis/utgafa/16-12-Lokaskyrsla-Efling-graenmetisraektar-a-Islandi.pdf

Gylfi Árnason http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1369545/

Fjölbreytt fæða til frambúðar- Hörður Ágústsson https://skemman.is/handle/1946/3189

Cowspiracy The sustainability secret http://www.cowspiracy.com/

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum

Samtök grænmetisæta á Íslandi fagna því framtaki ríkisstjórnar Íslands að blása til sóknar í loftslagsmálum. Nauðsynlegt er fyrir komandi kynslóðir að hið opinbera jafnt sem fyrirtæki og einstaklingar taki tafarlaust höndum saman til að draga úr mengun og vinni gegn áhrifum hennar. Allir þættir sóknaráætlunar sem kynntir voru í dag, 25. nóvember 2015, eru mikilvæg og verðug verkefni. Samtökin vilja hins vegar vekja athygli á því að í áætlunina vantar einn stærsta áhrifaþáttinn í losun gróðurhúsalofttegunda.

Þekkt er að framleiðsla dýra og afurða þeirra er stærsti skaðvaldur heimsins er kemur að umhverfismengun. Allt frá ræktun dýranna til framleiðslu afurða þeirra hefur í för með sér meiri losun gróðurhúsalofttegunda en nokkur annar iðnaður. Allar samgöngur heimsins á sjó, lofti og jörðu niðri gefa frá sér minna magn þessa efna en landbúnaðurinn. Víða hefur verið vakin athygli á mikilvægi þess að stýra neyslu einstaklinga meira í átt að jurtafæði og draga úr neyslu kjöts og annarra dýraafurða, m.a. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2010. Því má ljóst vera að til viðbótar við þau verkefni sem þegar hafa verið kynnt er áríðandi og nauðsynlegt að ríkisstjórn Íslands hugi að aðgerðum til að styðja við aukna framleiðslu og neyslu á grænmeti og öðru jurtafæði, svo sem ávöxtum, baunum, hnetum, fræjum og korni.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2012 um útstreymi lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum (nánari upplýsingar) nam losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá öllum samgöngum og annarri eldsneytisbrennslu 870.000 tonnum en samanlögð losun landbúnaðar og fiskveiða var rúmum 33% meiri eða 1.168.000 tonn. Að auki olli losun þurrkaðs lands eða framræst mólendi tvöfalt meiri losun en öll önnur losun hér á landi, en mestur hluti þessa er vegna túngerðar fyrir landbúnað. (RÚV, Kastljós, miðvikudaginn 18. nóvember).

Samtök grænmetisæta á Íslandi hvetja almenna neytendur til að styðja markmið um umhverfisvernd með því að draga úr neyslu dýraafurða og auka hlutfall fæðu úr jurtaríkinu. Ennfremur hvetja samtökin til þess hið opinbera láti gera áreiðanlega og nákvæma útreikninga sem sýni óyggjandi samanburð á mismunandi valkostum í fæðuvali á Íslandi. Nauðsynlegt er fyrir hinn almenna neytanda að geta borið saman kolefnisfótspor dýra- og jurtaafurða, bæði innlendrar framleiðslu og innfluttrar.

Velkomin á nýja vefsíðu Samtaka grænmetisæta!

Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa opnað nýja og langþráða vefsíðu samtakanna í dag, síðasta dag vel heppnaðs Veganúar! Hér má meðal annars finna ýmiss konar fróðleik fyrir nýgræðinga og lengra komna í grænmetishyggjunni ásamt ýmiss konar ráðleggingum fyrir veitingastaði og framleiðendur sem vilja þjóna grænmetisætum með betri og skilvirkari hætti.

Stjórn Samtaka grænmetisæta á Íslandi þakkar þeim fjölda fólks sem hefur lagt hönd á plóg við vefsmíði, skrif og öflun efnis. Markmiðið er að þessi vettvangur muni vaxa og dafna á næstu misserum og að hér verði virk og fjölbreytt umfjöllun um allar hliðar grænmetishyggjunnar. Við hvetjum því allar grænmetisætur til að senda inn áhugavert efni og ábendingar.

Til hamingju kæru félagsmenn, grænmetisætur og velunnarar!