Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

matarboð

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Gestgjafinn og grænmetisætan

Það er gaman að bjóða í mat, og ennþá skemmtilegra þegar tilefnið er stórt á borð við fermingu, brúðkaup eða skírn. Með framförum í næringar og læknisfræði og bættu úrvali matvöru eru fleiri en áður sem kjósa að neyta ekki ákveðinna fæðutegunda. Fyrir þessu kunna að liggja ýmsar ástæður, til dæmis fæðuóþol eða einfaldlega val.

Flest viljum við koma til móts við gestina okkar og sýna þessum óskum virðingu, því að það er gaman að vera góður gestgjafi. Hann er sterkur, þráðurinn sem tengir okkur við kynslóðirnar á undan, sem töldu heiður hússins að veði ef gesturinn gat ekki eða vildi ekki borða það sem var á boðstólum. Svo að ég tali ekki um þá skömm sem fylgdi ef maturinn kláraðist.

Sumir sælkerar fyllast kvíða þegar von er á grænmetisætu eða vegan í mat eða veislu. Eða gleyma því jafnvel að viðkomandi sé til.

Sumir sælkerar fyllast kvíða þegar von er á grænmetisætu eða vegan í mat eða veislu. Eða gleyma því jafnvel að viðkomandi sé til. Vona jafnvel að þessi gestur geti látið sig hafa dýraafurðir í þetta eina skipti. Kannski getur hann, hán eða hún bara borðað meðlætið. Má bjóða upp á ost?

Í grunninn er þetta spurning um ábyrgð og hvar hún liggur. Gestgjafinn tekur ábyrgð á boðinu, svo langt sem sú ábyrgð nær. Hann sér til þess að boðið komist á réttan stað og gesturinn viti hvert hann á að fara, hvenær hann á að mæta og jafnvel hvers konar klæðnaður sé við hæfi, eða þema. Þetta gengur yfirleitt vandræðalaust fyrir sig, og ef gestur mætir pínulítið seinn, eða ekki í rétta þemanu, er það látið óáreitt. Svona á betri bæjum að minnsta kosti. Sumir gestgjafar, og undirrituð meðtalin, spyrja gjarnan gestina um fæðuóþol eða hvort að þau hafi aðrar óskir í sambandi við matinn. Þetta er auðvelt að gera þegar um lítið matarboð er að ræða, til dæmis heimboð í kvöldverð <10 manns. Einnig er ágætt fyrir vegan/grænmetisætur að temja sér einfaldlega að láta gestgjafann bara vita um leið og tekið er á móti boðinu. Ef veislan er stærri, til dæmis hundrað manna brúðkaupsveisla eða ferming, þá vandast málið.

Gesturinn ber ábyrgð á sjálfum sér, með öllu sem fylgir því að vera góður gestur. Ef gestur hefur fengið boð í stóra matarveislu þá er sjálfsagt að hann láti sjálfur vita ef hann borðar ekki það sem flestir skilgreina sem hefðbundinn veislumat. Yfirleitt er hægt að notast við símanúmerið á boðskortinu í þessum erindum.

Ef gestur hefur fengið boð í stóra matarveislu þá er sjálfsagt að hann láti sjálfur vita ef hann borðar ekki það sem flestir skilgreina sem hefðbundinn veislumat. Yfirleitt er hægt að notast við símanúmerið á boðskortinu í þessum erindum.

Þetta er ekki dónaskapur eða tilætlunarsemi, heldur mjög eðlilegur hluti af því að vera mannlegur. Gesturinn getur líka kosið að spara sér umstangið og koma með eigin mat. Þetta er sniðugt að gera ef boðið er upp á hlaðborð, til dæmis í fermingum, en ekki matseðil þar sem gestgjafi hefur borgað fyrir hvern disk (árshátíðir hafa oft þennan háttinn á). Ef boðið er upp á matseðil, þá er sjálfsögð kurteisi að láta vita. Ef um er að ræða veisluþjónustu sem framreiðir fyrir hvern og einn, þá hefur veisluþjónustan yfirleitt þann háttinn á að spyrja gestgjafann hvort að einhverjir í hópnum séu grænmetisætur eða vegan. Ef gestgjafinn hefur ekki fengið upplýsingar um það þá endar ábyrgð hans þar.

Þetta er alls ekki flókið, en er flækt mörgum sinnum á ári úti um allt land, þar sem bæði gestgjafar og gestir sitja uppi með fullkomlega tilhæfulaust samviskubit vegna þess að ábyrgðin var ekki nógu skýr.

Að lokum, nokkur atriði fyrir gestgjafa grænkerans:

1. Grænmetisætan eða vegan er ekki komin í boðið til þess að dæma kjötæturnar.

2. Ef þú ert í vafa, spurðu bara hvort að grænmetisætan eða vegan borðar þetta eða hitt (t.d. er ostur í lagi?). Það er ekki dónaskapur.

3. Fæstar grænmetisætur eða vegan eru alltaf (24/7) til í að tala um kosti þess að vera grænmetisæta eða vegan, eða í stuði fyrir fyrirlestur upp úr grein sem þú last á netinu um vítamínskort hjá grænkerum. Viðkomandi spyr þig að sama skapi ekki í sífellu hversvegna þú ákveður að borða kjöt. Ég get ekki talað fyrir allar grænmetisætur en ég er sjálf orðin dálítið þreytt á því að þurfa að bæði ræða og “verja” það að vera grænmetisæta í boðum sem ég sæki.

Ég vona að þessi listi komi einhverjum að gagni og ég óska þér og þínum grænu vinum góðrar skemmtunar í veislunni!

Eva Bjarnadóttir

Skrifað af: Nínu Salvarar

Nína Salvarar er ástríðukokkur, kvikmyndagerðarkona, rithöfundur og sagnfræðinemi. Hún er búsett í Reykjavík með sambýlismanni og dóttur.

Að breyta um mataræði og njóta þess í leiðinni.

Finndu góðan stuðning

Facebook hóparnir Íslenskar grænmetisætur og Vegan Ísland eru mjög virkir. Þar er hægt að finna félagskap, svör og aðstoð nánast samdægurs. Nú þegar erum við orðin yfir þrjú þúsund manns. Hópurinn heldur reglulega hlaðborð eða Pálínuboð þar sem allir mæta með vegan rétt og við skiptumst á uppskriftum og ráðum. Vertu endilega með okkur í góðum félagskap.

Taktu þér tíma

Þeir sem eru vanir grænmetisfæði, eða hafa mjög sterka sannfæringu hafa sumir skipt um mataræði á einum degi. En sennilega hentar flestum að taka sér góðan tíma. Það tekur einfaldlega tíma að breyta um rótgrónar venjur. Galdurinn er að læra að útbúa einfaldan, fljótlegan mat sem er svo góður að þú vilt helst ekki snúa til baka. Og umfram allt að vera þolinmóður við sjálfan sig.

Inn með það góða

Snjallt hugarfar er að einbeita sér að því góða sem við bætum inní mataræðið. Bættu inn góðum mat af krafti og tímanum verður minna pláss fyrir það sem gerir þér ekki gott. Að einblína á bannlista er ekki vonlegt til árangurs.

Út með það slæma

Hvað með að velja aðeins eitt dýr og taka það af matseðlinum? Hitt kemur síðar. Til dæmis sleppa kjúklingnum eða svínakjötinu og bíða aðeins með restina. Hver og einn velur það sem þeim hentar og tekur þetta á sínum hraða. Ef við erum að borða hollan og góðan mat alla daga finnum við að lokum lítið fyrir þessu.

Mundu að bragðskynið breytist

Þetta gæti hljómað eins og undarleg vísindi, en bragðskynið breytist þegar við breytum um mataræði. Það sem okkur fannst einu sinni gott verður það ekki endilega eftir ár eða svo. Því meira sem þú borðar af nýja fæðinu því meira kanntu að meta það. Þeir sem hafa skipt úr nýmjólk yfir í léttmólk þekkja þetta. Fyrst er vatnsbragð að léttmjólkinni en með tímanum finnum við lítinn mun og nýmjólkin fer að taka á sig rjómabragð. Breyttir bragðlaukar kæra fólk.

Morgunáskorun

Gott ráð er að breyta einni máltíð í einu og byrja til dæmis á morgunmatnum. Fyrsta skrefið gæti verið að kaupa plöntumjólk í stað kúamjólkur útí kaffið og á morgunkornið eða finna sér gott vegan álegg á brauð. Annað skrefið getur verið að læra að útbúa góða hafragrauta og smoothies. Þriðja að prufa að bæta inn einum ávexti á morgnana, eða að smakka það handhæga ávaxtamauk sem er í boði.

Lærðu að elda

Á netinu er mikið af góðum ráðleggingum varðandi grænmetisfæði og flestir mæla með því að læra að elda.

Á netinu er mikið af góðum ráðleggingum varðandi grænmetisfæði og flestir mæla með því að læra að elda. Úrvalið af tilbúnum grænmetisréttum er að aukast en þeir eru ekki allir hollir. Ef þú vilt bera sjálfur ábyrgð á þínu mataræði og heilsu er nauðsynlegt að læra að elda. Vegan matur getur verið ítalskur, mexíkanskur, indverskur, tælenskur, japanskur eða hvaða af hvaða matarhefð sem er. Við lofum að þú munt ekki sjá eftir því að skoða þennan heim betur. Þarna fá bragðlaukarnir að dansa.

Millimál

Snarl og millimál getur verið brauð, hrökkbrauð, ávextir og ber. Súpur, grænmeti með hummus, hnetur, ávaxtamauk , smoothies og poppkorn. Sumum finnst hæfilegt að borða 1-3 ávexti á dag og þeir henta mjög vel sem millimál eða eftirréttur.

Kvöldmatur

Kvöldmatur getur verið burrito, lasagna, pastaréttur, hamborgari, vegan pylsur, pottréttir, salöt, súpur og fleira. Flestar uppskriftir eru vegan vænar. Sumum reynist vel að halda áfram að elda uppáhalds uppskriftirnar sínar en finna leiðir til að elda þær án dýraafurða. Síðan er mikilvægt að bæta þessu góða inní mataaræðið þar til það slæma hefur minna vægi og á endanum hverfur. Grænmetisfæði er stundum ólíkt þessu hefðbundna fæði sem við þekkjum hvað varðar skipulag. Kvöldmatur þarf ekki endilega að vera þrískiptur (prótein, kolvetni og salat). Hann má í rauninni vera hvað sem er. Baunir, ávextir, ber, grænmeti, korn, hnetur og fræ. Það sem skiptir máli er að mataræðið sé fjölbreytt í heild sinni. Ágætt er að setja sér raunhæf markmið eins og að elda nýja uppskrift einu sinni í viku, eða tvisvar í viku. Og áður en þú veist af ertu kominn með nýtt uppskriftasafn og nýjar venjur.

Baunaáskorun

Baunir eru mikilvægur próteingjafi og koma fyrir í mörgum grænmetisuppskriftum. Svo við mælum með hetjulegri baunaáskorun. Baunir fást í dósum í flestum matvöruverslunum, sem dæmi nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartbaunir, cannelini baunir og linsubaunir. Baunir má nota í hamborgara, pottrétti, burritos, súpur, hummus og salöt. Baunir úr dós duga vel en ef þig langar í meiri gæði má nota þurrkaðar lífrænar baunir sem þurfa að liggja í bleyti yfir nótt.

Baunir úr dós duga vel en ef þig langar í meiri gæði má nota þurrkaðar lífrænar baunir sem þurfa að liggja í bleyti yfir nótt.

Kjötsöknuður

Tófu og Seitan eru einnig góðir próteingjafar og sniðugir fyrir þá sem sakna kjöts. Bæði Hagkaup og Góð heilsa á Njálsgötu 1 í Reykjavík selur gervikjöt, soyahakk og vegan pizzur svo þig þarf ekki að skorta skinku, pepperoni eða pylsur á þessu nýja mataræði. Úrvalið er alltaf að aukast.

Kornáskorun

Korn getur verið stór þáttur í grænmetisfæði fæði líka. Dæmi um korn eru hafrar, heil hrísgrón, bulghur, kúskús, kjúklingabaunamjöl, bygg, quinoa og maís. Svo keyptu endilega pakka af korni sem þú hefur ekki prófað áður og fylgdu leiðbeiningunum.

Að fara í matarboð

Ágætt ráð er að mæta ekki mjög svangur í veislur og einbeita sér meira af samræðunum heldur en matnum. Samkomur eru til þess að kynnast fólki og njóta félagskapar, ekki til að borða yfir sig og sytja útí horni. Sumir grænkerar borða kjöt og fisk í matarboðum og það er auðvitað í fínu lagi. Hver og einn þarf að gera þetta upp við sig. Gott ráð er að hringja á undan sér og spyrja útí matseðilinn. Þá er hægt að bjóðast til að koma með góðan grænmetisrétt sem allir geta smakkað á. Einnig er hægt að grípa með sér tilbúna máltíð úr matvörubúð eða veitingahúsi og fá að hita upp á staðnum. Enginn ætti að þurfa að borða kjöt og dýrafurðir fyrir aðra.

Að fara á veitingahús

Flest veitingahús bjóða uppá grænmetisrétti eða vegan valkosti eins og salöt og kartöflur. Ef ekki er oftast hægt að panta rétti af matseðlinum en biðja þjóninn að sleppa dýraafurðunum. Svo má líka kynna sér matseðilinn fyrirfram eða hringja á undan sér og biðja um sérfæði. Flestar veisluþjónustur eru snillingar í grænmetisfæði, en það er auðvitað misjafnt. Þar sem eru pizzur í boði má biðja um ostalausa pizzu með hvítlauksolíu. Sumir hafa vanið sig á að mæta með plöntuost og biðja þjóninn að nota það á pizzuna. Ef pizzan er útbúin á staðnum ætti það ekki að vera vandamál. Munið svo að allar fyrirspurnir og beiðnir ganga betur með brosi og góðu skapi.

Grænmetisveitingahús

Eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að breyta mataræðinu er að fara reglulega á grænmetisveitingahúsin. Flest þeirra bjóða uppá hálfan skammt svo að það þarf ekki að vera dýrt að prufa hitt og þetta. Þetta er gullið tækifæri til að komast að því hvað þér líkar og hvað þig langar að prufa að elda heima. Þá er sniðugt að leggja nafnið á réttinum á minnið, eða helstu innihaldsefnin og leita að svipaðri uppskrift á netinu. Oftast eru þetta hefðbundnir indverskir eða asískir réttir, sem eru ekki eins flóknir og þeir líta út fyrir að vera.

Daðraðu við heilsubúðirnar

Þar fæst allt sem þig vantar í grænmetisuppskriftirnar og meira til. Einnig sælgæti, snyrtivörur og fleira sem auðvelt er að týna sér í. Líttu inn og skoðaðu þig um. Bæði Hagkaup og Góð heilsa á Njálsgötu 1 í Reykjavík selur gervikjöt og vegan pizzur svo þig þarf ekki að skorta skinku, pepperoni eða pylsur á þessu nýja mataræði. Úrvalið er alltaf að aukast.

Eldhúslistir æfina á enda

Að gerbylta eldhúsinu og læra nýjar eldunaraðferðir tekur tíma svo mikilvægt er að vera góður við sjálfan sig og fyrirgefa öll litlu mistökin. Þau eru einmitt það besta í ferlinu. Hver lítill lærdómur eða mistök færir okkur skrefi nær betri heilsu. Bæði fyrir okkur og fjölskylduna. Þegar maður eldar nýja uppskrift er fullkomnlega eðlilegt að sóða út allt eldhúsið og taka sér langan tíma. En smám saman kemst hver uppskrift í vana og maður finnur nýjar leiðir til að elda eins og dansari.

Dóra Matthíasdóttir – www.vegandora.com