Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

vegan

Vel heppnað Vegan festival í Hafnarfirði!

Takk fyrir frábæran dag í gær, kæru vinir!

Við viljum þakka ómetanlegan stuðning tónlistarmannanna sóley !og Bróðir BIG, allra sjálfboðaliðanna okkar og ekki síður eftirfarandi fyrirtækja sem gerðu okkur mögulegt að hrinda festivalinu í framkvæmd: Gló, Krónan,Heilsa sem útvegaði Whole Earth Foods gosdrykkina, Klaki – kolsýrt vatn,Oumph!, ást & bygg – umboðsaðila Veggyness pylsanna, Ræstivörur – umboðsaðila Vegware einnota borðbúnaðarins sem er gerður úr plöntum og brotnar 100% niður í náttúrunni, Securitas og Hafnarfjarðarbær.

Vegan festival 2017 verður ennþá stærra 🙂

13892376_10155384615024988_5316402753013412954_n 13902652_10155384615194988_7998255806554632425_n

 

Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi – 2016

13950543_10153972334398198_1292086199_oSamtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14,Thorsplani í Hafnarfirði. Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar.

Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos .

Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar

Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi atburðarsíðu á facebook: Vegan Festival

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Veganúar 2016!

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinni árlegu Veganúar áskorun í annað sinn í samstarfi við alþjóðlegu Veganuary hreyfinguna. Um er að ræða átak sem hófst í Englandi í janúar 2014 og hefur náð til þátttakenda í fjölmörgum löndum. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Vefsíða Veganúar á Íslandi er www.veganuar.is en þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og tengil á skáningu í áskorunina. Á næstu dögum bætist við mikið stuðningsefni, m.a. yfirlit yfir margs konar vegan vörur í íslenskum verslunum, tenglar á íslenskar vegan uppskriftarsíður og matarplön sem áhugasamir geta nýtt sér án endurgjalds.

Ókeypis fræðslufundur verður haldinn á Sólon í Bankastræti mánudaginn 4. janúar klukkan 19.00. Þar verður farið yfir hvernig hægt er að fara í gegnum þennan vegan mánuð á auðveldan og ljúffengan hátt og ýmis góð ráð gefin. Skráning á fræðslufundinn fer fram á Facebook og tengil má finna á www.veganuar.is

Einnig er vakin athygli á Snapchat Veganúar þar sem bæði reynt vegan fólk og nýgræðingar munu láta ljós sitt skína á hverjum degi allan janúarmánuð. Notandanafn: veganuar

Fleiri viðburðir eru í bígerð og verður tilkynnt um þá von bráðar.

Samtökin hvetja fjölmiðla til að gera Veganúar góð skil og gefa vegan uppskriftum og málefni veganisma sérstakan gaum í janúar. Jafnframt eru matsölustaðir, verslanir og framleiðendur hvattir til að styðja átakið með bættum merkingum og framboði vegan valkosta.

fréttablaðið 30.desember 2016

 

Hulda B. Waage: Góð fyrirmynd fyrir dæturnar

12079444_1107599889252177_4549210841774630889_n

Hulda B. Waage er móðir og íþróttakona sem starfar sem matráður hjá Íslandsbanka á Akureyri. Hún er í meistaraflokki kraftlyftingafélags Akureyrar og er sannfærð um að mataræðið sé stór partur af góðum árangri.

 

Hvernig kom til að þú gerðist vegan?

Mér þótti ekki kjöt gott til að byrja með. Fann svo bók heima hjá mér sem heitir Grænt og Gott sem mamma mín keypti einhverntíman. Skoðaði hana vel og vandlega og uppgötvaði eiginlega þá að það væri rosa sniðugt að vera vegan. Svo fór ég í rannsóknarvinnu og sá það svart á hvítu hversu mikilvægur málstaðurinn er. Ekki bara fyrir mína eigin heilsu, heldur umhverfið og auðvitað dýrin.

 

Hvað hefur þú verið vegan lengi?

Ég tók upp veganisma á unglingsárunum. Ég get þó ekki státað mig af því að hafa verið vegan síðan þá. Það er merkilegt hversu heilaþvegin við erum.

Ég tók upp veganisma á unglingsárunum. Ég get þó ekki státað mig af því að hafa verið vegan síðan þá. Það er merkilegt hversu heilaþvegin við erum.

Að okkur þyki eðlilegt að myrða dýr. Ég tók upp fyrri sið fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa horft á Earthlings og munað hversu ástríðufull ég var á mínum yngri árum og hversu miklu máli þetta skipti mig.

 

Hvenær fórst þú að stunda kraftlyftingar?

Ég hef alltaf verið sterklega byggð. Var í jazzballet og upplifði mig alltaf margfalt þykkari en hinar stelpurnar og átti erfitt með að fóta mig þar af þeim sökum. Ég fór þó bara í líkamsrækt eftir að ég átti eldri dóttur mína, seinna í einkaþjálfun í þeim tilgangi að verða mjó. Svo var ég eiginlega bara plötuð í þetta af þjálfaranum. Ég hef verið föst í þessu síðan þá.

 

Hvernig hreyfir þú þig?

Ég fer eftir sérstakri lyftingaáætlun sem er sérsmíðuð fyrir mig af þjálfaranum mínum og eiginmanni. Áætlunin er byggð í kringum greinarnar þrjár; hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Auk þessara týpísku lyftingaæfinga tek ég æfingar sem við köllum GPP sem stendur fyrir General Physical Preparedness það getur t.d. verið þrekhringur eða HIIT æfingar.

 

Screenshot 2015-11-17 21.49.36Hve oft hreyfir þú þig?

Yfirleitt eru það tvær æfingar á dag þrisvar í viku og 1 æfing á dag þrisvar í viku. Það gera þá 9 æfingar á viku. Þær eru misþungar og yfirleitt standa þær ekki lengur en í 90 mínútur hver þó það komi nú fyrir að þær dragist á langinn.

 

Hvernig er þá venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna yfirleitt rétt fyrir sjö á morgnanna með dóttur minni. Ég geri nesti fyrir hana í leikskólann. Klæði okkur og fæ mér stundum morgunhressingu áður en við löbbum af stað í leikskólann. Þegar ég hef skilað henni af mér fer ég á æfingu. Labba svo heim og fer í sturtu áður en ég mæti í vinnu. Rétt fyrir 10 er ég mætt í vinnuna. Þar elda ég, ber fram mat og geng frá og er yfirleitt búin rétt um tvöleytið. Þá tek ég strætó á æfingu. Eftir æfingu sæki ég dóttur mína á leikskólann og við förum saman í æfingaaðstöðuna þar sem ég þjálfa. Eftir að hafa þjálfað fer ég heim og sinni venjulegum heimilisverkum, sinni dóttur minni, elda kvöldmat. Kem svo stelpunni í háttinn. Eftir það eru það heimilisstörf eða hvíld fyrir mig. Ég fer svo yfirleitt að sofa um tíu leytið alveg búin á því.

 

Þú minnist á að dóttur þín komi með á æfingu. Hefur hún mikinn áhuga á því sem mamma hennar er að gera?

Hún er ekki nema 18 mánaða gömul. Hún virðist samt sem áður vera mjög áhugasöm. Hún t.d. tekur stundum ketilbjöllur og lyftir þeim eins og maður gerir í réttstöðulyftu. Hún er líka mjög hrifin af magnesíumdallinum og er dugleg að púðra hendurnar. Mér sýnist á henni að hún ætli að verða lík foreldrum sínum í þessum efnum. Við stefnum að fyrsta heimsmeistaratitli um tvítugt fyrir hana.

Mér sýnist á henni að hún ætli að verða lík foreldrum sínum í þessum efnum. Við stefnum að fyrsta heimsmeistaratitli um tvítugt fyrir hana.

 

Hvað borðar þú yfir daginn?

Ég er með mataráætlun sem ég ætti að fara eftir hvern dag. Þetta er mjög erfið spurning þar sem ég er svo ódugleg að fara eftir áætluninni minni og er ofboðslega mikill nautnaseggur. Yfirleitt fæ ég mér bara vatn yfir morguninn og á morgunæfingunni. Ef ég vakna svöng þá fæ ég mér ávöxt eða geri mér smoothie úr appelsínusafa og spínati og einhverju gourmet. Þegar ég kem í vinnuna fæ ég mér salat eða ávexti. Þegar ég er með grænmetisrétti í vinnunni fæ ég mér svoleiðis, ef ekki þá geri ég mér smoothie eða fæ mér salat og hnetur.Áður en ég fer úr vinnunni og fyrir æfingu fæ ég mér yfirleitt banana eða einhvern annan ávöxt til að grípa með mér.

Áður en ég fer úr vinnunni og fyrir æfingu fæ ég mér yfirleitt banana eða einhvern annan ávöxt til að grípa með mér.

Þegar ég er búin að æfa fæ ég mér einhverja hressingu og oftast er það ávöxtur sem verður fyrir valinu. Svo fæ ég mér yfirleitt stóran kvöldmat. Uppáhalds eins og er er svartbaunapasta og tofu.

Svo uppistaðan í mínu matarræði er smoothies (allskonar en yfirleitt grænir), ávextir og þá aðallega vatnsmelónur, bananar, mangó og vínber, salöt (sem samanstanda þá af einhverskonar blaðsalati eða káli og gróðurhúsagrænmeti eins og papriku og agúrkum), baunapasta og tofu.

 

Hvað fær nautnaseggurinn sér þegar hún fer út fyrir matarplanið?

Haha, nautnaseggurinn er sérlega hrifinn af súkkulaði svo það laumast ansi oft með. Ég held að það sé ekkert slæmt við það að borða svolítið af súkkulaði enda veitir það manni ómælanlega hamingju. Ég held að það sé líka nokkuð augljóst ef maður skoðar instagrammið mitt að pítsa laumast ansi oft inn.

 

Screenshot 2015-11-17 21.50.47Hvernig hefur veganisminn haft áhrif á þjálfunina?

Munurinn sem ég finn eftir að ég breytti úr því að borða fisk, mjólkurafurðir og egg auk grænmetis og ávaxta yfir í veganisma er að ég finn minna fyrir bólgum og eymslum í vöðvum og liðum, ég virðist vera fjótari að jafna mig eftir æfingar auk þess sem mér finnst ég vera léttari á mér.

 

Hvernig viðbrögð færð þú þegar þú segist vera vegan lyftingakona?

Ég er ekki viss. Ég held að fólk reyni að sýna sem minnst viðbrögð. Fólk á það til að fara í vörn (sem er svo óþarft), gera grín (sem er alltaf jafn ófyndið) eða segja eitthvað eins og „ég var einu sinni vegan í mánuð“ og því fylgir þá yfirleitt eitthvað eins og  „ég fékk próteinskort“.  Mér finnst bæði það að vera vegan og vera í lyftingum vera orðið frekar mainstream þó ég viti ekki um aðra kraftlyftingakonu á Íslandi sem er vegan. Það hlýtur þó að breytast. Ég trúi ekki öðru.

 

Hver er algengasta spurningin sem þú færð?

Ég hugsa að „Hvar færðu prótein?“ og „Hvað áttu í hnébeygju?“ séu algengastar fyrir utan „Hvað er í matinn?“ spurninguna sem dynur á mér mörgum sinnum á dag.

 

Ok… Hvað áttu í hnébeygju?

Í búnaði á æfingu á ég best tölurnar:
Hnébeygja 190kg
Bekkpressa 127,5kg
Réttstaða 185kg

Ég held þó að 165kg, 107,5kg og 180kg séu mínar bestu mótatölur. Ég hef þó enn nægan tíma til að æfa mig í að keppa.

 

Og… Hvaðan færð þú prótein?

Það er ekki erfitt að fá prótein. Venjulegur einstaklingur þarf ekki nema 0,8g af próteini á hvert kíló sem hann vegur. Einstaklingur sem hreyfir sig mikið nýtir ekki nema að hámarki 1,8g af próteini á hvert kíló sem hann vegur.

Í einum banana (sem vegur 100g) eru 1,8g af próteini.

Svarið er því ég fæ prótein úr öllu sem ég borða og drekk nema úr vatni. Mín helsta próteinuppspretta er þó svartbaunapasta sem hefur 45g af próteini í hverjum 100g. Ég versla mitt svartbaunapasta í Nettó.

 

Screenshot 2015-11-17 21.48.54Getur maður byggt vöðva á vegan fæði?

Það er mjög auðvelt að byggja upp vöðva á hollu mataræði svo lengi sem maður er duglegur að æfa. Ef mataræði er lélegt hvort sem það er vegan eða ekki og ef maður er ekki duglegur að æfa þá gerist ekkert hjá manni.

Það er mjög auðvelt að byggja upp vöðva á hollu mataræði svo lengi sem maður er duglegur að æfa. Ef mataræði er lélegt hvort sem það er vegan eða ekki og ef maður er ekki duglegur að æfa þá gerist ekkert hjá manni. Maður þarf af leggja hart að sér ef maður ætlar að vera góður í íþróttum og líta vel út.

 

Hvað hvetur þig áfram í veganismanum og íþróttinni?

Mig langar ofboðslega mikið til að vera góð fyrirmynd fyrir dætur mínar. Ég veit líka hvers ég er megnuð og ég á þá ósk að sanna mig fyrir öðrum.

 

Hefur það ekki komið neinum á óvart að þú borðir ekki dýraafurðir til að ná þeim árangri sem þú hefur náð?

Ég veit það ekki. Jú, að einhverju leyti örugglega. Fólk sem hefur kannski ekki mikla þekkingu á hvað er hollt og hvað er óhollt verður stundum hissa á því að ég sé eins og ég er án þess að súpa lýsi, drekka mjólk og borða slátur. Ég er samt sannfærð um að mataræði mitt sé stór partur af árangri mínum.

 

11283_896528870377548_6751861990535836740_nFramtíðarplön í íþróttinni?

Það sem er sérlega heppilegt við kraftlyftingar er hversu langlífur maður getur verið í íþróttinni. Meiðsli eru sjaldgæf og þess vegna ef maður er duglegur að fara vel með sig getur maður keppt þar til maður er orðinn alveg eldgamall. Eins og er stefni ég á að taka gott Bikarmót 21. nóvember. Svo eru fullt af mótum eftir það mót. Ég held áfram að æfa og keppa og sé hvert það leiðir mig.

 

Einhver góð ráð til þeirra sem vilja lyfta og borða vegan?

Mitt ráð til þeirra sem vilja lyfta er að vera með góðan og öruggan þjálfara og þeir sem vilja fara vegan leiðina í lífinu að lyfta að borða vel af hollum mat og forðast að detta í of miklar prótein pælingar. Svo lengi sem maður borðar nóg og borðar hollt ætti prótein ekki að vera nokkurt vandamál.

 

Hægt er að fylgjast með Huldu á Instagram:

http://www.instagram.com/huldabwaage/

Gagnleg öpp í snjallsímann

Hér höfum við tekið saman nokkur frí smáforrit (á ensku) sem þægilegt er að hafa tiltæk í símanum og geta gripið í á ferðinni.

 

21-Day Vegan Kickstart (iPhone)

image06image02

Frábært 21 daga matarplan fyrir byrjendur í vegan fæði. Uppskriftir og leiðbeiningar fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat ásamt snarli fyrir hvern dag í 21 daga. Auðveldar nýjum grænmetisætum lífið með góðum hugmyndum.

 

 

Happy Cow (iPhone, Android, Windows)

image07image08

Happy Cow appið sparar grænmetisætum sporin á ferðalagi um önnur lönd. Appið veitir aðgang að umfangsmiklum gagnagrunni af veitingastöðum og verslunum sem henta grænmetisætum og vegan víðast hvar um heiminn. Hvort sem þú ert í nýrri borg, að undirbúa ferðalag eða vilt einfaldlega prófa eitthvað nýtt þá þetta app ómissandi leiðarvísir.

 

 

E Food Additives (iPhone*)

image01image05

Flettu upp E-efnum fljótt og örugglega með þessu appi. Greinargóðar upplýsingar um hvert þeirra og merkingar eftir uppruna (planta, baktería, dýr, steinefni, fiskur o.s.frv). Efnin eru litaflokkuð eftir því hversu hættuleg þau erutalin vera og hægt er að fletta upp eftir heiti, E-númeri eða litamerkingu. (Sjá frekari upplýsingar um e-efni).

 

*Sambærilegt app fyrir Android síma er E-Inspect Food additives.

 

 

Cruelty-Free (iPhone, Android)

image09

Nú gæti ekki verið auðveldara eða fljótlegra að komast að því hvaða vörur eru ekki prófaðar á dýrum (e. cruelty-free). Bæði er hægt að fletta upp í listanum eftir vöru eða framleiðanda og fá upplýsingar. Athugið þó að “cruelty-free” þýðir ekki endilega að varan innihaldi engar dýraafurðir. (Sjá nánar um snyrtivörur).

 

 

Is It Vegan? (iPhone, Android)

image04image10

Með þessu appi er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá að vita hvort varan sé vegan. Einnig er í boði að leita handvirkt að vöru eða innihaldsefni og fá upplýsingar. Hentugt út í búð þegar maður vill skjót svör og þekkir ekki til efna á borð við ergocalciferol, xylitol eða carminic acid.

 

 

Animal-Free (iPhone, Android)

image00image03

Sams konar app og Is It Vegan? en Animal-Free er gott almennt uppflettirit fyrir hvers kyns innihaldsefni. Hentar hverjum þeim sem vill taka meðvitaðri ákvarðanir um mataræði og innkaup.

 

Vegan valkostir í Passion bakarí um helgina

Vegan helgi hófst í morgun og stendur fram á sunnudag – fjölmennum, njótum og styðjum þetta skemmtilega framtak!

Hér að neðan má sjá tilkynningu af fésbókarsíðu bakarísins:

Vegan Helgi í Passion

Þessa helgina verður Passion með meira úrval af vegan sætabrauði.

Vegan þýðir að ekkert af þessum vörum eru með dýraafurðum í og hentar þá vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða ofnæmi fyrir eggjum.

Það sem verður í boði:

  • Sérstakt vegan croissant.
  • Vegan snúðar með súkkulaði.
  • Hjónabandssæla.
  • Heilsuklatti með súkkulaði.
  • Hnetuklatti með súkkulaði.
  • En svo verðum við auvðitað með gamla góða Spelt rúgbrauðið og Súrdgeisbrauðin sem henta vegan.

Gleðin byrjar núna föstudagsmorguninn.

Að hætta að borða kjöt…

Flestar grænmetisætur voru einu sinni kjötætur og ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var að alast upp var venjuleg máltíð kjöt með smá meðlæti á kantinum, aðallega kartöflum og brúnni sósu. Ég hafði heyrt um grænmetisætur og fannst það áhugavert en ég var ekki hippi svo þetta var ekki eitthvað fyrir mig. Að ég gæti sleppt því að borða mjólk og egg fannst mér óhugsanlegt.

Í dag er ég stolt af því að kalla mig grænmetisætu. Meira að segja “ýktu” gerðina, Vegan! Ég borða ekkert kjöt, ekki fisk og sneyði hjá mjólkurvörum og eggjum eins og ég get. Ég vel gerfileður fram yfir ekta leður og vel sængur og kodda án fiðurs.

Ástæðurnar fyrir því að ég fór af stað í þessa lífsstíls breytingu eru margar en fyrst og fremst kærleikur í garð annarra dýra.

Ástæðurnar fyrir því að ég fór af stað í þessa lífsstílsbreytingu eru margar en fyrst og fremst kærleikur í garð annarra dýra. Mér finnst mín tilvera ekki vera yfir aðrar tilverur hafin og vil ekki að láta enda annað líf fyrir máltíð fyrir mig þegar ég get lifað góðu lífi án þess.

Ástæður fyrir því að fólk skiptir um matarræði eru margar og aðferðirnar misjafnar. Sumir horfa á eina heimildamynd (til dæmis; Forks over Knifes, Food Matters, Food Inc. eða Earthlings) og taka 180 gráðu beygju á einu kvöldi. Hjá mér gerðist þetta ekki yfir nótt og hefur heldur ekki verið alveg áreynslulaust. Fyrir tæplega sjö árum byrjaði ég á því að taka rautt kjöt af matseðlinum. Ég hélt kjúklingi og fiski inni aðallega vegna vanþekkingar og vantrausts á mig og fjölskylduna mína. Mig skorti hugmyndir um hvað ég gæti eldað án kjúklingakjöts eða fisks. Á næstu mánuðum varð mér það ljóst að til að líða betur andlega, yrði ég að sneiða hjá allri kjötneyslu. Síðan fór fiskurinn út og síðast mjólkurvörur og egg.

En hvað á maður að borða þegar kjötvörur eru teknar út?

En hvað á maður að borða þegar kjötvörur eru teknar út? Pasta með grænmeti í tómatsósu eða súpur voru ansi oft lendingin fyrstu mánuðina og við notuðumst talsvert við “gerfikjöt” eða sojakjöt í gamalkunnar uppskriftir eins og hakk og spaghettí, tacos og chili. Bragðið var bara ekki það sama og ég viðurkenni að í langan tíma var maturinn oft ekki upp á marga fiska.

Það voru margar efasemdirnar fyrstu árin. Einn veturinn fannst mér börnin mín (þessir ljóshærðu Íslendingar) vera óvenju föl og kenndi kjötleysi um. Ég dró andann djúpt, fór í bestu matvöruverslunina í hverfinu, keypti kjöt af nauti, sem mér var lofað að hafi lifað innihaldsríku lífi, og setti í pottrétt.

Börnin voru alveg jafn föl næstu daga.

Ég var samt ekki svo efins að ég gæfist upp og sneri til baka. Eftir einhverja óspennandi máltíðina rann það upp fyrir mér að ég væri ekki að gera þetta alveg rétt. Grænmetisfæði snýst ekki bara um að taka ÚT kjöt heldur þarf líka að bæta INN einhverju góðu á móti.

Þið megið alveg segja upphátt “Auðvitað!” og jafnvel “Döö!”. Mér leið algjörlega þannig þegar þetta gerðist. Mér til varnar þá held ég að ansi margar grænmetisætur missi af þessu. Pasta með tómatsósu, ostapizza og gosdrykkir eru grænmetisfæði en sá/sú grænmetisæta sem lifir á því verður ekki hraust lengi. Því miður held ég að það sé steríótýpan sem margir hafa í kollinum. Orkulaus, föl og sljóleg Fríða Fennel.

Ég fór að lesa mér til um Whole Foods Plant Based Diet sem er matarræði sem byggist upp á óunnu fæði, aðallega úr plönturíkinu; grænmeti, ávextir, heil korn og hnetur. Ég fór að prófa mig áfram með korn eins og bygg og quinoa, hnetur, baunir og grænmeti eins og sætar kartöflur, grænkál, rauðrófur og baunaspírur. Ég hætti að vera feimin við olíur og krydd, sérstaklega salt og ferskar kryddjurtir. Afraksturinn varð bragðmikill og ferskur matur sem okkur leið vel eftir að borða.

Ég leita oft á mið Indverskrar, austurlenskrar, afrískrar og suðuramerískrar matargerðar þar sem er sterk hefð fyrir spennandi grænmetisréttum

Núna, fjórum til fimm árum síðar borðum við betri mat en nokkru sinni fyrr. Við prófum nýja rétti nokkrum sinnum í viku. Ég leita oft á mið Indverskrar, austurlenskrar, afrískrar og suðuramerískrar matargerðar þar sem er sterk hefð fyrir spennandi grænmetisréttum. Krakkarnir maula þaraflögur, biðja um baunaspírur, hummus, kálflögur og tofusalat. Ég er örugg um að ég sé að gefa börnunum mínum besta grunninn að heilbrigðu lífi og okkur foreldrunum bestu möguleikana að fá að upplifa það með þeim lengi. Við vorum heppin að því leiti að við áttum ekki við stórvægileg heilsufarsvandamál að stríða áður en við breyttum um matarræði. Ég hafði lifað með smávægilegum liðverkjum og bólgum síðan ég var unglingur sem ég losnaði alveg við eftir að ég hætti að neyta mjólkurvara. Pabbinn á heimilinu þjáðist af frjókornaofnæmi öll sumur en er laus við það líka. Við fáum örsjaldan umgangspestir, allar blóðprufur til fyrirmyndar (líka járn og B-12) og krakkarnir eru frísklegri á litinn en jafnaldrar þeirra í janúar.

Mamman sefur betur vitandi að við, fimm manna fjölskylda, komum í veg fyrir að um 500 dýr séu drepin á ári og enn fleiri látin þola illa meðferð í mjólkur eða eggjabúum.

Í stað þess að láta eina uppskrift fylgja með langar mig að stinga upp á gamalreyndum uppskriftum sem er hægt að gera vegan mjög auðveldlega.

muesli-412167_1280

Morgunmatur:

-Hafragrautur eða morgunkorn með móðurlausri mjólk, t.d. möndlu-, soja- eða hrísmjólk, ávöxtum, hnetusmjöri eða ristuðum pecan eða valhnetum.

-Heilkorna brauð með hummus, tómötum, lárperu og mylja yfir smá salt og pipar (algjört uppáhald hjá minni fjölskyldu).

-Skipta út kúamjólkur jógúrt fyrir soja eða kókosjógúrt með músli og ferskum ávöxtum.

Food_Pyramid_Vegetarian_Food_Guide

Aðalréttir:

-Taco eða burritos með „refried beans” í stað hakks. Sleppa osti og sýrðum rjóma ef þú vilt vera alveg vegan.

-Chili með allskonar baunum (linsubaunum eða nýrna-, eða svörtum baunum) í stað kjöts.

-Lasagna með ofnbökuðu grænmeti, muldar hnetur ofan á í stað osts.

-Súpur! Það eru óendanlega margar útgáfur að ljúffengum kjötlausum súpum. Tærar, með tómötum eða rjómalagaðar (með kókosmjólk í stað rjóma) grænmetissúpur. Það er gott að bæta dós af baunum út í fyrir meiri fyllingu, setja lúku af pasta eða byggi útí og jafnvel einn ofnbakaðan hvítlauk (tekur heilann hvítlauk, skerð ofan af mjóu endana, hellir smá olíu ofan á og pakkar inn í álpappír, bakar svo við 200C í 30-40 mín. þangað til hann er mjúkur)

-Kínverskt „stir fry“ með fullt af grænmeti, núðlum og jafnvel tófubitum.

-Skella grænmetisborgara á grillið í staðinn fyrir kjötborgara.

-Nota tofu bita í stað bita af kjúklingabringu t.d. í súrsætan kjúklingarétt.

Netið er stórkostleg uppspretta af uppskriftum og einföld leit að vegan mat skilar ykkur ótal spennandi möguleikum. Ég hvet alla til að litast um og gá hvort þið sjáið eitthvað sem höfðar til bragðlaukanna.

Katrín Sigurðardóttir

Veganúar: Vegan í janúar

Markmið Veganúar er að draga úr þjáningu dýra með því að hvetja fólk, frá öllum heimshornum, til að gerast vegan í einn mánuð. Veganúar er núna kominn til Íslands og höfum við í Samtökum grænmetisæta á íslandi sett upp síðu til hvatningar og fræðslu þeim sem vilja taka þátt.

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.

Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.

Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

Smelltu á myndina hér að neðan til þess að skoða Veganúar síðu samtakana!

Screen Shot 2015-01-12 at 21.38.34

 

 

 

Vegan Pálínuboð á þrettándanum!

Eftir vel heppnuð pálínuboð síðustu 2 ár hefur er komið að vegan pálínuboði á þrettándanum! Tilvalið að hittast á nýju ári og byrja árið vel í góðum félagsskap!

Eins og áður kemur hver og einn með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða meðlæti virkar vel, ef ykkur vantar hugmyndir ekki hika við að spyrja okkur ráða! Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN til að hann henti sem flestum. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burt séð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald.

Við munum hafa aðgang að bökunarofni og gashellum til að hita upp matinn.

Hittingurinn verður að Friðarshúsinu, Njálsgötu 87.

Hægt er að skrá sig í viðburðinn á facebook hér: Vegan Pálínuboð á þrettándanum

Kort:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map

Dear english speaking vegetarians and vegans!

We’re hosting a vegan potluck and would like you to join us. Each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It’s vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it doesn’t have to be complicated and we’re hoping to see a variety of courses. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

 

Facebook event page: Vegan Potluck in Reykjavík

Map to the location:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map