Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

veganúar

Kynningarfundur Veganúar 2018

Komdu á kynningarfund Veganúar 2018.
Allt sem þú þarft að vita til að prófa vegan lífstílinn í janúar.

Hvar?
Bíó Paradís
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Hvenær?

Miðvikudaginn 3. janúar
klukkan 20:00 – 21:30

Allar nánari upplýsingar er að finna á viðburðarsíðu fundarins á facebook:
https://www.facebook.com/events/521335051592754/?active_tab=about

Veganuary Iceland kick-off meeting, all you need to know to participate in January 2018.

 

Ný stjórn og hvatningarverðlaunin 2017

Aðalfundur SGÍ var haldinn 20. september síðastliðinn og þar var ný stjórn kosin. Nýr formaður samtakanna er Benjamín Sigurgeirsson. Gjaldkeri er Sigvaldi Ástríðarson, ritari Vigdís Andersen og meðstjórnendur eru Arna Sigrún Haraldsdóttir, og Lowana Veal.

Einnig var Valgerður Árnadóttir ráðin framkvæmdastjóri samtakanna en framkvæmdastjóri mun sinna starfi upplýsingafulltrúa ásamt fræðslu og skipulagi á viðburðum félagsins.

Það var kosið um hin árlegu hvatningarverðlaun samtakanna og hljóta tvö fyrirtæki verðlaunin í ár: Krónan og Brynjuís. Krónan hlýtur verðlaunin fyrir að hafa á undanförnum árum stóraukið úrval af vegan vörum og hefur Krónan sannarlega kynnt landsmönnum fyrir úrvals vegan matvöru og var það einróma álit stjórnar að Krónan væri með eitt besta vöruúrval stórverslanna á Íslandi fyrir grænkera. Brynjuís hlýtur einnig verðlaun fyrir afbragðs þjónustu við grænkera en Brynjuís býður nú upp á tvær mismunandi jurta-ístegundir úr vél (soja- og kókosís) og fjölbreytt úrval sælgætis með vegan merkingum til að búa til ljúffenga bragðarefi og aðra ísrétti. Með hvatningarverðlaununum senda samtökin þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir að stuðla að auknu og bættu úrvali fyrir grænkera.

Margt spennandi er á döfinni hjá samtökunum og hefur ný stjórn þegar hafist handa við að takast á við þau mörgu og krefjandi verkefni sem framundan eru. Þar má nefna Veganúar, fræðsluerindi í framhaldsskólum, pálínuboð og fleiri viðburði.

Veganúar Pálínuboð – 30.janúar 2016

Í tilefni þess að Veganúar 2016 er að ljúka langar Samtökum grænmetisæta á Íslandi að bjóða í pálínuboð (e. potluck)!

Laugardaginn 30. janúar
Friðarhúsið Njálsgata 87, Reykjavík, Iceland

Hver og einn kemur með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða hvers kyns meðlæti virkar vel. Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burtséð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald. Í húsnæðinu eru gashellur og bökunarofn ef nauðsyn krefur.

12510497_797237407071245_5837731402868788912_n (1)

Dear English speaking vegans and vegetarians!

It’s the end of Veganuary 2016 and we are hosting a vegan potluck! Everyone is welcome and each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It is vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it does not need to be complicated and we are hoping to see a variety of courses. Please bring the recipe or an ingredient list for the dish you bring. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

Veganúar 2016!

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinni árlegu Veganúar áskorun í annað sinn í samstarfi við alþjóðlegu Veganuary hreyfinguna. Um er að ræða átak sem hófst í Englandi í janúar 2014 og hefur náð til þátttakenda í fjölmörgum löndum. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Vefsíða Veganúar á Íslandi er www.veganuar.is en þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og tengil á skáningu í áskorunina. Á næstu dögum bætist við mikið stuðningsefni, m.a. yfirlit yfir margs konar vegan vörur í íslenskum verslunum, tenglar á íslenskar vegan uppskriftarsíður og matarplön sem áhugasamir geta nýtt sér án endurgjalds.

Ókeypis fræðslufundur verður haldinn á Sólon í Bankastræti mánudaginn 4. janúar klukkan 19.00. Þar verður farið yfir hvernig hægt er að fara í gegnum þennan vegan mánuð á auðveldan og ljúffengan hátt og ýmis góð ráð gefin. Skráning á fræðslufundinn fer fram á Facebook og tengil má finna á www.veganuar.is

Einnig er vakin athygli á Snapchat Veganúar þar sem bæði reynt vegan fólk og nýgræðingar munu láta ljós sitt skína á hverjum degi allan janúarmánuð. Notandanafn: veganuar

Fleiri viðburðir eru í bígerð og verður tilkynnt um þá von bráðar.

Samtökin hvetja fjölmiðla til að gera Veganúar góð skil og gefa vegan uppskriftum og málefni veganisma sérstakan gaum í janúar. Jafnframt eru matsölustaðir, verslanir og framleiðendur hvattir til að styðja átakið með bættum merkingum og framboði vegan valkosta.

fréttablaðið 30.desember 2016

 

Veganúar: Vegan í janúar

Markmið Veganúar er að draga úr þjáningu dýra með því að hvetja fólk, frá öllum heimshornum, til að gerast vegan í einn mánuð. Veganúar er núna kominn til Íslands og höfum við í Samtökum grænmetisæta á íslandi sett upp síðu til hvatningar og fræðslu þeim sem vilja taka þátt.

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.

Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.

Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

Smelltu á myndina hér að neðan til þess að skoða Veganúar síðu samtakana!

Screen Shot 2015-01-12 at 21.38.34