Samtök grænmetisæta á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Um Samtökin

Um samtök grænmetisæta á Íslandi

Samtök grænmetisæta á Íslandi voru stofnuð þann 4. maí 2013 og eru stofnfélagar 70 grænmetisætur á öllum aldri.
Tilgangur samtakanna er að stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.

Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með eftirfarandi hætti:

• Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir grænmetisætur, áhugamenn og velunnara, og stuðla að auknum tengslum og kynnum grænmetisæta.

• Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf til grænmetisæta og annarra með uppbyggingu vefsíðu, opnum viðburðum, útgáfu fræðsluefnis, fyrirlestrum, kynningu í fjölmiðlum, í skólum, á vinnustöðum o.fl.

• Gefa út hnitmiðað fræðsluefni fyrir matvælaframleiðendur, veitingastaði, matreiðslumenn o.fl. um þjónustu við grænmetisætur, og koma því markvisst á framfæri.

• Stunda virka hagsmunagæslu og aðhald til dæmis með hvatningu eða jafnvel þrýstingi á framleiðendur, innflytjendur og verslanir, með fyrirspurnum og greinargerðum til hins opinbera, með álitsgjöf varðandi lagafrumvörp og reglugerðir, með fréttatilkynningum til fjölmiðla um brýn hagsmunamál o.m.fl.

• Finna leiðir til að aðstoða fólk við að gerast grænmetisætur, til dæmis með því að búa til aðlögunarkerfi eða leiðbeiningar um fyrstu skrefin, með hvatningarfundum, fræðsluefni og öðrum leiðum.

• Leita leiða til að bæta og auka grænmetis- og veganmerkingar neysluvara og matseðla og athuga jafnframt forsendur þess að gerast vottunaraðili á Ísland.

• Félagið veiti athygli á því og viðurkenni það sem vel er gert sem samræmist markmiðum félagsins.

Fyrsta stjórn samtakanna var skipuð eftirfarandi:
Sigvaldi Ástríðarson, formaður
Elísa Guðjónsdóttir, ritari
Sigurbaldur P. Frímannsson, gjaldkeri
Helga María Ragnarsdóttir, meðstjórnandi og formaður hagsmunagæsluhóps
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, meðstjórnandi og formaður fræðslu- og fjölmiðlahóps.

Núverandi stjórn Samtakanna er skipuð eftirfarandi:
Sigvaldi Ástríðarson, formaður
Sara Ingvarsdóttir, gjaldkeri
Hrafnhildur Vera Rodgers, ritari
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, upplýsingafulltrúi
Íris Auður Jónsdóttir, meðstjórnandi
Ragnar Freyr Pálsson, meðstjórnandi
Magnús Reyr Agnarsson, meðstjórnandi
Anna Lilja Karlsdóttir, meðstjórnandi
Arna Sigrún Haraldsdóttir, meðstjórnandi
Lowana Veal, meðstjórnandi

 


Merki Samtaka grænmetisæta á Íslandi var hannað af Ragnari Frey.