Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Vegan Pálínuboð á þrettándanum!

Eftir vel heppnuð pálínuboð síðustu 2 ár hefur er komið að vegan pálínuboði á þrettándanum! Tilvalið að hittast á nýju ári og byrja árið vel í góðum félagsskap!

Eins og áður kemur hver og einn með eitthvað vegan og ætilegt, því slegið verður upp hlaðborði. Gaman væri að sjá fjölbreytta rétti, forrétti, eftirrétti og/eða hversdagsrétti – hvað sem ykkur dettur í hug. Ekki er nauðsynlegt að hafa það of flókið, salat eða meðlæti virkar vel, ef ykkur vantar hugmyndir ekki hika við að spyrja okkur ráða! Eina skilyrðið er að rétturinn sé VEGAN til að hann henti sem flestum. Allir eru þó að sjálfsögðu velkomnir í boðið, burt séð frá mataræði. Æskilegt er að hafa meðferðis uppskrift eða upplýsingar um innihald.

Við munum hafa aðgang að bökunarofni og gashellum til að hita upp matinn.

Hittingurinn verður að Friðarshúsinu, Njálsgötu 87.

Hægt er að skrá sig í viðburðinn á facebook hér: Vegan Pálínuboð á þrettándanum

Kort:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map

Dear english speaking vegetarians and vegans!

We’re hosting a vegan potluck and would like you to join us. Each guest will contribute a dish of food on a buffet to be enjoyed by all. It’s vegan themed so any vegan dish is welcome on the table, it doesn’t have to be complicated and we’re hoping to see a variety of courses. There will be access to an oven and a stove to warm up the food.

 

Facebook event page: Vegan Potluck in Reykjavík

Map to the location:

http://ja.is/kort/?q=Friðarhús+ehf%2C+Njálsgötu+87&x=357996&y=407650&z=8&type=map