Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Velkomin á nýja vefsíðu Samtaka grænmetisæta!

Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa opnað nýja og langþráða vefsíðu samtakanna í dag, síðasta dag vel heppnaðs Veganúar! Hér má meðal annars finna ýmiss konar fróðleik fyrir nýgræðinga og lengra komna í grænmetishyggjunni ásamt ýmiss konar ráðleggingum fyrir veitingastaði og framleiðendur sem vilja þjóna grænmetisætum með betri og skilvirkari hætti.

Stjórn Samtaka grænmetisæta á Íslandi þakkar þeim fjölda fólks sem hefur lagt hönd á plóg við vefsmíði, skrif og öflun efnis. Markmiðið er að þessi vettvangur muni vaxa og dafna á næstu misserum og að hér verði virk og fjölbreytt umfjöllun um allar hliðar grænmetishyggjunnar. Við hvetjum því allar grænmetisætur til að senda inn áhugavert efni og ábendingar.

Til hamingju kæru félagsmenn, grænmetisætur og velunnarar!