Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.
Samtök grænmetisæta á Íslandi boða til aðalfundar miðvikudaginn 20. september 2017 – klukkan 20.00 í húsakynnum Múltí Kúltí, Barónsstíg 3 – 101 Reykjavík
Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur verið sérstaklega skemmtilegt að sjá aukinn meðbyr veganisma á Íslandi.
Á meðal helstu verkefna þessa síðasta starfsárs samtakanna eru: Veganúar 2017, Pálínuboð, bíósýning á What the Health í Bíó Paradís og fjöldi fyrirlestra fyrir ýmis félagasamtök og skóla.
Dagskrá fundar:
Tekið er við framboðum í stjórn samtakanna á netfangið: samtok@graenmetisaetur.is og verða þau kynnt á fundinum.