Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Aðalfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi

Samtök grænmetisæta á Íslandi eru eins árs gömul um þessar mundir og héldu aðalfund sinn laugardaginn 24. maí í Lifandi markaði Borgartúni.

Kosið var um veitingu hvatningarviðurkenninga samtakanna fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruframboð fyrir grænmetisætur. Samþykkt var að Bulsur, Ísbúðin Valdís og Gló fái afhent viðurkenningarskjöl samtakanna þetta árið. Bulsur fyrir vel heppnaða vöruþróun og markaðssetningu á grænmetispylsum án allra dýraafurða, Ísbúðin Valdís fyrir stöðugt framboð af vegan ístegundum og Gló fyrir sífellda vöruþróun og framboð grænmetis- og veganrétta.

Sigvaldi Ástríðarson var endurkjörinn formaður, Lísabet Guðmundsdóttir nýr gjaldkeri, Helga María Ragnarsdóttir ritari, Lowana Veal meðstjórnandi, Sara Ingvarsdóttir meðstjórnandi og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir meðstjórnandi. Áherslur samtakanna næsta starfsárið verða áframhaldandi fræðsla og kynning á málefnum grænmetisæta og fjölgun viðburða á vegum samtakanna.

Facebook síðu samtakanna má finna á www.facebook.com/Graenmetisaetur og nánari upplýsingar veita Sigvaldi Ástríðarson í síma 696-54444 eða Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir í síma 863-5497.