Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Hvernig er best að byrja?

Að gerast grænmetisæta eða vegan er að mörgu leyti einfaldara en fólk gerir sér í hugarlund. Stærsta þrautin er án efa huglæg. Gott er að líta raunsætt á hlutina, og hafa það í huga að samfélagið eins og það er í dag, er ekki sniðið að þörfum grænmetisæta. Oft virðist ekki auðgert að panta sér salat án þess að fá fetaost, bacon eða kjúklingastrimla í kaupæti, svo ekki sé nefnt að fá grænmetissúpu án kjötkrafts.

Sem betur fer á sér stað sífelld aukning og þróun fjölbreytilegra grænmetis- og vegan rétta og afurða í verslunum jafnt sem á veitingastöðum.

Sem betur fer á sér stað sífelld aukning og þróun fjölbreytilegra grænmetis- og vegan rétta og afurða í verslunum jafnt sem á veitingastöðum. Þessi þróun kemur til með að aukast samhliða aukinni eftirspurn og meðvitund almennings. Búðu þig þó undir aðstæður eins og að fá lélegan mat á árshátíð, veitingastöðum, eða í vinnunni, svo eitthvað sé nefnt. Ef þessi atriði reyna ekki of mikið á sálarlífið þá er ekki eftir neinu að bíða.

SGI_Logo_Single

Hvað borða ég?

Þegar fólk heyrir að þú borðar ekki dýr eða dýraafurðir virðist það yfirleitt sjá fyrir sér að mataræði sem samanstendur af iceberg káli, tómötum og agúrkum – „salatið“ sem prýðir kvöldverðarborð fjölda íslendinga. En hvað borðaru í raun og veru eftir að hafa fjarlægt dýr og dýraafurðir úr þínu mataræði? Svarið við því er einfaldlega allt mögulegt annað – sem er þónokkuð.

SGI_Logo_Single

Þarf ekki að vera flókið

Ef tekið er matarboð sem dæmi, þar sem á boðstólnum er kjöt af einhverju tagi, kartöflur og ferskt salat – þá er ekki annað til fyrirstöðu en að skipta út kjötinu fyrir eitthvað eins og baunabuff, hnetusteik eða marineraða tófústeik. Svo lengi sem sósan er hæf grænmetisætum, þá er það allt og sumt. Hlutirnir eiga hinsvegar til að flækjast þegar dýrið eða dýraafurðin er ekki aðskilið frá meðlætinu.

  • Inn með tófú, baunir og hnetur – út með dýrakjöt

Tófu er vinur þinn, sýndu því þolinmæði og mundu að æfingin skapar meistarann

Æfðu þig að elda tófú. Tófú á það e.t.v. sameiginlegt með kjöti að vera lítil veisla fyrir bragðlaukana ef það er ekki eldað vel. Góð byrjun er að venja sig á að annað hvort kreista vökvann úr því, eða frysta fyrir notkun, það breytir áferðinni. Í framhaldinu er gott að marinera það áður en það er eldað, upp úr einhverju eins og ólífuolíu, tamarí sósu og kryddi að eigin vali. Tófu er vinur þinn, sýndu því þolinmæði og mundu að æfingin skapar meistarann. Fyrir rétti sem innihalda hakk, eins og spagetti, lasagne eða tortilla, þá er gott að notast við t.d. þurrkað sojahakk, eða tilbúið hakk (frystivara) sem fæst í helstu verslunum landsins. Líkt og tófú þá verða baunir að teljast einn af mikilvægri þáttum mataræðis grænmetisæturnnar. Sankaðu að þér fjölbreyttum uppskriftum og prófaðu sem flestar tegundir bauna.

  • Inn með jurtamjólk – út með kúamjólk

(þessi hluti á sérstaklega við um vegan fólk)

Þessi útskipting getur ekki verið auðveldari. Valið stendur t.a.m. af hrís-, hafra-, kókos-, soya- og möndlumjólk. Úrvalið hefur aldrei verið betra á Íslandi en í dag, og sífellt bætast fleiri vörur í hópinn. Soya- og möndlumjólk freyðir sérstaklega vel og hentar því með kaffi.

Í stað rjóma í sósu- og súpugerð er frábært að notast við kókosmjólk.

Í stað rjóma í sósu- og súpugerð er frábært að notast við kókosmjólk. Líkt og tófú, þá er kókosmjólk vinur þinn.

Í stað smjörva er fínt að nota sólblóma- eða ólífusmjörva sem fæst a.m.k. í Nettó og Lifandi Markaði, og varla þarf að taka fram að í stað smjörs er hægt að nota smjörlíki.

Í stað hefðbundna þeytta rjómans, þá fæst í helstu matvöruverslunum þeytanlegur jurtarjómi í fernu eða tilbúinn í hylki.

Tilbúinn jurtaís fæst í helstu matvöruverslunum.

  • Inn með Veg-ost, hummus, o.s.frv. – út með mjólkurost

Fyrir marga er mjólkurostur hvað erfiðastur að skilja við, og það er ástæða fyrir því, en íslenskur mjólkurostur er ekki hæfur grænmetisætum sökum þess að í honum er eitthvað sem kallast “ostahleypir”, en ostahleypir inniheldur efni úr slátruðum dýrum.

Ostur getur haft áhrif á ánægjustöðvar heilans, en í mjólkurosti eru eftirfarandi prótein: mysa (whey) og kasín (casein). Þegar þau brotna niður í meltingunni verða til mismunandi efnaáhrif, sem hafa u.þ.b. einn tíunda af verkandi áhrifum morphine. Þess fyrir utan, þá er ostur ekki síður plássfrekur í hinu hefðbundna „íslenska“ mataræði.

Góðu fréttirnar eru þær að nóg er til af einföldum ostauppskriftum sem henta bæði hefðbundnum grænmetisætum (og vegan) sem auðvelt er að fara eftir heima við, ostar sem henta ofan á pizzu, lasagne, og jafnvel ofan á brauð.

Góðu fréttirnar eru þær að nóg er til af einföldum ostauppskriftum sem henta bæði hefðbundnum grænmetisætum (og vegan) sem auðvelt er að fara eftir heima við, ostar sem henta ofan á pizzu, lasagne, og jafnvel ofan á brauð. Hér er google.com óneitanlega besta hjálpartækið auk þess sem úrval vegan ostaafurða í matvörubúðum fer vaxandi.

Í stað smjörs og osts ofan á brauð er frábært að eiga til nóg af hummus, jurtakæfu, pestó og gott er að fjárfesta í matvinnsluvél, og gera heimagerðan hummus vikulega. Það lækkar kostnaðinn verulega, ásamt því að auðvelt er að breyta uppskriftinni reglulega, og fá þannig síður leið á honum.

 

SGI_Logo_Single

Aðstoð í beinni!

 

Áhugasamir eru velkomnir í Facebook hópa grænmetisæta þar sem hægt er að fá enn fleiri ráð, hugmyndir og innblástur: