Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Upplýsingar fyrir Framleiðendur

Sá hópur neytenda sem sækist eftir fjölbreyttara úrvali af jurtafæði vex hratt. Bæði fjölgar íslenskum grænmetisætum stöðugt og fjölmargir erlendir ferðamenn leita einnig að grænmetisfæði hér á landi. Auk þess er aukinn almennur áhugi á grænmetisfæði í bland við hefðbundið mataræði. Í nýjum ráðleggingum Landlæknis um mataræði er almenningur hvattur til að auka hlutfall grænmetisfæðis heilsunnar og umhverfisins vegna.

Því er markhópurinn fyrir fjölbreytt grænmetisfæði stór og ört vaxandi og getur það átt við um allt frá tilbúnum réttum til einfalds brauðmetis. Oft er bæði auðvelt og hagkvæmt að breyta uppskriftum þannig að þær henti grænmetisætum og vegan, jafnvel án þess að það breyti nokkru um bragð eða gæði.

Samtök grænmetisæta á Íslandi hvetja íslenska framleiðendur til að þróa og aðlaga vörur fyrir grænmetisætur. Eftirfarandi eru þau grundvallaratriði sem þarf að þekkja en sé óskað eftir nánari útskýringum eða ráðleggingum má senda samtökunum fyrirspurn.

SGI_Logo_Single Hentar grænmetisætum

Til að matvara geti talist henta grænmetisætum má hún ekki innihalda nein hráefni úr slátruðum dýrum, hvorki vöðva né annað. Dýr eru ýmist ræktuð, villt eða húsdýr, þ.á.m. búfé, alifuglar, fiskur, skelfiskur, krabbadýr, froskdýr, möttuldýr, skrápdýr, lindýr og skordýr. Dæmi um hráefni úr dýrum er matarlím, öðru nafni gelatín, sem unnið er m.a. úr beinum og sinum spendýra. Einnig er ostahleypir sem unninn er úr kálfamögum algengt hráefni í osta og skyr.

SGI_Logo_Single Hentar vegan

Vegan grænmetisætur neyta engra afurða úr dýraríkinu, hvorki frá lifandi né slátruðum dýrum. Til viðbótar við leiðbeiningarnar hér að ofan þarf að gæta að því að ekki séu í matnum mjólkurvörur, egg, hunang eða hráefni sem innihalda slíkt eða eru unnin úr dýraafurðum. Dæmi um vörur sem dýraafurðir leyast í eru majónes (inniheldur egg) og pestó (inniheldur ost).

Matvörur sem henta vegan hæfa einnig fyrir aðrar grænmetisætur sem og fólk með mjólkur- og eggjaofnæmi eða óþol. Með því að aðlaga framleiðsluvörur að viðmiðum um vegan mat er þannig hægt að mæta þörfum margra ólíkra hópa.

SGI_Logo_Single Krosssmit

Framleiðendur, smásalar og veisluþjónustur verða að gæta þess að matvæli sem fullyrt er að henti grænmetisætum eða vegan hafi ekki komist í snertingu við matvæli eða leifar matvæla sem henta ekki grænmetisætum eða vegan, t.a.m. við geymslu, undirbúning, eldun eða framreiðslu.

SGI_Logo_Single Reglugerðir

Í 36. grein reglugerðar ESB nr 1169/2011 sem innleidd var með reglugerð nr. 1294/2014 stendur:

1. Þegar þeim matvælaupplýsingum sem um getur í 9. og 10. gr. er miðlað valkvætt skulu slíkar upplýsingar uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í 2. og 3. þætti IV. kafla.

2. Matvælaupplýsingar, sem er miðlað valkvætt, skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

a) þær skulu ekki villa um fyrir neytendum, eins og um getur í 7. gr.,

b) þær skulu ekki vera tvíræðar eða ruglandi fyrir neytendur og

c) þær skulu, þegar við þá, byggjast á viðeigandi vísindagögnum.

3. Framkvæmdastjórnin skal samþykkja framkvæmdargerðir um beitingu krafnanna sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar að því er varðar eftirfarandi valkvæðar matvælaupplýsingar:

a) upplýsingar um hugsanlega og óviljandi tilvist efna eða vara, sem valda ofnæmi eða óþoli, í matvælum,

b) upplýsingar sem tengjast því hvort tiltekin matvæli henti fólki sem ekki borðar kjöt (e. vegetarian) eða fólki sem sneiðir hjá öllum dýrafurðum (e. vegan)