Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Greinar

  • Hvernig minnka grænmetisætur kolefnissporið?

   Hvernig minnka grænmetisætur kolefnissporið?

   Samtök Grænmetisæta á Íslandi var nýlega boðið að sitja fundi um umhverfisstefnu hjá Vinstri grænum og Pírötum og Valgerður Árnadóttir framkvæmdastjóri samdi að því tilefni ör-erindi um loftslagsmál og grænmetisrækt sem má sjá hér: Hvernig grænmetisætur minnka kolefnissporið Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna …Nánar »
  • Hulda B. Waage: Góð fyrirmynd fyrir dæturnar

   Hulda B. Waage: Góð fyrirmynd fyrir dæturnar

   Hulda B. Waage er móðir og íþróttakona sem starfar sem matráður hjá Íslandsbanka á Akureyri. Hún er í meistaraflokki kraftlyftingafélags Akureyrar og er sannfærð um að mataræðið sé stór partur af góðum árangri.   Hvernig kom til að þú gerðist vegan? Mér þótti ekki kjöt gott til að byrja með. …Nánar »
  • Gestgjafinn og grænmetisætan

   Gestgjafinn og grænmetisætan

   Það er gaman að bjóða í mat, og ennþá skemmtilegra þegar tilefnið er stórt á borð við fermingu, brúðkaup eða skírn. Með framförum í næringar og læknisfræði og bættu úrvali matvöru eru fleiri en áður sem kjósa að neyta ekki ákveðinna fæðutegunda. Fyrir þessu kunna að liggja ýmsar ástæður, til …Nánar »
  • Að breyta um mataræði og njóta þess í leiðinni.

   Að breyta um mataræði og njóta þess í leiðinni.

   Þeir sem eru vanir grænmetisfæði, eða hafa mjög sterka sannfæringu hafa sumir skipt um mataræði á einum degi. En sennilega hentar flestum að taka sér góðan tíma. Það tekur einfaldlega tíma að breyta um rótgrónar venjur. Galdurinn er að læra að útbúa einfaldan, fljótlegan mat sem er svo góður að …Nánar »
  • Eldhúsáhöld

   Eldhúsáhöld

   Það er misskilningur að grænkeraeldhús þurfi sérstakan útbúnað. Góðir hnífar, flysjarar og bretti eru í rauninni grunnútbúnaður grænmetisætunnar.Nánar »
  • Pólitísk yfirlýsing en ekki sérþarfir

   Pólitísk yfirlýsing en ekki sérþarfir

   Salóme R. Gunnarsdóttir tók ákvörðun um að hætta að borða kjöt árið 2008 og fjórum árum síðar hafði hún sagt skilið við allar dýraafurðir. Fyrstu jólin kom fjölskyldan henni á óvart með þriggja rétta vegan veislu. Hún lítur ekki á mataræði sitt sem sérþarfir, heldur sem pólitíska yfirlýsingu gegn framleiðsluháttum …Nánar »
  • Hvað er hráfæði?

   Hvað er hráfæði?

   Til eru margar mismunandi skilgreiningar á hráfæði. Flestir sem hafa gert hráfæði að lífsstíl borða eingöngu hráa fæðu úr jurtaríkinu. Þó eru einnig til afbrigði þar sem menn velja að borða hráar dýraafurðir í bland, eins og t.d. mjólkurvörur, egg, hunang og blómafrjókorn (e. bee pollen). Í meginatriðum gengur hráfæði …Nánar »
  • Frá femínisma til dýravelferðar

   Frá femínisma til dýravelferðar

   Fyrir níu árum síðan tók Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ákvörðun um að gerast grænmetisæta. Hún segir að sér hafi ekki reynst erfitt að hætta að borða kjöt og fisk, en hún hafi hins vegar þurft að læra að elda upp á nýtt. Steinunn er nú í meistaranámi í New York, …Nánar »
  • Gagnleg öpp í snjallsímann

   Gagnleg öpp í snjallsímann

   Hér höfum við tekið saman nokkur frí smáforrit (á ensku) sem þægilegt er að hafa tiltæk í símanum og geta gripið í á ferðinni.   21-Day Vegan Kickstart (iPhone) Frábært 21 daga matarplan fyrir byrjendur í vegan fæði. Uppskriftir og leiðbeiningar fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat ásamt snarli fyrir hvern …Nánar »
  • Prótein spurningin

   Prótein spurningin

   Matarræðið mitt er mikilvægur hluti af mínu lífi. Þrátt fyrir það þá kynni mig ekki sem grænmetisætu eða byrja að ræða það af fyrra bragði. Það verður samt oft þannig að það ber á góma. Fólk hefur sínar skoðanir og athugasemdir en í langflestum tilvikum er fólk aðallega forvitið. Er …Nánar »
  • Að hætta að borða kjöt…

   Að hætta að borða kjöt…

   Flestar grænmetisætur voru einu sinni kjötætur og ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var að alast upp var venjuleg máltíð kjöt með smá meðlæti á kantinum, aðallega kartöflum og brúnni sósu. Ég hafði heyrt um grænmetisætur og fannst það áhugavert en ég var ekki hippi svo þetta var …Nánar »
  • Reynslusaga grænmetisætu: Jónína Leósdóttir

   Reynslusaga grænmetisætu: Jónína Leósdóttir

   eftir Jónínu Leósdóttir Mér er efst í huga sú bylting sem hefur orðið í framboði á grænmeti/grænmetisréttum á Íslandi síðan ég hætti að borða kjöt og fisk upp úr 1980. (Hætti smám saman að kaupa/matreiða kjöt, á nokkrum árum, og fékk síðan fiskiofnæmi.) Mér er efst í huga sú bylting …Nánar »
  • Tyson og hinir grashipparnir

   Tyson og hinir grashipparnir

   Fólk hefur stundum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig grænmetisætur eru eða geta alls ekki verið. Algengasta steríótýpan sem ég heyri fólk tala um er þrjátíu kílóa, gráhærði, næringarskerti hippinn í Birkenstock sandölunum, nartandi í lífrænan pappa og kjökrandi yfir óréttlæti heimsins. Illa lyktandi og persónuleikalaus. Með flösu. Og bauga!   …Nánar »
  • „Til hvers erum við þá með vígtennur?“

   „Til hvers erum við þá með vígtennur?“

   Eins og ég hef áður minnst á finnst sumu fólki einstaklega skemmtilegt sport að rökræða við mig þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Ok, ég skal orða þetta nákvæmar: fólki finnst einstaklega skemmtilegt sport að rökstyðja fyrir mér hvers vegna lífsstíll minn er rangur, vitlaus og muni draga mig …Nánar »
  • Hvað ef jörðin er ekki sjálfsali?

   Hvað ef jörðin er ekki sjálfsali?

   Ég sem grænmetisæta heyri oft þær röksemdir gegn mínum lífsstíl að dýrin hafi verið sett á jörðina fyrir mannkynið. Að þau séu auðlind náttúrunnar, gjöf til okkar svo við getum neytt þeirra á hvern þann hátt sem kemur okkur að gagni. Að við drottnum yfir jörðinni og íbúum hennar, séum …Nánar »
  • Þú áttir aldrei von á ÞESSU frá Steve-O úr Jackass!

   Þú áttir aldrei von á ÞESSU frá Steve-O úr Jackass!

   Manstu eftir hópi barnalegra brjálæðinga sem kalla sig Jackass? Þeir urðu heimsfrægir fyrir fíflagang og heimskulega vitleysu og komu meðal annars hingað til Íslands eins og margir muna, ekki síst fyrir þær sakir að sviðaát í sjónvarpinu varð þeim um megn. Þeir höfðu lengi lifibrauð sitt af því að vera …Nánar »
  • Eeeeertu…grænmetis…æta?

   Eeeeertu…grænmetis…æta?

   Ég heiti Sæunn og ég er grænmetisæta. …þetta er sönn fullyrðing en ég tala samt aldrei svona.   Satt að segja tala ég ekki mikið um mataræði mitt nema ég sé spurð og flest fólk sem ég kynnist kemst ekki að því að ég sé grænmetisæta nema með því að …Nánar »
  • Ný sýn á hollustugildi matar

   Ný sýn á hollustugildi matar

   >Hver sem „matarhneigð“ þín er ætla ég að álykta að úr því þú ert að lesa þessar línur hafir þú áhuga á að bæta hollustugildi mataræðis þíns og stuðla að bættri heilsu til langs tíma. Þar sem við verðum fyrir stöðugum flaumi misvísandi upplýsinga, andvígra rannsóknarniðurstaðna og nýrra sannleika í …Nánar »
  • HÁ-kolvetnalífsstíllinn!

   HÁ-kolvetnalífsstíllinn!

   Nú á tímum lágkolvetnahneigðar landans þykir mér skemmtilegra en nokkru sinni fyrr að segja hverjum sem á vill hlýða að orkuhlutföll í mínu mataræði séu að meðaltali í kringum 80% kolvetni, 10% fitu og 10% prótein. Sumir falla næstum í öngvit við tilhugsunina eina saman, aðrir lýsa yfir nístandi áhyggjum …Nánar »
  • Vanrækja grænmetisætur börnin sín?

   Vanrækja grænmetisætur börnin sín?

   Við lifum á tímum þar sem við státum okkur af því að vera fordómalaus og fagna fjölbreytileika mannlífsins, en mér virðist stundum sem við þurfum að læra að virða hvern minnihlutahóp fyrir sig. Við þurftum (og þurfum enn) að læra að bera virðingu fyrir öðrum kynþáttum, fyrir konum, fötluðu fólki, …Nánar »