Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Spírun

Leiðbeiningar við að láta spíra:

  1. Setjið fræ/korn/baunir í bleyti yfir nótt, til dæmis í glerkrukku. Hafið um 4x meira vatn í krukkunni en fræ. Lokið gatinu á krukkunni með teygju og tjullefni (fæst í vefnaðarvöruverslun) eða músaneti (fæst í byggingavöruverslun).
  2. Hreinsið og skolið fræin þegar þau hafa legið í bleyti yfir nótt. Það er gert með því að snúa krukkunni á hvolf og láta vatnið leka úr henni, fylla hana aftur af köldu vatni og láta aftur leka af.
  3. Snúið krukkunni á haus svo allt vatnið leki af korninu/fæjunum. Látið krukkuna standa í uppþvottagrind eða á öðrum sambærilegum stað þar sem vatnið getur lekið af.
  4. Skolið fræin tvisvar á dag. Eftir 3-6 daga eru fræin tilbúin, allt eftir tegund.
  5. Hafið spírurnar í myrkri fyrstu 2 dagana (t.d. er hægt að setja viskastykki yfir krukkuna). Seinni 2-3 dagana er fínt að leyfa þeim að vera í birtu til að blaðgrænan geti myndast á spírublöðunum.
  6. Þegar þær eru tilbúnar, setjið þær í skál með vatni til að auðvelda hreinsunina á “hýðinu”, þá flýtur hýðið ofaná vatninu og auðvelt er að veiða það frá.
  7. Þerrið spírurnar síðan á eldhúspappír eða viskastykki og setjið í loftþétt ílát og geymið í ísskáp.
  8. Spírurnar geymast í allt að viku ef þið skolið þær á um það bil þriggja daga fresti (og þerrið þær áður en þær fara aftur í ílátið).
  9. Spírur eru frábærar útá salat, í hristinga eða sjeika, í maki rúllur eða bara sem meðlæti með alls konar mat.

 

Spírunartími fræ/korn/baunir:

tegund í bleyti spírunartími

alfalfa 6-8 klst 4-6 dagar

fenugreek 6-8 klst 4-6 dagar

radísur 6-8 klst 4-6 dagar

brokkolífræ 6-8 klst 4-6 dagar

grænar ertur 8 klst 3-5 dagar

linsur 8 klst 3-5 dagar

mungbaunir 8 klst 3-5 dagar

adukibaunir 12 klst 3-5 dagar

kjúklingabaunir 12 klst 3-5 dagar

sojabaunir 12 klst 3-5 dagar

heilt hveitikorn 6-8 klst 3-5 dagar

heilt rúgkorn 6-8 klst 3-5 dagar

spelt 6-8 klst 3-5 dagar

bókhveiti án hýðis 2-4 klst 1-2 dagar

bókhveit með hýði 6-8 klst 2 dagar

quinoa 4-8 klst 1-2 dagar

amaranth 4-8 klst 1-2 dagar

sólblómafræ án/hýðis 4-6 klst 1-2 dagar

sólblómafræ m/hýði 6-8 klst 2 dagar

sesamfræ 4-6 klst 6-12 klst

ath. hægt að láta sesamfræ spíra í 1-2 daga þá vex á það spíra