Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Út að borða

Þegar fylgja á ákveðnu mataræði sem sker þig úr fjöldanum þá getur félagslegi þátturinn virkað svolítið yfirþyrmandi. Hvað er hægt að borða í veislu? Hvert á að fara út að borða? En örvæntið ekki!

Veljið staði sem bjóða upp á fjölbreyttan matseðil og ekki er verra ef staðurinn hefur nú þegar valkosti fyrir grænmetisætur eða vegan fólk. Gott er að líta raunsætt á hlutina, og hafa það í huga að samfélagið eins og það er í dag, er ekki sniðið að þörfum grænmetisæta. Oft virðist ekki auðgert að panta sér salat án þess að fá fetaost, beikon eða kjúklingastrimla í kaupbæti, svo ekki sé nefnt að fá grænmetissúpu án kjötkrafts. Hér að neðan sjá nokkur ráð og hugmyndir úr reynsluheimi grænmetisæta.

Látið vita af ykkur

Ekki hika við það að spyrjast fyrir hvort einhver valkostir verði fyrir grænmetisætur eða vegan fólk í matarboðinu

Þið þurfið ekki að vera feimin við það að láta vini, fjölskyldu eða vinnuveitenda vita um mataræðið þitt. Ekki hika við það að spyrjast fyrir hvort einhver valkostir verði fyrir grænmetisætur eða vegan fólk í matarboðinu svo að þið sitjið ekki eftir að borða gular baunir og kartöflur. Oft á tíðum hjálpar þetta fólki sem sér um veisluna að undirbúa mat sem hentar þínu mataræði.

Ef þið eruð óviss um innihald matsins er best að þjónustufólk, matráð eða kokkinn sjálfan (já eða vini og fjölskyldu ef þið eruð á heimaboði). Á betri veitkingastöðum er oft hægt að fá úrval af hágæða grænmetisfæði, þó svo það sé ekki á matseðlinum.

Hringið á undan

….því er alltaf gott ráð að skoða heimasíður fyrirtækjana eða jafnvel hringja og spyrjast fyrir hvort hægt sé að koma til móts við þig

Margir veitingastaðir hér á landi bjóða upp á fæði fyrir grænmetisætur og vegan fólk án þess að það komi fram á matseðlunum. Því er alltaf gott ráð að skoða heimasíður fyrirtækjana eða jafnvel hringja og spyrjast fyrir hvort hægt sé að koma til móts við þig og þitt mataræði. Fyrir venjulegar grænmetisætur (sem borða bæði egg og mjólkurvörur) er best einfald að byrjast fyrir um valmöguleika á meðan vegan fólk þarf jafnvel að útskýra nánar hvað hugtakið vegan þýðir- en þá er auðveldast að segja – grænmetisæta sem borðar hvorki egg né mjólkurvörur (allan ost, smjör, mjólk, rjóma, skyr, jógúrt) – Oft á tíðum getur slík uppátalning komið í veg fyrir allan misskilning.

Nesti

Stundum kemur það fyrir að ekki gefist tími til þess að láta vita af ykkar sérstöðu áður en farið er út að borða, en þá er ráðlagt að hafa nesti með sér, en það getur verið allt frá því að vera einföld samloka, vefja, ávextir eða eitthvað sem fer lítið fyrir. Ekki gera ráð fyrir því að gestráðendur á heimilum verði ánægð með uppátækið, en þetta ráð hentar sérstaklega vel á stærri samkomum, árshátíðum, fermingum eða jólaboðum.

Borða áður

Ef fyrri ráð duga ekki er oft gott að borða vel áður en farið er í veisluna, til þess eins að vera ekki svöng/svangur og reyna þess í stað að njóta félagskaparins.

Hér má sjá lista yfir staði á Íslandi sem bjóða upp á vegan fæði (á ensku):

Vegan Guide to Iceland

Happy Cow