Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Um Samtökin

Um samtök grænmetisæta á Íslandi

Samtök grænmetisæta á Íslandi voru stofnuð þann 4. maí 2013 og eru stofnfélagar 70 grænmetisætur á öllum aldri.
Tilgangur samtakanna er að stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.

Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með eftirfarandi hætti:

• Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir grænmetisætur, áhugamenn og velunnara, og stuðla að auknum tengslum og kynnum grænmetisæta.

• Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf til grænmetisæta og annarra með uppbyggingu vefsíðu, opnum viðburðum, útgáfu fræðsluefnis, fyrirlestrum, kynningu í fjölmiðlum, í skólum, á vinnustöðum o.fl.

• Gefa út hnitmiðað fræðsluefni fyrir matvælaframleiðendur, veitingastaði, matreiðslumenn o.fl. um þjónustu við grænmetisætur, og koma því markvisst á framfæri.

• Stunda virka hagsmunagæslu og aðhald til dæmis með hvatningu eða jafnvel þrýstingi á framleiðendur, innflytjendur og verslanir, með fyrirspurnum og greinargerðum til hins opinbera, með álitsgjöf varðandi lagafrumvörp og reglugerðir, með fréttatilkynningum til fjölmiðla um brýn hagsmunamál o.m.fl.

• Finna leiðir til að aðstoða fólk við að gerast grænmetisætur, til dæmis með því að búa til aðlögunarkerfi eða leiðbeiningar um fyrstu skrefin, með hvatningarfundum, fræðsluefni og öðrum leiðum.

• Leita leiða til að bæta og auka grænmetis- og veganmerkingar neysluvara og matseðla og athuga jafnframt forsendur þess að gerast vottunaraðili á Ísland.

• Félagið veiti athygli á því og viðurkenni það sem vel er gert sem samræmist markmiðum félagsins.

Fyrsta stjórn samtakanna var skipuð eftirfarandi:
Sigvaldi Ástríðarson, formaður
Elísa Guðjónsdóttir, ritari
Sigurbaldur P. Frímannsson, gjaldkeri
Helga María Ragnarsdóttir, meðstjórnandi og formaður hagsmunagæsluhóps
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, meðstjórnandi og formaður fræðslu- og fjölmiðlahóps.

Núverandi stjórn Samtakanna er skipuð eftirfarandi:
Benjamín Sigurgeirsson, formaður
Sigvaldi Ástríðarson, gjaldkeri
Vigdís Andersen, ritari
Arna Sigrún Haraldsdóttir, meðstjórnandi
Lowana Veal, meðstjórnandi

Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri

 


Merki Samtaka grænmetisæta á Íslandi var hannað af Ragnari Frey.