Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Umfjöllun um dýraníð í fjölmiðlum

Samtök grænmetisæta á Íslandi fagnar nýlegri umfjöllun um dýraníð á íslenskum svína-, kjúklinga- og nautgripabúum. Mörgum sárnar að sjá áverkana sem dýrin hafa hlotið vegna slæmrar aðstöðu þeirra og heyrast háværar raddir um að fá að vita á hvaða búum verstu tilvikin voru.

Besta leiðin til að forðast að styðja við þetta dýraníð er að velja þann kost að borða ekki dýr og afurðir þeirra. Vert er að nefna að á öllum svínabúum sem skoðuð voru fundust gyltur með legusár!

Þakka ber sérstaklega fréttastofu RÚV fyrir eftirfarandi fréttir.

Þrengsli, for og bleyta á nautgripabúum.

Brunasár á kjúklingum.

Sprenging í ábendingum um illa meðferð á dýrum

„Velferð dýra er fórnað“

Allt að önnur hver gylta með legusár

Þrengsti básinn innan við 50 cm breiður

Íslensk svín á alltof þröngum básum