Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Valdís fær viðurkenningu samtakana

Sara Ingvarsdóttir og Sæunn I. Marinósdóttir afhentu í dag hvatningarviðurkenningu Samtakanna til ísgerðarmeistaranna hjá Valdísi.

Viðurkenninguna hlaut Valdís fyrir vöruþróun og framboð á ljúffengum vegan ís. Í tilefni dagsins voru hvorki fleiri né færri en fimm vegan tegundir í borðinu, hver annarri girnilegri!

Við óskum Valdísi innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hvað fleira þau hrista fram úr erminni í framtíðinni

valdis-vidurkenningIMG_0498