Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Vegan Valkostir í meira úrvali

Í dag fengu samtök grænmetisæta eftirfarandi fréttatilkynningu frá stórversluninni IKEA hér á íslandi:

“Í dag hefst sala á nýju grænmetisbollunum í IKEA. Bollurnar eru næsta skrefið í átt þeirrar stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á breiðara úrval af hollari matvælum sem ræktuð eru á sjálfbærari hátt. Grænmetisbollan er eingöngu úr grænmeti og hentar þeim sem aðhyllast veganisma. Hún er umhverfisvænn kostur sem hefur til dæmis mun minna kolefnisfótspor en sænska kjötbollan okkar. Þessi þróun er náttúrulegt skref fyrir IKEA, þar sem öll starfsemi byggir á grunnhugmyndinni um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. “

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnar úr heimi grænmetisæta hér á landi, því nýverið hófu bæði Hagkaup og Bónus að selja jógúrt sem hentar vegan fólki. Vegan ostur er nú í boði frá Mamma veit best (fæst einnig í Fjarðarkaup) í viðbót við nokkrar tegundir til viðbótar í Nettó, Hagkaup og öðrum verslunum. Við það bætast betri vegan/grænmetisætu merkingar hjá fyrirtækjum út um allt land.

Þetta endar ekki hér því að von er á enn fleiri valkostum fyrir vegan fólk um allt land og munum við halda áfram að kynna ykkur þá þegar nýjar fréttir berast.