Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Viðurkenningar

Vidurkenning skjoldur 2015Á ári hverju veita Samtök grænmetisæta á Íslandi hvatningarviðurkenningar fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruframboð fyrir grænmetisætur. Hér að neðan má sjá lista yfir alla þá aðila sem hafa fengið viðurkenningu frá samtökunum.

 

2015

Einstaklingar:

Linnea Hellström
– fyrir brautryðjendastarf í vegan matargerð á íslenskum veitingastöðum

Ragnar Freyr
– fyrir vefsíðuna Vegan Guide to Iceland.

Fyrirtæki:

Passion bakarí
– Vöruþróun og vöruval fyrir grænmetisætur.

Nettó
– Stóraukið vöruval fyrir grænmetisætur.

 

2013- 2014

Valdís
– Viðurkenninguna hlaut Valdís fyrir vöruþróun og framboð á ljúffengum vegan ís.

Gló
-Viðurkenninguna hlutu þau fyrir frábært úrval af grænmetis- og veganréttum og það mikla brautryðjendastarf sem staðurinn hefur áorkað síðustu árin.

Bulsur 
– Frumkvöðla starf í vöruþróun og vöruvali fyrir grænmetisætur.